Hvað er hómópatía?

9631808_origKaflar greinarinnar:

Líkami, hugur, tilfinningar
Að meðhöndla líkt með líku
Remedía er eins og mynd af manneskju
Smáir skammtar
Lækningamáttur líkamans
Að muna hver við erum

Breska konungsfjölskyldan, Mahatma Gandhi, John D. Rockefeller, Tina Turner og Yehudi Menuhin eiga ekki margt sameiginlegt annað en það að hafa öll verið dyggir stuðningsmenn hómópatíunnar. Það er ein einföld ástæða fyrir því að þessir og aðrir virtir einstaklingar í heiminum hafa stutt hómópatíu; hún virkar.

Hómópatían, sem krefst bæði vísindalegrar og skapandi hugsunar, innifelur það sem margir sjá fyrir sér sem heilbrigðiskerfi 21. aldarinnar. Hómópatía er meðferðarform sem hjálpar til við að örva eðlislæga tilhneigingu líkamans til að lækna sig sjálfur. Hún er algerlega skaðlaus, veldur engum aukaverkunum og er þess vegna mjög örugg aðferð til að meðhöndla jafnt fullorðna sem börn.

Hómópatinn horfir á manneskjuna í heild og veikindi eða vanlíðan eru í hans augum merki um ójafnvægi sem verður að skoða í samhengi við heildina. Hómópatinn notast við efni úr jurta-, steina- og dýraríki sem eru þynnt út með ákveðnum aðferðum og það er einmitt þessi mikla þynning sem gerir þau svo skaðlaus. Hver og einn fær efni sem er sniðið að hans eigin þörfum og einstaklingseðli og tvær manneskjur með sama kvillann fá þannig ekki endilega sama efnið eða “remedíuna”. Ef þú færð remedíu sem samsvarar einkennum þínum í heild þá hefur hún yfirleitt áhrif á heilsu þína og vellíðan almennt.

0_459cc_b7997026_xlNú gæti einhver farið að ókyrrast og spyrja; hvað eru remedíur? Hvernig geta efni virkað ef þau eru svona mikið útþynnt? Umfjölluninni hér að neðan er ætlað að reyna að svara þessum spurningum og mörgum fleiri, því hómópatían er margþætt vísindagrein og á það skilið að við reynum að gera henni góð skil.

Líkami, hugur, tilfinningar
Við erum ein órjúfanleg heild. Líkami, hugur og tilfinningar. Nútíma vísindi hafa tilhneigingu til að búta náttúruna og manneskjuna niður í marga parta til að skilja og skilgreina. Þetta getur verið mjög gagnlegt. En getur líka verið takmarkandi. Heildræn meðferðarform njóta sívaxandi vinsælda einmitt vegna þess að við erum farin að sjá mikilvægi þess að horfa á manneskjuna í heild og sjá samspil allra þessara þátta. Læknavísindin eru sífellt meir að viðurkenna þetta sjónarmið og mikilvægi þess að fyrirbyggja í stað þess að vera alltaf að bæta það sem farið er að gefa sig. Heildræn meðferðarform bjóða upp á annað sjónarhorn á sjúkdóma og heilsu. Þar horfum við á þau einkenni sem líkaminn birtir sem mikilvæg skilaboð um það hvað hann þarf til að ljúka því sem hann er byrjaður á; að lækna sig sjálfur. Það er líklegt að í framtíðinni verði meiri og meiri samvinna á milli þessara tveggja sjónarmiða.

5415532271_9b2a7ab693Að meðhöndla líkt með líku
Þetta er eitt af grundvallarlögmálum hómópatíunnar. Nútímalæknisfræði byggir á því að lækna með andstæðum. Okkur eru gefin blóðþrýstingslækkandi lyf ef blóðþrýstingurinn fer upp og deyfing við sársauka. Þegar líkaminn bregst við þessu nýja utanaðkomandi áreiti með því að reyna að skapa mótvægi annars staðar þá koma aukaverkanir. Og þá eru okkur stundum gefin önnur lyf við þessum nýju einkennum. Hómópatían hefur annað sjónarhorn á einkennin sem líkaminn birtir. Í stað þess að reyna að vinna á móti einkennunum vinnum við með þeim.

