Vökvaðu draumana þína

Grasið er alltaf grænna þar sem þú vökvar það. Hvað vilt þú vökva í þínu lífi?

Ásetningur fyrir nýtt ár og stuðningur við daglega hugleiðslu

Stund í upphafi árs til að kveðja það liðna og setja ásetning fyrir nýtt ár. Myndband sem þú getur fylgt í daglegri hugleiðslu. Hvatning í hugleiðslunni, dagbókarskrif og spurningar í hverri viku til að hugleiða á fyrir nýjar venjur og skýran ásetning.

Dagleg hugleiðsla er gott akkeri að hafa í annríki dagsins. Hún gefur okkur færi á að hlaða batteríin, að finna friðsæld og koma heim til okkar sjálfra aftur og aftur. 

Sex vikur. Sameiginleg stund í upphafi og í lok námskeiðs. Laugardaginn 21. janúar kl 10.30 og laugardaginn 4. mars kl 10.30

Verð: Nýjárstilboð til 9. janúar, 19.000. Fullt verð: 24.000. Ef þú vilt nýta fallegu gjafabréfin okkar er velkomið að hafa samband með því að svara póstinum.

Skráning: Skráningarskjal

Nánar 

Námskeiðið gefur þér rými til að hreinsa til í huganum svo þú höndlir betur álagið. Að skoða hverju þú vilt sleppa og stækka það sem þú vilt vökva.

Við tökum stund í upphafi árs þar sem við hlustum inn á við eftir því hvert lífið vill leiða okkur næst. Hvað er það sem skiptir þig máli í lífinu? Hvernig viltu að framtíðin þín líti út? Við búum til ásetning fyrir árið. Við skrifum og sköpum og hugleiðum saman.

Við fylgjum þessari sameiginlegu kyrrðarstund eftir með daglegri hugleiðslu. Þú færð sendar spurningar til að hugleiða á og hvatningu við að skrifa dagbók og fyrir daglegu hugleiðsluna.

Við hittumst síðan aftur að 40 dögum liðnum og sendum ásetninginn áfram inn í árið framundan.

Hugur þinn býr yfir óendanlegum hæfileika til að skapa þegar hann er í fókus. Hugleiðslan sem við gerum styður þig í að skýra hugann og sleppa hugsunum og hugarástandi sem truflar þig, að finna kyrrð og skapa innra með þér þá framtíð sem þú vilt stíga inn í.

Hugleiðsla á sér svo marga kosti. Hún styður okkur í að skapa og standa með nýjum venjum, í gegnum álagskaflana og upplyftir bæði huga, líkama og sál.

Löng reynsla í að styðja fólk í gegn um daglega iðkun hefur sýnt mér að flestir þurfa stuðning og hvatningu til að koma sér upp þeirri venju að hugleiða daglega og til að viðhalda henni.

Dagleg iðkun hugleiðslu eykur almennt gæði lífsins og hefur langtímaáhrif á tilfinningalega og líkamlega heilsu. Rannsóknir sýna einnig að dagleg hugleiðsla hefur sömu áhrif og lyf gegn þunglyndi, kvíða og öðrum tilfinningalegum vandamálum. 

staekkud-2Kennari: Guðrún Arnalds, jógakennari, hómópati og markþjálfi. Hún hefur haldið fjölda námskeiða og rekið stofu undanfarin 25 ár þar sem hún hittir fólk í einkatímum, auk þess að standa fyrir jógakennaranámi. Guðrún hefur tileinkað sér margar mismunandi leiðir sem styrkja einstaklinginn og styðja okkur í að tengja við uppsprettuna sem nærir okkur öll. Guðrún er mikil áhugamanneskja um líf í jafnvægi og galdurinn að lifa og njóta til fulls.

Nánari upplýsingar: andartak@andartak / Guðrún s: 8962396

“Gættu að því með hverju þú vökvar draumana þína. Ef þú vökvar þá með áhyggjum og ótta þá færðu upp illgresi sem kæfir lífið sem býr í draumum þínum. Ef þú vökvar þá með bjartsýni og lausnum þá ræktarðu velgengni. Vertu alltaf vakandi fyrir því að umbreyta hverju vandamáli í tækifæri til að stækka og blómstra. Vertu alltaf vakandi fyrir leiðum til þess að næra draumana þína.”
Lao Tzu

Sjá einnig: 

Jógatímar einu sinni í viku í níu vikur, fimmtudaga kl 17.15-18.45. Hefst 12. janúar. Val er um að mæta í Bústaðakirkju eða taka þátt heiman úr stofu í gegn um Zoom, Notalegt og hvetjandi andrúmsloft, eflandi jógaæfingar, djúp slökun og endurnærandi hugleiðsla í lokin. Sterkur líkami, hugrökk sál og friðsæll hugur.

Stund í upphafi árs til að  setja ásetning fyrir nýtt ár. Myndband sem þú getur fylgt í daglegri hugleiðslu. Hvatning í hugleiðslunni, dagbókarskrif og spurningar í hverri viku til að hugleiða á fyrir nýjar venjur og skýran ásetning.

Verð bæði saman: Nýjárstilboð til 9. janúar, 38.000. Fullt verð: 49.000
Ef þú vilt nýta fallegu gjafabréfin okkar er velkomið að hafa samband. T.d. með því að svara póstinum.

Sjá nánar um námskeiðið Vertu stærri en streitan hér: Vertu stærri en streitan

Umsagnir þátttakenda af námskeiðinu Vökvaðu draumana:

Ég var afar ánægð með námskeiðið sem var vel undirbúið og skilaði góðum árangri.
Bara örfáar klukkustundir sem hjálpuðu mér að skoða sjálfa mig í aðeins öðru ljósi.
Hallveig Thorlacius

Námskeiðið dýpkaði skuldbindingu mína og tengingu við sjálfa mig og það sem ég hef sett mér sem markmið. Þetta var einmitt það sem mig vantaði.
Hildur M. Jónsdóttir

Ég var ánægð með námskeiðið. Það gaf mér mikla ánægju og gleði og ýtti undir þá ákvörðun mína að fara hugsa betur um sjálfa mig.
Álfheiður Erla Sigurðardóttir.

Námskeiðið er einstaklega gott til þess að fara í gegn um síðasta ár, kveðja það og skoða stöðuna og væntingar til framtíðar. Eitthvað sem ég hefði ekki náð að gera alveg sjálf þó svo ég sé mjög vön að gera það sjálf með huganum. Undirmeðvitundin er búin að stimpla þetta allt betur inn finnst mér. Námskeiðið gaf mér skýrari markmið og losun á gamalli orku í hugleiðslu eða möntru sem ég fór í. Ég var einstaklega ánægð með það.
Melkorka Edda Freysteinsdóttir

Skráning: Skráningarskjal
Nánari upplýsingar: andartak@andartak / Guðrún s: 8962396