Kraftur og kyrrð

Kundalini jóga fyrir endurnýjun, orku og innri frið

4 vikna námskeið hefst fimmtudaginn 17. nóvember. Fimmtudaga kl 17.15

Kyrrðin í kraftinum og krafturinn í kyrrðinni. Lærðu að tengja við kyrrðina innra með þér og leysa kraftinn þinn úr læðingi. 

  • Glímirðu við eirðarleysi og streitu?
  • Ertu með stífar mjaðmir og bak? Þarftu að styrkja og liðka hrygginn?
  • Viltu finna aukinn stöðugleika í líkama og huga?
  • Nærandi öndunaræfingar, gongslökun og hugleiðsla. 

Á þessu námskeiði vinnum við í að styrkja líkamann með sérstaka áherslu á miðjuna. Við opnum mjaðmirnar, losum um spennu í líkama og huga og byggjum upp orku. Kundalini jóga hefur verið kallað jóga meðvitundar. Við gerum æfingar sem hjálpa okkur að tengja við innri kyrrð og stöðugleika. 

Við lærum leiðir til að vinna með líkamanum í stað þess að berjast gegn honum. Að tengja við og leysa orkuna okkar úr læðingi svo við höfum greiðari aðgang að henni. Þegar við tengjum við lífsorkuna á þennan hátt er það eins og að tengja við sólina innra með okkur. Hún er uppspretta að sjálfstrausti, krafti, gleði og sköpunarorku sem er okkur öllum eðlislæg. 

Í jóga er talað um naflann sem þungamiðju og orkuuppsprettu líkamans. Naflinn kennir okkur að beita líkamanum rétt. Sterkur nafli gefur aukinn stöðugleika á bæði huga og líkama. Við virkjum kraftinn í naflanum og fáum aðgang að honum fyrir verkefni lífsins. 

Námskeiðið hentar vel þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í jóga og líka þá sem hafa stundað jóga og vilja leggja áherslu á að styrkjast og byggja upp orku og upplifa innri kyrrð. 

Í hverjum tíma förum við í jóga, gerum öndunaræfingar, förum í slökun og endum á hugleiðslu. 

Eins og spírall sem vefst um nafla heimsins er þessi endalausi strengur sem tengir okkur öll við hinn mikla Uppruna. Ef ég villist get ég rakið mig eftir strengnum sem leiðir mig aftur að rótunum.” Wole Soyinka

Verð: 14.500

Skráning: Kraftur og kyrrð