Jóga, mataræði og lífsstíll: Líkamsgerðin þín

Nýtt 4 vikna námskeið hefst mánudaginn 14. mars. Mánudaga kl 17.15. Námskeiðið er haldið í Bústaðakirkju. Einnig er hægt að taka þátt í gegn um netið. 

Á námskeiðinu skoðum við hvernig við getum aukið lífsorku og gleði, ræktað með okkur kyrrð, hugrekki og seiglu og þannig orðið stærri en streitan. 

Við iðkum jóga og kynnumst ayurveda, systurvísindum jógafræðanna. Ayurveda merkir “viska lífsins”. Við skoðum líkamsgerðirnar í ayurveda og þú færð tækifæri til að finna út hver þín líkamsgerð er. Nánar um ayurveda.

Öndun, líkamlegar æfingar og hugleiðsla sem hjálpa líkamanum að losa um spennu, draga úr kvíða og auka innri vellíðan. Við vinnum í að styrkja tauga-, innkirtla og ónæmiskerfi og auka samhæfingu þeirra. Árangurinn er bættur svefn og aukinn  hæfileiki til að takast á við streitu á jákvæðan og uppbyggjandi hátt.  

Nánar um námskeiðið hér: Jóga, mataræði og lífsstíll: Líkamsgerðin þín.

Comments are closed.