Kitchari – pottréttur

images-4MUNGBAUNIR OG HRÍSGRJÓN MEÐ GRÆNMETI – FYRIR FJÓRA

Þessi réttur er fullkominn próteingjafi, auðmeltanlegur og saðsamuri.  Hann hentar á hvaða árstíma sem er en er sérstaklega góður vetrarréttur eða við að ná bata eftir veikindi.

Hægt er að nota hvaða grænmeti sem er, t.d. gulrætur, zucchini, sellerí.

Mung baunir fást heilar í heilsubúðum. í austurlenskum búðum – td búðinni við hliðina á Nings er hægt að fá klofnar mungbaunir sem eru alls ekki síðri. Þær eru fljótari að sjóða en heilar mungbaunir og aðeins auðmeltari.

4,5 bollar vatn

½ bolli mung baunir

½ bolli basmati hrísgrjón

¼ bolli engiferrót, smátt söxuð

1 laukur, smátt skorinn

3 hvítlauksrif, söxuð

3 bollar saxað grænmeti

2 msk (40 ml) ghee (skýrt smjör) eða grænmetisolía

¾ tsk turmerik

¼ tsk mulinn rauður chili

¼ tsk malaður pipar

½ tsk malað kóríander

½ tsk malað garam masala

½ tsk malað cumin (ekki kúmen)

½ tsk kardimommufræ  (2 fræ/belgir)

1 lárviðarlauf

Hitaðu vatn í potti. Skolaðu mungbaunirnar og settu út í vatnið. Sjóða þar til baunirnar byrja að springa (um 30 mín). Ef þú notar heil basmati hrísgrjón, sjóddu þau þá með baununum (í um 30 mín) en ef þú notar hvít basmatigrjón geturðu bætt þeim út í eftir hálftíma. Flysjaðu og skerðu niður engiferrót, lauk og hvítlauk. Bættu út í baunir og hrísgrjón. Sömuleiðis grænmetið.

Hitaðu ghee í lítilli pönnu á meðalhita. Bættu út í það kryddinu og láttu það krauma í 30 sek og hrærðu í. Bættu út í mungbaunirnar og grjónin. Láttu þetta sjóða þar til allt er vel soðið og orðið mjúkt. Bættu út í salti eða td Bragg Aminos eða Tamari sojasósu eftir þörfum. Matreiðslutími er um 1 ½ tími.