Heilandi viska ayurveda og jóga

Klippt-3Helgarnámskeið. Hentar bæði vönum og óvönum.

Kennari er Guðrún Arnalds – Darshan

Líkamsgerðin þín og jóga – lærum að lifa í takti við náttúruna og við okkar eigin líkamsgerð. Kundalini jóga og ayurveda – systurvísindi jógafræðanna fléttuð saman í innri upplifun og fræðslu.

Á námskeiðinu ætlum við að fjalla um:

  • Heilbrigt mataræði og það hvernig meltingareldurinn tendrar góða heilsu
  • Líkamsgerðirnar þrjár – Vata, pitta og kaffa
  • Hvernig við getum notað mat, krydd og jurtir fyrir meltinguna og heilbrigt líf
  • Hvernig jóga getur hjálpað þér að skapa nýjar venjur sem skapa þér heilbrigði og lífsgæði
  • Leiðir til að rækta með þér heilbrigt ónæmiskerfi, öflugt taugakerfi og innkirtlakerfi í gegnum iðkun Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan

Jóga getur stutt okkur í því að velja það sem nærir okkur í stað þess að leyfa huganum að ráða. Regluleg hugleiðsla er frábær leið til að hafa áhrif á venjur okkar.

Ayurveda þýðir “vísindin um verundina”. Þetta eru systurvísindi jógafræðanna sem kenna okkur leiðir til að lifa í takti við náttúruna og okkar eigin líkamsgerð. Við erum ekki öll eins að upplagi og það getur verið mjög gagnlegt að þekkja eigin líkamsgerð og læra hvað það er sem eflir okkar vellíðan og innri styrk.

Það kennir okkur að skuldbinda okkur til þess að gefa okkar eigin æðstu vellíðan – tíma og orku.  Og að gera þetta á afslappaðan hátt – skref fyrir skref – á okkar eigin hraða – einföld, aðgengileg og skemmtileg leið til að halda 100% heilsu. Við hlustum stöðugt á umhverfið – á þarfir annarra og gleymum að hlusta á hvernig okkur líður.  Í vinnunni – heima.  “Jafnvel dýpsti brunnur þornar upp einn daginn ef þú tekur stöðugt úr honum vatn.” (indverskur málsháttur)

“Þegar mataræðið er rangt þá er ekki til neins að gefa meðal. Þegar mataræðið er rétt þá er meðal óþarfi. “   Gamall “Ayurvedískur” málsháttur

Nýleg rannsókn sýnirskortur á hreyfingu og lélegt mataræði er önnur stærsta dánarorsök í heiminum auk þess að ýta undir streitu og vanlíðan. Við getum haft mikil áhrif á líf okkar og starfsorku í gegnum þessa tvo þætti. Auk þess að hreyfa við orkunni og styrkja líkamann gefur jóga okkur aðgang að dýptinni innra með okkur og kennir okkur að slaka á og njóta. Í gegnum það að rækta sambandið við okkar innri mann getum við nálgast þennan hluta af okkur sem gerir okkur sterk, einbeitt, heil og sæl. 

Það eru margar tegundir af upplifun, en það er aðeins ein leið til að nálgast sína æðstu vitund; að lifa í takti við náttúruna og það æðsta í sér.  Það er engin önnur leið.  Allar aðrar leiðir verða bara eitthvað hálfkák,  En um leið og þú ákveður að “hvað sem gerist ætla ég eð gefa mig á vald réttlætis innra með mér”, þá áttu eftir að finna hvernig allar dyr fara að opnast og allt fer á sinn stað.”  Yogi Bhajan

DSC00531Kennari er Guðrún Arnalds – Darshan, hómópati, jógakennari og styðjandi leiðsögumaður á leið til heilbrigðs og hamingjusams lífs.