Bowen meðferð

hoja-onduladaBowentækni er bandvefslosunarmeðferð og er ekki sambærileg við neina aðra líkamsmeðferð sem stunduð er í heiminum í dag. Því er erfitt að skilgreina hana með venjulegum hugtökum. Hún er einföld, mjúk og áhrifarík og hefur vakið mikla athygli víðsvegar um heim.

Bowentæknin er aðallega græðandi meðferð og felst í röð mjúkra hreyfinga yfir vöðva, sinar og aðra mjúka vefi og losar spennu sem hefur byggst upp, líkamlega og eða andlega. Bowentæknirinn notar fingurna á ákveðin svæði og beitir mildum þrýstingi til þess að koma hreyfingu á vöðva og vefi. Við það fer í gang ferli í bandvef líkamans til að laga það sem í ólagi er og halda öllu í réttu jafnvægi.

Með bandvefslosunartækni er losað um spennu og við það verður verkjalosun og endurnýjun á orku. Bowentæknirinn meðhöndlar líkamann sem heild og áhrifin af meðferðinni eru mjúk og slakandi en um leið orkugefandi.

Hvernig hjálpar bowen mér?

Reynslan hefur sýnt að Bowen hefur gagnast vel við margs konar vandamálum. Meðal annars:

  • Verkjum í hálsi
  • bakverkjum
  • verkjum í öxlum, olnbogum og úlnliðum
  • verkjum í mjöðmum, hnjám og ökklum
  • íþróttameiðslum eða vinnutengdum meiðslum
  • vandamálum sem stafa af spennu
  • fyrir almenna slökun og jafnvægi líkamans
  • fyrir almenna heilsu og vellíðan

Tímapantanir: Til að panta tíma má senda tölvupóst á gudrun hjá andartak.is eða í s: 8962396

Nánar um Bowen meðferð

images-1Bandvefurinn

Bandvefurinn heldur líkamanum saman og er gríðarlega sterkt en misþykkt efni. Hann er alls staðar í líkamanum, umlykur öll líffæri, æðar, taugar, alla vöðva, tengir þá við bein og er fylliefni milli líffæra. Það sem er líka svo sérstakt við bandvefinn er að hann er heill / óslitinn frá hvirfli til ilja.

Það eitt hefur varpað fram þeirri spurningu hvort við séum með 600+ vöðva í líkamanum eða aðeins einn í 600+ slíðrum / pokum af bandvef.

 Hæfileiki heilans til úrvinnslu

Töfrarnir í bowen meðferð felast í því að við erum að vinna með hæfileika heilans til að vinna úr eigin vandamálum og skekkjum með réttum skilaboðum. Með því að örva ákveðna taugaenda sem aftur taka þátt í að spenna þá vöðva sem halda okkur í réttri stöðu. Þegar þetta samspil líkamans verður fyrir truflun til dæmis vegna líkamlegra meiðsla, rangrar líkamsstöðu, við tilfinningaleg áföll eða stöðuga streitu þá fylgja oft líkamleg einkenni í kjölfarið. Þetta geta verið bakverkir, stífleiki, meiðsli í liðum, höfuðverkir, asmi, ristilbólgur, þursabit og brjósklos svo eitthvað sé nefnt.

Bowen meðferð tengir heilann beint við svæðið þar sem vandinn er og gefur færi á að meta spennu í ákveðnum vöðva og vefjunum í kring um hann. Þegar líkaminn fær tækifæri til að hlusta og hvílast í næði finnur hann leið til að endurraða sér og finna jafnvægi.

Áhrifin af meðferðinni eru mjúk, djúp og slakandi. Allir þeir sem nota hana furða sig á áhrifamætti þessarar mjúku og einföldu meðferðar.