Vorið kallar!

Taktu á móti vorinu með léttleika í hjarta

Vornámskeiðið okkar hefst fimmtudaginn 20. apríl. Fimmtudaga kl 17.15. Í Bústaðakirkju og á netinu.

Jóga, lífsstíll og nærandi venjur fyrir vorið. Æfingar sem endurnæra huga líkama og sál og byggja upp lífsorku. Í hverjum tíma förum við í jóga, góða slökun og endum tímann á hugleiðslu. Þátttakendur fá stuðning við að hugleiða heima ef þeir vilja.

Vorið kemur með nýtt upphaf, ferska vinda og tækifæri til að virkja lífsorkuna. Það veitir okkur innblástur til að tileinka okkur heilbrigðan lífsstíl. Jóga og hugleiðsla eru dásamleg leið til að tengja við nærandi uppsprettuna innra með okkur og bjóða lífið velkomið í hjartanu.  

Vorinu geta fylgt vorkvef og alls kyns stíflur áður en vorleysingarnar ná að leysa upp drunga vetrarins. Við gerum jógaæfingar og öndun sem styðja við að opna orkuflæðið og losa um uppsafnaða spennu og streitu eftir langan vetur. Við skoðum leiðir til að styrkja ónæmiskerfið, virkja meltingareldinn og létta á líkama og huga.

Meðal þess sem við tökum fyrir:

  • Upplyftandi vorvenjur
  • Vörpum af okkur vetrarkápunni
  • Tendrum meltingareldinn 
  • Jóga fyrir sterkara ónæmiskerfi
  • Djúp öndun, kyrr hugur, möntrur sem upplyfta
  • Léttum á hjartanu

Opnaðu glugga hugans, hleyptu inn fersku lofti, birtu og nýjum sannleika! 

Þegar ég sleppi því sem ég er, þá verð ég það sem ég gæti orðið.  – Lao Tzu

Staður: Bústaðakirkja. Einnig hægt að taka þátt í gegn um netið. 
Stund: Fimmtudaga kl 17.15 – 18.45. 6 vikur: 20. apríl. – 25. maí 
Verð: 24.000. Innifalið: Kennsla, kennslugögn, aðgangur að upptöku eftir hvern tíma.
Skráning: Skráningarskjal