Linsubauna-dal að hætti ayurvedalæknisins

images-1Dal er réttur sem mikið er borðaður á Indlandi, Pakistan, Nepal og Sri Lanka – og uppistaðan eru soðnar linsubaunir. Dal er mjög létt í magann, hjálpar líkamanum að hreinsa og koma jafnvægi á meltinguna.  Dal yfirleitt borið fram með hrísgrjónum og oft líka með soðnu grænmeti. Krydd í ayurveda hafa ekki bara þann tilgang að gefa matnum bragð, heldur eru þau notuð til að auka enn á hellsueflandi eiginleika matarins.

Gular linsubaunir, vatn og salt.
Krydd, td. cumin, coriander, turmerik, fennel, engifer.
Látið linsubaunirnar sjóða í vatninu þangað til þær eru mjúkar.
Á meðan þær sjóða saxið niður hvítlauk og tómata.

Þegar linsubaunirnar eru orðnar mjúkar hellið þeim í annað ílát og setjið olíu og hvítlauk í pottinn. Brúnið hvítlaukinn. Bætið við kryddi , steikið það aðeins í olíunni og setjið síðan tómatana út í og látið krauma dálitla stund. Hellið svo baununum aftur í pottinn og látið þær malla aðeins með tómötunum og kryddinu. Þessi réttur á að vera frekar þunnfljótandi.

Berið fram með soðnu grænmeti, hrísgrjónum og salati.

Njótið!