Vorið og nýjar venjur

Vorið er timi til að fæðast upp á nýtt og njóta þess að sjá lífið vakna í kringum okkur – upplagður tími til að hreinsa líkamann og sleppa því sem við þurfum ekki á að halda lengur og koma okkur upp nýjum siðum sem þjóna okkur og næra.

Daglegar reglubundnar venjur eru nauðsynlegar til að halda góðri heilsu og til að okkur líði vel. Þær hjálpa okkur að lifa í takti við innbyggða líkamsklukku okkar og við náttúruna og að hlusta á okkur sjálf. Daglegar venjur gefa okkur sjálfstraust, sjálfsaga, innri frið, hamingju og langt líf.

Það er til dæmis himneskt að byrja daginn á að nudda líkamann upp úr olíu og fara svo í sturtu. Morgunganga eða örstutt jóga gefur okkur færi á að opna hugann fyrir nýjum degi og þeim tækifærum sem hann færir okkur. Og stutt hugleiðsla á eftir. 3 mínútna hugleiðsla hefur ótrúlega mikil áhrif ef hún er gerð daglega.

Olíunudd:  Notaðu 120-150 ml af volgri olíu og nuddaðu allt höfuðið og likamann. Nudda hársvörðinn með olíu gefur hamingju inn í daginn þinn og ver þig gegn höfuðverkjum og skalla, gránandi hári. Olíunudd örvar blóðrásina, róar hugann og eykur einbeitingu og jarðtengingu. Húðin á öllum líkamanum verður mjúk, slétt og björt.

Morgunhreyfing: Eftir olíunuddið er gott að fara í bað eða sturtu. Það tekur burtu þreytu, gefur orku og hressir okkur, og lengir lifið. Að baða á hverjum degi færir heilagleika í lífið.

Öndunaræfingar: Gott er að gera öndunaræfingar í morgunsárið. Til dæmis víxlöndun. Þá andarðu inn um vinstri nös, út um hægri, inn um hægri nös og út um þá hægri. Þegar við gerum öndunaræfingar er mikilvægt að sitja bein í baki.

Hugleiðsla: Stutt hugleiðsla hjálpar okkur að hreinsa undirvitundina (við erum búin að baða líkamann – nú er komið að huganum).  Við geymum í undirvitundinni allt það sem við náum ekki að vinna úr – allt áreitið sem dynur á okkur. Til að ná áttum í umróti dagsins er mikilvægt að hugleiða daglega. Til dæmis hugleiðslu fyrir friðsælt hjarta. Sjá hér.

Til að koma sér upp reglulegri iðkun hugleiðslu og heilbrigðum venjum getur verið gott að fara reglulega í jóga og sækja sér bæði leiðsögn, stuðning og hvatningu.