Jóla Jóga – Aukin orka og minni kvíði

Í þessu innslagi bendir Guðrún Darshan jógakennari okkur á aðferð til að auka orkuna okkar og hlaða batteríin, til að vera fær um að takast á við það aukaálag sem aðventan ber með sér.

Guðrún talar um að hún heyri fólk gjarnan tala um að það hafi ekki tíma til að ástunda jóga en hún segir okkur jafnframt að það þurfi ekki að vera tímafrekt eða flókið – það getur breytt gríðarlega miklu að stunda jóga eingöngu í 3 til 5 mínútur á dag. Einnig er hægt að grípa til verkfæra jógafræðanna í ákveðnum aðstæðum þó við séum ekki að stunda jóga dags daglega.

Guðrún kennir okkur í dag undirstöðuna í svokallaðri Eldöndun, en hún vinnur vel með taugakerfinu, bæði styrkir það og róar. Einnig vinnur þessi öndunaræfing vel gegn kvíða.

Nú er bara að taka sér þrjár mínútur og sjá hvernig hún virkar fyrir ykkur – það getur verið dýrmætt að búa yfir slíku tæki á tímum orkuleysis og síþreytu.