Lögmálið “að meðhöndla líkt með líku” hefur þekkst í margar aldir. Öll efni hafa áhrif á okkur. Samuel Hahnemann, upphafsmaður hómópatíunnar uppgötvaði um 1800 að t.d. efnið kínín sem þá var notað til að lækna malaríu, veldur malaríueinkennum hjá heilbrigðri manneskju. Hann komst síðan að því að þetta gildir um öll efni. Við þekkjum flest einkennin sem kaffi veldur. Remedían Coffea, sem er búin til úr kaffi er notuð til að meðhöndla svipuð einkenni og kaffi veldur; höfuðverki, svefnleysi eins og til dæmis þegar barn getur ekki sofnað eftir of mikla örvun.

Líkaminn er alltaf að reyna að koma aftur á jafnvægi.
Einkennin sem við finnum eru merki um þessa tilraun líkamans. Dæmi um það er þegar við fáum hita með sýkingu – líkaminn hækkar hitastigið til að drepa bakteríur. Við köstum upp eða fáum niðurgang og þannig reynir líkaminn að hreinsa innyflin. Við fáum verk þar sem eitthvað er að – og þannig skilaboð um að hvíla þann líkamshluta.

Með því gefa líkamanum efni eða remedíu sem býr til eins einkenni og líkaminn er að tjá, ýtum við undir einkennin, hjálpum líkamanum að gera meira af því sem hann er þegar að gera sjálfur.
Remedía virkar ekki nema einkennin sem hún myndar séu lík eða eins og þín einkenni. Eins og lykill ýmist gengur eða gengur ekki að skrá – þannig er ekki hægt að vinna skaða með því að gefa ranga remedíu. Lykillinn skemmir ekki skrána þó hann gangi ekki að henni. Ef remedían og manneskjan eru nógu lík þá hefur sú fyrrnefnda yfirleitt mjög djúpstæð áhrif á almenna líðan manns.

Remedía er eins og mynd af manneskju
13224336_xxlMeð því gefa líkamanum efni eða remedíu sem býr til eins einkenni og líkaminn er að tjá, ýtum við undir einkennin, hjálpum líkamanum að gera meira af því sem hann er þegar að gera sjálfur.

Hvað er remedía? Hómópatar notast við efni sem eru þynnt út á ákveðinn hátt. Þessi efni eru ýmist tekin úr jurta-, dýra- eða steinaríkinu. Remedía er það orð sem íslenskir hómópatar hafa valið að nota. Orðið er tekið úr ensku  sbr. “remedy”. Hver remedía hefur sinn “persónuleika”. Hlutverk hómópatans er að finna remedíu sem veldur líkum einkennum og einstaklingurinn er að lýsa.

Það eru engir tveir eins. Tvö börn með eyrnabólgu geta verið mjög ólík:  Annað þeirra öskrar af reiði og vill ekki láta koma nálægt sér á meðan hitt barnið er grátgjarnt og vill stöðugt láta halda á sér. Annað barnið gæti verið stöðugt að biðja um vatn á meðan hitt barnið neitar að drekka.
Það er því ekki til remedía við hálsbólgu, eyrnabólgu, exemi eða háum blóðþrýstingi. Remedían þarf að mynda “samhljóm” við alla manneskjuna. Hómópatía fæst ekki við að meðhöndla sjúkdóma heldur manneskjur. Við getum sagt að hún meðhöndli fólk sem hefur týnt samhljómnum og vill finna sinn eigin grunntón.

Smáir skammtar
9764574_xxlEitt af því sem gerir hómópatíuna svo öruggt meðferðarform sem raun ber vitni er að efnin sem notuð eru, eru þynnt út og hrist á ákveðinn hátt. Þetta kallast að “pótentisera” eða magna efnið. Þegar efni eru þynnt út á þennan hátt virðist fingrafar eða mólekúlauppbygging efnisins sitja eftir í vatninu og lausnin virkar áfram eins og efnið væri til staðar.

