Einkatímar / ráðgjöf

Einstaklingsmiðuð ráðgjöf, heildræn heilsa, hlustaðu á þína innri veröld

Ertu á krossgötum?

  • Viltu fá stuðning til að finna jafnvægi og blómstra í lífinu?
  • Ertu að glíma við heilsufarslegt ójafnvægi sem háir þér í lífinu?
  • Hvert viltu stefna?
  • Glímir þú við vanda varðandi tilfinningar eða samskipti?
  • Áttu erfitt með að slaka á?
  • Viltu fá stuðning við að koma þér upp lífsstíl sem þjónar þér og styður í lífinu?

6222773_xlEinkatímar og heildræn ráðgjöf sniðin að þínum þörfum

Eins og mörg ykkar vita hefur Andartak flutt námskeiðahald sitt úr Hamraborginni yfir í Bústaðakirkju. Ég er þakklát fyrir það að þrátt fyrir flutningana hafa „fastagestirnir“ haldið tryggð við námskeiðin og nýir hafa jafnframt bæst í hópinn.

Í Bústaðakirkju er hins vegar ekki rúm fyrir þá einstaklingsmiðuðu ráðgjöf og meðferð sem ég hef boðið upp á samhliða hóptímunum með jóganámskeiðunum. Þak yfir þann hluta starfseminnar er að Ránargötu 18 þar sem góður hópur sjálfstæðra meðferðarráðgjafa starfar.

Ég hef í gegnum árin viðað að mér margvíslegri þekkingu sem ég hef miðlað áfram í einkatímum. Enda þótt sérhæfing í einstökum meðferðarúrræðum sé ávallt góð og dýpki bæði þekkingu og reynslu hef ég um langt skeið, e.t.v. vegna eðlislægrar forvitni minnar, komið víða við í öflun menntunar. Skemmtilegast af öllu finnst mér síðan þegar ég sé tækifæri til þess að vinna með sama einstaklingnum eftir ólíkum leiðum og nýta hverju sinni það sem innsæi mitt telur best henta stund og stað.

Á undanförnum árum hef ég t.d. boðið upp á einkatíma í jóga, jógaþerapíu og jógískri ráðgjöf, stundum með áherslu á teygjur og losun, stundum með hugleiðslu og stundum með heildrænni ráðgjöf varðandi lífsstíl og mataræði eða með stuðningi við að hlusta inn á við og finna hver eru næstu skref. Og oft allt þetta í senn. Ég hef einnig boðið fólki upp á bowen meðferð sem oft getur skilað ótrúlegum árangri við líkamlegum óþægindum, öndunarvinnu þar sem áhersla er lögð á að opna fyrir flæði og tengjast tilfinningunum og sömuleiðis hef ég í langan tíma starfað sem hómópati. Nú síðast hef ég lokið námi í markþjálfun sem nýst getur fólki á ótal marga vegu í andlegum og veraldlegurm verkefnum sínum.

Heildræn meðferð fyrir konur og börn er á meðal þess sem ég hef sinnt í áratugi – konur sem sækjast eftir stuðningi við að verða barnshafandi, barnshafandi konur, konur með ýmis hormónatengd vandamál. Konur og karlar sem eru að vinna úr tilfinningalegum málum, börn með eyrnabólgur og önnur vandamál eins og athyglisbrest. Um þessar mundir beini ég sjónum mínum í vaxandi mæli að því að veita ráðgjöf til þeirra sem glíma við ófrjósemi auk þess að veita stuðning og hvatningu til þeirra sem vilja hlusta á rödd hjartans, blómstra á eigin forsendum og lifa skapandi lífi – lífi í jafnvægi.

Ég geri nánari grein fyrir þessum helstu stuðnings- og meðferðarleiðum mínum hér fyrir neðan en hvet þig lesandi góður til þess að fá nánari upplýsingar með því að hafa samband á andartak@wp.andartak.is eða hringja til mín í síma 896 2396. Kannski finnum við út að viðfangsefnum þínum sé betur borgið annars staðar. Ég er samt vongóð um að í flestum tilfellum finnum við leiðir til þess að ná góðum árangri saman.

Allar aðferðirnar sem ég styðst við eiga það sameiginlegt að byggja á heildrænni hugsun og leiðum til að koma aftur á jafnvægi á líkama og huga, að virkja náttúrulegan lækningamátt líkamans, að skoða hvar eru stíflur, að hlusta á lífið og hvert það vill fara næst, að efla lífsorkuna og finna henni farveg á ný.

Hér eru nokkrar þeirra aðferða sem ég styðst við:

Fókusing: Fókusing

Hómópatía: Hómópatía

Bowen: Bowen meðferð

Markþjálfun: Markþjálfun

Jógísk ráðgjöf: Jógísk ráðgjöf

Jógísk talnaspeki: Talnaspeki

Líföndun: Líföndun

Jógaþerapía, djúpslökun og heilun: Jógaþerapía, djúpslökun og heilun

Þeir hópar sem ég hef mest stutt í gegnum tíðina:

Börn og unglingar: Börn og unglingar

Konur: Konur

Konur og ófrjósemi