Jógate

imagesUppskriftin byggir á ævafornum vísindum Ayurveda. Það er gott fyrir blóðið, taugakerfið og beinin. Einnig fyrir kvef, flensu og líkamlegan slappleika. Og fyllir húsið af góðum ilmi.  Uppskrift fyrir einn bolla:

300 ml vatn
2 sneiðar fersk engiferrót (má sleppa)
3 negulnaglar
4 græn kardimommufræ, mulin
4 svört piparkorn
½ kanilstöng
¼ tsk svart te (tepoki)
½ bolli (125 ml) mjólk eða samsvarandi
Hunang eftir smekk

Sjóðið vatnið og bætið við kryddi. Setja lok á og sjóða í amk 10-15 mín.  Og gott að sjóða lengur 1/2 tíma – 1 1/2 tíma.  Taka af hitanum og bæta við svörtu tei, láta standa í 1-2 mín.  Bæta við hunangi og mjólk, láta suðu koma upp og taka af hitanum.  Sía og reiða fram. Þessi uppskrift er fyrir einn bolla.

Fyrir meira magn má nota hlutfallslega minna af kryddi:
2 lítrar af vatni: 20 kardimommufræ, 20 piparkorn, 15 negulnagla, 3 kanilstangir, 8 sneiðar af engiferi, 1 msk svart te.