Djúpslökun og Gong

Grænn og græðandiNámskeið með áherslu á að endurnærast og kynnast töfraheimum hugleiðslu og kyrrð hugans.

Fimmtudaga kl 19.15 – 20.15. Kennari: Guðrún Darshan.

Skráning: Skráningarskjal

Nánari upplýsingar: gudrun@wp.andartak.is / 8962396

Á þessu námskeiði ætlum við að njóta þess að vera leidd inn í djúpa og endurnærandi slökun og gefum þannig líkamanum færi á að græða sig sjálfan og finna farveg fyrir orkuflæði þar sem stíflur hafa myndast.Við byrjum tímann á mjúkum teygjum og förum síðan í langa slökun og endum á Gong baði. Námskeiðið er ætlað bæði fyrir vana og óvana.

Jóga nidra hugleiðsla er mjög öflug ævaforn hugleiðsluaðferð sem er gerð liggjandi og þar sem við erum leidd á stað innra með okkur sem er á mörkum svefns og vöku, þar sem við getum endurnýjað kraftana og rifjað upp meðfæddan hæfileika okkar til að slaka á.

Gong slökun er tónheilun sem endurnærir taugakerfið og orkuflæði líkama og hugar. Það hjálpar okkur að hreinsa undirvitundina og losa um stíflur innra með okkur og opna fyrir innri kyrrð.

Iðkun á jóga nidra og gong baði:

  • Endurnærir og hreinsar líkamann og eykur þannig orku og einbeitingu
  • Hjálpar okkur að ná tökum á svefnröskunum, einkennum kulnunar, kvíða, þunglyndi og getur létt á líkamlegum kvillum og verkjum.
  • Eykur hæfileika okkar til að standast álag og streitu
  • Flýtir fyrir heilunarferli líkamans
  • Styður okkur í að breyta mynstrum sem halda aftur af okkur í lífinu

Birtingarmyndir streitu eru mismunandi og flest okkar glímum við afleiðingar streitu á einhverju sviði í lífi okkar. Langvarandi streita getur haft mjög djúpstæð áhrif á heilsu okkar og samskipti, hæfileikann til að einbeita sér og njóta lífsins. Hún getur orðið til þess að við gleymum því hvernig á að slaka á og vera til staðar hér og nú.

Regluleg iðkun á djúpslökun hefur reynst vel til að vinna gegn streitutengdum einkennum eins og svefnleysi, of háum blóðþrýstingi, kvíða og þunglyndi, höfuðverkjum, einkennum breytingarskeiðs og ýmis konar bólgutengdum einkennum í líkamanum..

Umsagnir af fyrri slökunarnámskeiðum:

Fuglar-á-flugi“Ég las pistil eftir Guðrúnu Darshan í vor um listina að slaka á. Hún talaði um að djúpt í okkur lægi spenna sem erfitt væri að ná til nema með djúpslökun og hugleiðslu. Þetta kveikti áhugann hjá mér svo ég skráði mig á námskeið hjá henni og fann fljótlega að það átti vel við mig. Jóga nidra hefur ekki bara hjálpað mér að ná meiri slökun og hugarró heldur einnig að byggja upp styrk til að mæta álagi og áreiti. Jóga nidra er líka árangursrík leið til að skerpa á því lífi sem ég vil lifa og leyfa mér að njóta þess til fulls”
Dagur Hilmarsson

“Þegar ég skráði mig á námskeiðið hjá Guðrúnu, yoga nidra slökun var ég búin að prófa þó nokkur námskeið í þessum fræðum. Ég var í sjálfsleit og hjálp eftir innri ró eftir mjög erfitt ár bæði  tilfinningalega og andlega.
Það eru einhverjir töfrar sem leggjast yfir mann á þessu námskeiði, ókunnur hópurinn virkaði samstilltur frá fyrsta tíma og það fer hæfilegur tími í yoga og nægur tími til slökunar (þetta er ekki svona ,,og svo er smá slökun í endann námskeið,,.)
Leidd slökun hjálpaði mér að finna raunverulega fyrir því hvernig ég get stýrt sjálfri mér inn í slökun og ég held að það sé vegna þess að það er nægur tími til æfinganna. Mönturnar eru líka gott leiðarljós sem ég nota þegar ég þarf á innri ró að halda og minna mig á að ég er hluti af stærra samhengi. Mér líður svolítið eins og ég hafi andað í fyrsta sinn í langan tíma og þar sem ég vinn með börnum á grunnskóla aldri m.a. með slökun fyrir börn með kvíða þá hef ég getað nýtt öndunaræfingarnar í starfi mínu með börnunum og það er frábært.

Guðrún býr yfir þessari töfrablöndu með hugarró en staðfestu sem fæ mann til að vilja ná árangri með sjálfan sig, á sínum eigin forsendum. Kærar þakkir fyrir mig.”
Íris Arnardóttir – náms og starfsráðgjafi

Nánar um jóga nidra og gong

Jóga nidra er hugleiðsla sem gerð er liggjandi og sem leysir úr læðingi heilunarmátt líkamans í gegnum djúpa slökun niður í þetta ástand sem við þekkjum svo vel milli svefns og vöku. Jóga nidra gefur líkamanum færi á að endurnýjast og leiðrétta þannig áhrif streitu. Þessi áhrifaríka tækni sameinar jákvæð áhrif hugleiðslu og slökunar – auk þess sem við getum búið okkur til ásetning sem vex og dafnar innra með okkur og birtist smám saman í lífi okkar. Eins og að sá fræi í vitundina og leyfa honum að vaxa upp og blómstra í lífi okkar.

Gong hugleiðsla er tími með okkur sjálfum, til að endurnærast, finna kyrrðina hið innra og hlusta á sálina. Tími til að hlusta, finna aftur taktinn innra með okkur og gefa heiminum fyrir utan frí á meðan. Hún kennir okkur að styrkja hlutlausa hugann svo við getum betur valið viðbrögð okkar og haldið í æðruleysið þegar á móti blæs. Hugleiðsla er eins og að fara í bað, hún hreinsar undirvitundina, beinir athygli okkar inn á við, inn í andartakið og færir okkur frið.