Vertu stærri en streitan

Nýtt 6 vikna námskeið:  Mánudaga kl 17.15. Námskeiðið er haldið í Bústaðakirkju. Einnig er hægt að taka þátt í gegn um netið. Hver tími er tekinn upp svo hægt er að iðka heima að vild á milli tíma.

Öndun, líkamlegar æfingar og hugleiðsla sem hjálpa líkamanum að losa um spennu, draga úr kvíða og auka innri vellíðan. Við vinnum í að styrkja tauga-, innkirtla og ónæmiskerfi og auka samhæfingu þeirra. Árangurinn er bættur svefn og aukinn  hæfileiki til að takast á við streitu á jákvæðan og uppbyggjandi hátt.  

 Á námskeiðinu skoðum við hvernig við getum aukið lífsorku og gleði, ræktað með okkur kyrrð, hugrekki og seiglu og þannig orðið stærri en streitan. 

Nánar hér: Vertu stærri en streitan

Lífið er alltaf tilbúið í næsta skref

Breytingar eru óhjákvæmilegur hluti af lífinu. Við erum alltaf að takast á við breytingar. Stórar og smáar. Veðrið sem er sífellt að skipta um ham. Nýtt líf sem fæðist. Börnin okkar þroskast og stækka og verða að tilfinningaríkum unglingum. Við horfum á þau flytja að heiman og tökumst á við tómarúmið sem fylgir áður en við stígum inn í næsta kafla. Við horfum á okkar nánustu veikjast og deyja. Lífið heldur alltaf áfram og stöðvast ekki þó að við myndum stundum vilja að það stæði í stað. Lífið er alltaf tilbúið í næsta skref. Á eftir innöndun fylgir útöndun.

Pistillinn birtist í Mannlífi. Lesa allan pistilinn hér: Lífið er alltaf tilbúið í næsta skref

Comments are closed.