Sumarhugleiðsla fyrir fegurð, flæði og frið

Langar þig að hugleiða heima í sumar með stuðningi? Ég býð þér að taka þátt í hugleiðsluferðalagi með mér yfir sumarmánuðina. Dagleg hugleiðsla er gott akkeri að hafa í annríki dagsins, hvort sem er heima eða á ferðalagi. Hún gefur okkur færi á að hlaða batteríin, að finna friðsæld og koma heim til okkar sjálfra aftur og aftur. 

Hugleiðslan sem við gerum er mjög aðgengileg fyrir óvana og um leið djúp iðkun hvort sem er fyrir vana eða óvana. Hún byggir á nærandi öndunaræfingu og notalegum möntrusöng. Þú getur valið lengd hugleiðslunnar allt frá 4 – 31 mínútu. Þú getur hugleitt hvar sem er: Úti eða inni, úti í skógi, í bílnum, inni í tjaldi, uppi í rúmi, á púða á gólfinu eða á stól. Hugleiðsla er mjög nægjusöm með pláss. Það er hægt að gera hana með fjölskyldu, maka, vini eða einn með sjálfum sér. 

Á sumrin höfum við tilhneigingu til að sleppa okkar venjulegu rútínu, haga seglum eftir vindi og grípa sólina þegar hún gefst. Dagleg hugleiðsla gefur mér ákveðna reglu í óreglunni, stund með sjálfri mér og stundum gæðastund með manninum mínum, mömmu eða systur minni. 

Dagleg hugleiðsla hefur svo ótrúlega marga kosti. Ef þú hefur reynsluna þá veistu um hvað ég er að tala. Rannsóknir hafa sýnt að það er ekki lengd hugleiðslunnar sem skiptir aðalmáli heldur hversu oft og reglulega við hugleiðum. Hugleiðsla í 3 mínútur hefur mjög djúp áhrif ef hún er gerð daglega. 

Áhrif af því að hugleiða daglega

  • Dregur úr áhrifum streitu 
  • Jákvæð áhrif á streitutengda kvilla eins og of háan blóðþrýsting, hjartavandamál, meltingarvandamál, höfuðverki, þunglyndi og kvíða
  • Aukin friðsæld og jafnaðargeð. Við getum betur valið viðbrögðin okkar
  • Ver heilann gegn áhrifum öldrunar
  • Gefur skýran fókus og bætir athyglisgáfuna

Rannsóknir sýna að dagleg iðkun hugleiðslu eykur almennt gæði lífsins og hefur langtímaáhrif á tilfinningalega og líkamlega heilsu. Rannsóknir sýna einnig að dagleg hugleiðsla hefur sömu áhrif og lyf gegn þunglyndi, kvíða og öðrum tilfinningalegum vandamálum. 

Uppspretta hamingjunnar er ekki fyrir utan okkur. Við njótum þeirrar gleði sem ytri aðstæður geta gefið okkur ef við finnum hamingjuna innan frá. Hugleiðsla þjálfar hugann í að dvelja ekki í fortíðinni eða velta sér upp úr framtíðinni, heldur setjast inn okkur sjálf og sjá fegurðina í kring um okkur, í því sem er. 

Innifalið:

  • Myndband með kynningu á sumariðkuninni
  • Hugleiðslumyndbönd  til að velja úr og nota þegar þú hugleiðir
  • Hægt er að velja um upptöku sem er 3, 6, 11, 19, 25 eða 31 mínúta
  • Stutt jógaiðkun til að fylgja þá daga sem þú hefur nægan tíma. Þú getur valið um 10 og 25 mínútur allt eftir því hvað þú hefur góðan tíma.
  • Blað til að prenta út og telja dagana í hugleiðslu og skjal með lýsingu á hugleiðslunni 
  • Þú átt síðan efnið áfram og getur nýtt þér það eins og þú vilt.

Skráning: Skraningarskjal