Börn og unglingar

TvöBörnÉg býð upp á heildræna meðferð fyrir börn og unglinga. Þar styðst ég við hómópatíu (sjá nánar um hómópatíu), bowen (lesa nánar), ayurveda (lesa nánar), markþjálfun (nánar) og djúpslökun og hugleiðslu fyrir börn (lesa um).

Börn eru í eðli sínu heilbrigðar og hamingjusamar verur – og fullorðnir auðvitað líka en börnin eru enn nær þessum eðlislæga kjarna sínum. Hlutverk okkar hinna fullorðnu er að gefa þeim rými til að vera þau sjálf – sem er ekki alltaf auðvelt 🙂


Heilbrigði barnsins hefst í móðurkviði.
Barnið nærist ekki bara á þeirri fæðu sem móðir þess lætur ofan í sig heldur líka tilfinningum móðurinnar og innra jafnvægi. Þess vegna er svo mikilvægt að móðirin hafi tækifæri til að hugsa vel um sig og nái að forðast mikið áreiti og álag. Streita er auðvitað óhjákvæmilegur hluti af lífinu og við getum bara reynt að gera okkar besta og styrkja okkur sjálf í að standast betur álag. Hugleiðsla á meðgöngu er mjög gagnleg bæði fyrir móður og barn. Hómópatía á meðgöngu er líka mjög áhrifarík og er í raun tvöföld meðferð – bæði fyrir móður og barn. Hægt er að vinna með þann jarðveg sem móðirin og barnið fá í arf og meðhöndla míasma – eða arfgengt ójafnvægi sem birtist í fjölskyldu barnsins og móðurinnar og sömuleiðis er hægt að vinna með ógleði og aðrar “aukaverkanir” sem geta komið upp á meðgöngu. Heildræn ráðgjöf varðandi mataræði og lífsstíl getur líka verið gagnleg á þessum dýrmæta tíma þar sem barnið er að byggja upp vefi og lífkerfi fyrir lífstíð og móðirin þarf að passa að halda sínu jafnvægi í gegnum þennan tíma. Bowen meðferð getur verið mjög gagnleg til að létta á líkamanum – bæði við bakverkjum sem oft fylgja meðgöngu og t.d. við grindargliðnun. Jógafræðin bjóða líka upp á mjög spennandi sýn á ferðalag móður og barns í gegnum meðgöngu og fæðingu. Greinar: Hómópatía á meðgöngu og í fæðingu, Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Stelpa_í_heystakkBörn eru orkumiklar verur og svara meðferð fljótt. Þau eru fljót að finna aftur sinn rétta tón ef þau eru minnt á hann og fljót að komast aftur upp á veginn ef þeim er beint í réttu áttina. Þetta er fyrst og fremst vegna þess að börn eru mjög orkumikil og því yfirleitt miklu fljótari að yfirvinna veikindi en við sem höfum kannski með aldrinum dreift orkunni í allar áttir.

Unglingar

Hómópatía er algerlega skaðlaus,veldur engum aukaverkunum og er þess vegna mjög örugg aðferð til að meðhöndla jafnt fullorðna sem börn. Oft er nóg að styrkja börn með því að koma jafnvægi á stofngerð þess (sjá grein um stofngerðir barna). Ef um er að ræða vandamál sem hefur verið langvarandi getur þurft að meðhöndla það sérstaklega. Hómópatía hefur reynst vel við tilfinningalegum og líkamlegum vandamálum eins og ofvirkni og athyglisbresti, sorg og missi, þunglyndi barna, svefnleysi, eyrnabólgum og endurteknum sýkingum ýmis konar, síendurteknum höfuðverkjum, útbrotum og meðslum svo eitthvað sé nefnt.

9631808_origMarkþjálfun er frábært tæki til að efla börn og unglinga. Til að kenna þeim að setja sér markmið og fylgja þeim eftir og efla þrautseigju hjá þeim. Markþjálfinn hjálpar þeim að finna áhugasvið sín, finna hvar hæfileikar þeirra liggja og láta drauma sína rætast. Með því að trúa á barnið / unglinginn og hjálpa honum / henni að finna sig í lífinu eykst sjálfstraust þeirra og um leið líðan.

Bowen meðferð er líka mjög gagnleg fyrir börn. Hún opnar fyrir orkuflæðið og getur gert mikið fyrir börn eins og fullorðna.

Djúpslökun og hugleiðsla. Hægt er að kenna börnum einfalda hugleiðslu og leiða þau í gegnum stutta slökun til að styðja þau í að slaka og njóta.

Tímapantanir

Til að panta tíma má senda tölvupóst á gudrun hjá andartak.is eða í s: 8962396