Mildi og mýkt

Námskeið með áherslu á að nærast og njóta. Mjúkar teygjur, endurnærandi jóga, djúp slökun og hugleiðsla

Sex vikna námskeið hefst fimmtudaginn 27. október. Fimmtudaga kl 19.15-20.15. Tímarnir fara fram í Bústaðakirkju. Einnig er í boði að taka þátt í gegn um netið úr stofunni heima. Tímarnir eru teknir upp og hægt að fylgja upptöku

Tilvalið fyrir alla sem elska að fara í rólegt og mjúkt jóga og góða slökun. Tækifæri til að næra andann í amstri hversdagsins.

Hentar vel þeim sem eru að glíma við þreytu, streitu og álag og vilja endurheimta orkuna sína og læra að slaka betur á. Líka tilvalið fyrir þá sem þurfa að fara varlega, td þá sem eru að ná sér eftir veikindi eða kulnun og eiga erfitt með kraftmeiri jógatíma. 

Námskeiðið innifelur:

  • Mildar jógaæfingar sem hafa það markmið að opna fyrir orkuflæði, teygja á líkamanum og losa um streitu
  • Öndunaræfingar, sem endurnæra, róa hugann og styrkja taugakerfið
  • Hugleiðsla sem styður okkur í að hreinsa hugann og tengja við eitthvað stærra og víðara en okkur sjálf
  • Gongslökun, tónheilun sem endurnærir taugakefið og orkuflæði líkama og hugar.
  • Hugleiðingar um sjálfsmildi og leiðir til að höndla betur sjálfsgagnrýni

Kærleikur og mildi til okkar sjálfra gefur okkur friðsælt hjarta í gegnum storma lífsins.

Kennari er Guðrún Darshan: Ég hef kennt jóga í um 20 ár og hefur viðað að mér þekkingu og reynslu á sviði jóga og öðru því sem snýr að þroskaferðalagi manneskjunnar. Ég býð ykkur velkomin að koma og njóta með mér og kynnast því af eigin raun hvað jóga getur gert fyrir þig.  

Hægt er að velja um að mæta í kirkjuna og að taka þátt í gegn um Zoom. Tímarnir eru teknir upp og upptakan gerð aðgengileg eftir tímann. Þannig er hægt að iðka heima að vild á milli tíma.

Skráning hér: Skráningarskjal 

Verð: 19.000

Námskeiðið er samþykkt hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði