Kirtan kriya

Í kundalini jóga tengjum við inn áður en við hugleiðum / í byrjun jógaiðkunar með möntrunni ONG NAMO GURUDEV NAMO.  Sjá leiðbeiningar hér

MANTRA er hljóð sem við notum til að hjálpa huganum að fókusera og til að lyfta huganum og þar með okkur sjálfum upp á hærri tíðni.  Að lyfta huganum hærra en hugsanir.  MANTRA: MAN þýðir hugur eða höfuð og hjarta, TRA þýðir vernd eða frávarp.

Sittu með beint bak í þægilegri stöðu með krosslagða fætur með handleggi beina og hliðar handanna hvíla á hnjánum. Beindu augunum að þriðja auganu – milli augnabrúnanna, aðeins fyrir ofan nefrótina.

Mantran sem notuð er í þessari hugleiðslu er: SA TA NA MA.  Rótin að möntrunni er Sat Nam, sem þýðir “Sannleikurinn er eðli mitt eða grunneðli mitt í Sannleikanum”. Í þessari hugleiðslu er mantran notuð í frumeiningum sínu sem: Saa – taa – naa – maa.

Saa – þýðir óendanleiki, alheimur, byrjun
Taa – Líf, tilvist
Naa – Dauði, breyting, umbreyting
Maa – Endurfæðing

Þetta er sköpunarhringurinn. Frá óendanleikanum skapast líf og tilvist einstaklingsins. Allt líf leiðir af sér dauða eða umbreytingu. Dauði leiðir af sér endurfæðingu vitundarinnar yfir
í gleði óendanleikans. Óendanleikinn í gegn um samkennd getur aftur af sér líf.

Hver endurtekning á möntrunni tekur um 3-4 sekúndur. Með hverri endurtekningu af þessum “sérhljóðum” er ákveðin handastaða eða “mudra”. Við byrjum í Gyan Mudra (þumalfingur og vísifingur snertast). Síðan snertir þumall hina fingurna einn á
eftir öðrum.

Saa – Gyan mudra; þumall og vísifingur snertast
Taa – Langatöng og þumall snertast
Naa – Baugfingur og þumall
Maa – Litli fingur og þumall

Syngdu á þremur tungumálum eða tjáningaformum vitundarinnar: Hið mannlega: Upphátt (heimurinn).  Tjáningarform elskenda: Hátt hvísl (þráin að tilheyra). Guðleg tjáning: Huglægt, í hljóði (óendanleikinn)

Byrjaðu á að syngja upphátt í 5 mínútur, hvíslaðu í 5 mínútur, farðu svo djúpt inn í hljóðið og leyfðu því að titra í hljóði í 10 mínútur, hvíslaðu síðan aftur í 5 mínútur og svo upphátt í 5 mínútur. Lengd hugleiðslunnar getur verið eftir þörfum svo lengi sem sömu hlutföllum er haldið á tíma. Eins og hugleiðslan er kennd hér tekur hún 30 mínútur. Ef þú vilt gera hana í 12 mínútur þá er bara að stytta hvern hluta niður í 2 mínútur.  Fylgdu henni eftir með einnarmínútu bæn í hljóð. Andaðu síðan inn, út. Teygðu hrygginn með hendur upp í loftið eins langt og þær ná. Glenntu fingurna í sundur og andaðu nokkrum sinnum djúpt. Slakaðu á.

Þegar þú ferð með möntruna getur verið gott að fókusera á hljóðin í formi L. Þetta þýðir að þú sérð fyrir þér stöðugt innflæði af orku utan úr alehiminu og inn í hvirfilstöðina ofan á
höfðinu. Með hverri endurtekningu á möntrunni dregur þú orku inn í gegn um hvirfilinn og að þriðja auganu og sendir það aftur út í óendanleikann.

Í hvert sinn sem mudran (handastaðan) lokast með því að tengja þumal við annan fingur þá innsiglar egóið áhrif þeirrar mudru í meðvitundinni. Áhrifin eru þessi:
Vísifingur – Júpiter fingur: Gyan Mudra – Þekking
Langatöng – Satúrnusar fingur: Shuni Mudra – Viska, gáfur,þolinmæði
Baugfingur – Sólar fingur: Surya Mudra Lífsorka
Litli fingur – Merkúr fingur: Buddhi Mudra – Tjáning – hæfileikinn til að tjá sig

Þessi hugleiðsla færir einstaklingsvitundinni algert andlegt jafnvægi. Með því að snerta og fókusera á fingurgómana þá umbreytum við pólum í rafsegulsviði okkar. Vísifingur og baugfingur eru raf-neikvæðir miðað við hina fingurna. Þetta skapar jafnvægi í rafsegulsviði árunnar.

Ljúktu síðan hugleiðslustundinni með því að syngja: Sat Naam -langt sat og stutt naam.  Sjá almennar leiðbeiningar fyrir hugleiðslu í kundalini jóga hér.

Kirtan kriya er ein af mikilvægustu hugleiðslunum í Kundalini jóga. Þetta var ein fyrsta hugleiðslan sem Yogi Bhajan kenndi. Hugurinn fer úr jafnvægi þegar heilaköngullinn leggst í dvala. Þetta ójafnvægi gerir það að verkum að okkur finnst illmögulegt að brjóta upp huglægar og líkamlegar fíknir. Hugleiðslan kemur jafnvægi á hugann og þar með á líf þitt. Hún er umbreytandi af því hún hreinsar hugann. Hún getur hjálpað konum að hreinsa gamla elskhuga úr árunni og þannig aðstoðað þær við að endurheimta áruna sem sína eigin. Kraftur möntrunnar er fólginn í því að hún hreinsar undirvitundina. Hún getur losað okkur undan viðjum vana og fíkna af því hún hjálpar okkur að nálgast það svið hugans þar sem venjur verða til.

ÞAÐ TEKUR 40 DAGA AÐ BRJÓTA UPP VENJUR OKKAR

ÞAÐ TEKUR 90 DAGA AÐ BÚA TIL NÝJAR VENJUR

ÞAÐ TEKUR 120 DAGA AÐ FESTA NÝJU VENJURNAR Í SESSI