Gleðilegt nýtt ár!

LífskrafturOg velkomin í jóga á nýju ári!

Lífið er núna og mikilvægt að gefa okkur tíma til að lifa og njóta.

Í jóga fáum við tækifæri til að skoða hvernig við hugsum til okkar sjálfra og hvernig  við getum ræktað með okkur kærleika í eigin garð.

Þeir sem stunda jóga reglulega tala um miklar breytingar á andlegri og líkamlegri líðan, aukna orku, meiri lífsgleði og bættan hæfileika til að slaka á.

Dagskráin á nýju ári er full af skemmtilegum tækifærum til að vaxa og njóta. 

Lífsorka, hamingja og hugleiðsla: Kundalini jóga fyrir innri styrk og jafnvægi í daglegu lífi. Fjölbreyttir tímar í kundalini jóga – jóga upplifunar. Mán og mið kl 17.15. Nánar hér: Lífsorka, hamingja og hugleiðsla

Hugleiðsla og Gong. Nýtt! 6 vikna námskeið með áherslu á hugleiðslu og slökun. Hefst miðvikudaginn 15. janúar. Einu sinni í viku, miðvikudaga kl 18.50. Nánar hér: Hugleiðsla og Gong

Vökvaðu draumana þína 2020. Grasið er alltaf grænna þar sem þú vökvar það. Hvað vilt þú vökva á nýju ári? Nánar hér:  Vökvaðu draumana þína 2020 

Dansandi, litríkur sprengiásetningur

Skjáskot-2Nýtt ár markar ferskt upphaf fyrir óskir og drauma. Það er líka tilvalin stund til að horfa yfir farinn veg og taka eftir því sem við getum verið þakklát fyrir.

Mér finnst gott að byrja árið á að fara inn á við og skoða hvert ég vil stefna og hvað skiptir mig máli í lífinu. Áramótaheit eiga það til að sitja aðeins of nærri fullkomnunarpúkanum. Stundum hef ég strengt áramótaheit út frá einhverju sem mér fannst vanta, eitthvað sem mér fannst að ég þyrfti að laga. Einhver hluti af mér ákvað að einhver annar hluti af mér væri ófullkominn. Og þyrfti að breytast. Þessi nálgun á sjálfa mig varð yfirleitt til þess að þessi hluti af mér sem átti að breytast fór í uppreisn. Og ekkert breyttist.

Ég ákvað að leggja áramótaheitin til hliðar og velja í staðinn að búa mér til ásetning. Ásetningur er eins og leiðarljós. Vörður sem geta vísað mér veginn í gegnum árið. Minnt mig á hvað það er sem skiptir mig máli. Og gefið mér tilgang.

Lesa allan pistilinn hér

 

Comments are closed.