Andartak á netinu

Allir tímarnir okkar fara nú fram á netinu.

Við bjóðum upp á jógatíma mánudaga og miðvikudaga. Allir sem vilja eru velkomnir að taka þátt í tímunum frítt. Frjáls framlög eru vel þegin. Nánari upplýsingar hér: Lífsorka, hamingja og hugleiðsla.

Heilbrigð lungu, friðsæll hugur : 6 vikna námskeið á netinu hefst miðvikudaginn 29. apríl. Miðvikudaga kl 18.50-20.  Áhersla verður lögð á hugleiðslu og endurnærandi öndun. Við gerum orkugefandi öndunaræfingar, léttar jógaæfingar og teygjur til að hreyfa orkuflæðið, förum í djúpa slökun og hugleiðslu. Nánar um námskeiðið hér: Heilbrigð lungu, friðsæll hugur

Góð heilsa byrjar í huganum. Jafnvægi í huga, almenn vellíðan og sátt eru grunnurinn að heilbrigðum líkama. Ef hugurinn er í ójafnvægi þá förum við að borða fyrir hugann. Ef við erum í jafnvægi og hlustum vel á okkur sjálf þá erum við líklegri til að velja meira af því sem styður okkur. Við veljum frekar mataræði og venjur sem næra okkur í heild. Það er ekki alltaf auðvelt að byrja að breyta venjum sínum. En fyrsta skrefið er að koma jafnvægi á hugann og þá fylgir innra umhverfi líkamans. 
Jákvæðar og upplyftandi hugsanir hafa áhrif á öll líkamskerfin. Og neikvæðar og niðurrífandi hugsanir sömuleiðis. Ónæmiskerfið okkar er mjög viðkvæmt fyrir neikvæðni og sjálfsgagnrýni. Rannsóknir hafa sýnt að gleði og hlátur eru hornsteinar að góðu ónæmiskerfi. Innkirtlakerfið og hormónar hafa mikið að segja í sambandi við líðan okkar og andlegt jafnvægi. Og sterkt taugakerfi gerir okkur kleyft að standast álag og áreiti sem eru óhjákvæmilegur hluti af lífinu. 
Þegar við iðkum kundalini jóga erum við að koma jafnvægi á hugann og um leið að virkja samvinnu og samræmi í kerfum líkamans. Sérstök áhersla er á að koma jafnvægi á innkirtlakerfi, taugakerfi og ónæmiskerfi. Mjög verðmæt tækni á tímum sem þessum þegar gott ónæmiskerfi er enn mikilvægara en oft áður.

Comments are closed.