Jógaþerapía og markþjálfun

droplet-of-water-300-x-225Lífsstíll og mataræði sem hentar þér og þinni líkamsgerð. Við skoðum í sameiningu einfaldar breytingar sem þú getur gert, eitt skref í einu til að skapa meiri vellíðan og gleði í lífinu. Þetta geta verið öndunaræfingar, jóga, hugleiðsla, mataræði, dagleg rútína, næstu skref í lífinu, úrvinnsla tilfinninga eða annað sem við finnum út í sameiningu. Í stað þess að hugsa um það sem þú vilt ekki getum við sett fókusinn þangað sem þú vilt vera.

Streita er rótin að flestum þeim vandamálum sem við glímum við í dag, hvort sem um er að ræða vandamál sem tengjast huga, líkama eða tilfinningalífi. Við erum flest að glíma við einhvers konar venjur sem styðja okkur ekki í daglegu lífi. Óheilbrigðar venjur eru nátengdar streitu. Ef við viljum ná árangri og skapa okkur heilbrigðari venjur þurfum við að skoða hvernig streita birstist í lífi okkar og finna leiðir til að lifa betur með álagi.

Í starfi mínu styðst ég við visku jógafræðanna og ayurveda. Ég nýti mér auk þess verkfæri markþjálfunar og hómópatíu ef þörf krefur. Ég er með stóra verkfærakistu og tíni upp úr henni þau verkfæri sem mér finnst eiga við hverju sinni í samráði við þá sem til mín leita.

Tímapantanir:

andartak@wp.andartak.is / Guðrún s: 8962396