Þegar við reynum að útskýra hvernig smáir skammtar virka getur verið ágætt að taka tónlist sem dæmi. Það er almennt þekkt í tónlist að þegar við spilum nótuna “C” á píanó þá hljóma með henni aðrar “C” nótur á píanóinu. Jafnvel á öðru píanói í öðrum enda herbergis, þá hafa aðrar “C” nótur enn sama næmið fyrir “C” endurhljómuninni. Í tónfræði (og eðlisfræði) er til lögmál sem sýnir fram á að tveir hlutir hljóma saman bara ef þeir eru “líkir”. Hómópatísk remedía er valin ef hún er “lík” heildareinkennum einstaklingsins. Ef remedían er nógu “lík” manneskjunni þá er sú síðarnefnda ofurnæm fyrir efninu. Þannig að svona smáir skammtar geta verið að virka út frá einhvers konar líffræðilegum samhljóm.

Lækningarmáttur líkamans
dropi-a-bladiAf hverju smitast bara sumir en ekki aðrir þegar flensa er í gangi? Hver var aðdragandinn?  Af hverju sum börn eru veik frá fæðingu og önnur hraust.  Oft veikist fólk í kjölfar mikils álags eða breytinga – á loftslagi eða aðstæðum.  Við fæðumst með missterkan grunn. Sumir geta farið illa með sig alla ævi og haldið sæmilegri heilsu samt og aðrir virðast lítið þola til að fara úr jafnvægi.

Hómópatía gerir skýran greinarmun á krónískum eða langvarandi einkennum og akút – eða bráðaeinkennum. Þau fyrrnefndu eru merki um tilraun líkamans til að verja sig gegn nýtilkomnu álagi eða sýkingu. Þau síðarnefndu lýsa endurteknum, misheppnuðum tilraunum líkamans til að koma aftur á heilbrigðu ástandi. Þegar einkennin hafa staðið stutt þá tekur yfirleitt styttri tíma fyrir líkamann að rétta sig af. Það fer þó eftir því hversu mikla orku manneskjan hefur til að varpa af sér meininu.

Hvernig metum við “bata” fólks? Í heildrænni meðferð er horft á heilsu út frá mun breiðara sjónarhorni en því hvort við erum veik eða ekki. Bætt heilsa er því ekki síður aukin vellíðan – ekki bara líkamlega heldur líka tilfinningalega, andlega og hugarfarslega. Það skiptir miklu máli fyrir bætta heilsu að geta brugðist við óvæntum aðstæðum – hvort sem það eru bakteríur í loftinu eða óvænt áfall. Veikindi út frá þessu sjónarhorni byrja því löngu áður en einkennin birtast.

esferaBörn eru yfirleitt fljót að leysa úr málunum og lagast yfirleitt tiltölulega fljótt af kvillum eins og eyrnabólgu, magakveisu og jafnvel síendurteknum veikindum. Sorg, aðlögun vegna nýs systkinis eða bara veikindi sem aldrei jöfnuðu sig alveg geta orðið að krónísku vandamáli sem getur birst á óteljandi vegu. Stundum getur barnið þurft aðstoð við að finna aftur sitt eðlilega sjálf.

Fullorðið fólk er oft aðeins lengur að rétta sig af ef ójafnvægi hefur myndast. Ef við höfum litla orku eða höfum verið lengi á lyfjum þarf oft að fara rólega af stað til að líffærin og orkan nái sér upp á sínum hraða.

Að muna hver við erum
Hómópatía er eins og áður sagði leið til að virkja líkamann til að lækna sig sjálfur. Í þessu samhengi á “líkaminn” við manneskjuna í heild. Það getur verið nauðsynlegur hluti af hómópatískri meðferð að breyta lífsstíl og mataræði til að meðferðin beri varanlegan árangur. Hlutverk hómópatans er fyrst og fremst að vekja okkur til meðvitundar um hvar við stöndum, hvenær við fórum út af leiðinni og hvaða leið við þurfum að fara til að finna hana aftur. Leiðina þurfum við að fara sjálf. Það gerir hvorki remedían né hómópatinn. Remedían getur hjálpað okkur að muna hver við erum. Við vitum sjálf hvað er okkur fyrir bestu og hvað við þurfum til að vera ánægð og hamingjusöm.