Vökvaðu draumana þína

Undanfarin tvö ár hafa svo sannarlega verið áskorun fyrir okkur öll. Þau hafa kallað eftir bæði aðlögunarhæfni, þolinmæði og innri styrk. Og jafnvel nýjum aðferðum til að takast á við lífið. Þegar svona miklar umbreytingar verða í kring um okkur er mikilvægt að hafa skýra sýn á það hvað skiptir okkur máli svo við getum betur gefið því rými meðvitað. Þrátt fyrir að framtíðin sé óskýr er svo mikilvægt að við gefum okkur tíma til að láta okkur dreyma og skoða hvernig við viljum hafa hlutina. Burtséð frá ytri aðstæðum. 

Ég býð alla velkomna að taka þátt í námskeiði / vinnustofu á laugardaginn kemur þar sem við getum átt notalega stund saman. Jóga, hugleiðsla, slökun, innri hlustun, rými til að skoða þína framtíðarsýn og talan þín fyrir árið 2022.

Lækkað verð fyrir þá sem staðfesta skráningu fyrir miðvikudaginn 23. mars.  

Grasið er alltaf grænna þar sem þú vökvar það. Hvað vilt þú vökva í þínu lífi?

Nánar hér: Vökvaðu draumana þína

Comments are closed.