Hugleiðsla fyrir gleði

Gleðin er svo mikilvæg fyrir alla heilsu og vellíðan. Hún vill gleymast í álaginu. Gleði er best þegar hún kemur innan frá. Þegar við erum nærð og í sambandi við okkar innsta kjarna þá kemur gleðin af sjálfu sér. 

Hugleiðslunámskeið á netinu. Hefst miðvikudaginn 4. nóvember. Einu sinni í viku á miðvikudögum kl 18.50. Kennari Guðrún Darshan

Á þessu námskeiði ætlum við að skoða mismunandi form af hugleiðslu og leiðum til að endurnærast og tengjast gleðinni hið innra. 

Tilvalið fyrir þá sem vilja geta notið þess að fá leiðsögn við hugleiðslu heima í stofu og eiga aðgang að stuðningshóp. Ekki síst þá sem búa úti á landi.

Við hittumst vikulega og sækjum okkur næringu innra með okkur, hver heima hjá sér en samt saman sem hópur. 

Bæði fyrir vana og óvana hugleiðendur.Gott tækifæri til að koma sér upp aðstöðu heima til að eiga nærandi stund og styrkja sambandið við innra sjálfið. Þátttakendur fá stuðning við að koma sér upp reglulegri hugleiðsluiðkun heima. 

Áhersla verður lögð á hugleiðslu og endurnærandi öndun. Við kynnumst mismunandi formum af hugleiðslu og möntrum. Við kynnumst aðferð sem heitir Focusing sem styður okkur í að hlusta á okkur sjálf. Og við gerum orkugefandi öndunaræfingar, léttar jógaæfingar og teygjur til að hreyfa orkuflæðið í byrjun hvers tíma. 

Hugleiðsla er leið til að hreinsa undirvitundina,styrkja hlutlausa hugann og finna jafnvægi í daglegu lífi.

Verð: 15.000. Hægt er að skipta greiðslum.
Skráning: Skráningarskjal

Fyrir flesta getur verið erfitt að setjast niður og kyrra hugann. En hugleiðsla getur líka verið auðveld og skemmtileg. Við kynnumst formum af hugleiðslu sem eru aðgengileg fyrir vana jafnt sem óvana.

Umsagnir af fyrri námskeiðum: 

Ég mæli með hugleiðslunámskeiðinu hjá henni Guðrúnu í Andartaki fyrir alla sem vilja kynna sér hugleiðslu eða fá innblástur til að halda áfram. Það er alls ekki einfalt mál fyrir alla að setjast niður, slaka á byrja að hugleiða, jafnvel þó maður lesi um allskonar ávinning af því. Á námskeiðinu eru kynntar til sögunnar margskonar hugleiðslur. Við lærum öndunaraðferðir, hlustum / kyrjum möntrur, gerum ýmsar æfingar og Guðrún miðlar þekkingu sinni á einstakan hátt. Það hefur ekki breytt miklu að við höfum fært okkur yfir í zoomheima. Það er einmitt áskorun að útbúa hugleiðsluhorn heima hjá sér, fá svo leiðsögn og samveru. Halda áfram að hugleiða t.d. á hverjum degi í 40 daga og finna breytinguna sem verður. Elín G. Helgadóttir

Ég hef tekið tvö hugleiðslunámskeið hjá Andartaki frá því í janúar og get ekki hugsað mér annað en að halda áfram. Að læra og átta sig á hvað ôndun spilar stóran sess í almennri vellíðan og til að halda jafnvægi í daglegu amstri skiptir mig miklu máli eins og ég hef lært það á þessum námskeiðum. Það er dýrmætt að læra og reyna að temja sér hvernig öndun og hugleiðsla tengist inní líffæri okkar og þessi æfing að geta slökkt á þeytivindu hugans eitt augnablik og bara verið núna. Allt verður einhvernvegin einfaldara. Það er mitt markmið í framtíðinni því ég trúi að þetta fleyti manni langt. Elma Bjarney Guðmundsdóttir, klæðskeri 

“Fólk lítur yfirleitt á það sem kraftaverk að ganga á vatni eða í loftinu. Ég held að mesta kraftaverkið sé hvorki að ganga á vatni né í loftinu heldur það að ganga á jörðinni. Á hverjum degi erum við þátttakendur í kraftaverki sem við erum ekki einu sinni meðvituð um, blár himinn, hvít ský, græn lauf, svört, forvitin barnsaugu eða þín eigin augu. Allt er kraftaverk.” Thich Nhat Hanh

Gleði er ekki eitthvað sem kemur fyrir okkur. Við verðum að velja gleði og halda áfram að velja hana á hverjum degi.” Henri Nowen.

Verð: 15.000. Hægt er að skipta greiðslum.
Skráning: Skráningarskjal