Gleðilegt sumar – jóga á sumarsólstöðum

10599270_xxlAndartak er komið í sumarfrí. Ég þakka ykkur kærlega fyrir samveruna í vetur og hlakka til að sjá ykkur næsta haust. Við byrjum aftur í byrjun september.

Við erum búin að vera að gera hugleiðslu fyrir upplyftingu tengingu og gleði. Hægt er að óska eftir að fá sendar leiðbeiningar. Og svo eru leiðbeiningar fyrir fleiri hugleiðslur hér: Ýmsar hugleiðslur

Jóga á Sumarsólstöðum

Jóga-sumarsólstöðuhátíð sem verður um þessa næstu helgi. Hún byrjar á fimmtudaginn kemur og verður á Snæfellsnesi.  Ég hvet ykkur til að koma ef þið mögulega getið. Þetta er svo nærandi samvera og tækifæri til að kynnast fallega fólkinu sem er í jógasamfélaginu okkar. Saman í íslenskri náttúru. Mjög dýrmætt fyrir okkur sem jógaiðkendur og jógasamfélag að fá þetta tækifæri til að gleðjast og skemmta okkur saman og fara inn í sumarið upplyft og með innblástur í áframhaldandi jógaiðkun í sumar. Og svo er þetta tækifæri til að kynna kundalini jóga fyrir fjölskyldunni á skemmtilegan hátt! Að sitja við varðeld í fjörunni og syngja möntrur er til dæmis ógleymanleg upplifun. Hátíðin er öll unnin í sjálfboðavinnu og það er líka hvatning fyrir þær áfram ef við fjölmennum. Því við viljum hafa jógahátíð áfram um komandi ár.
Hér er hægt að skoða dagskrána: Jóga á sumarsólstöðum. Og hér er hlekkur á hátíðina á facebook: Sumarsólstöðuhátíð.

Gleðilegt sumar!

Jóga eftir páska

Þegar vorið nálgast er gott að byrja að vekja líkamann af vetrardvalanum með því að anda djúpt og hreyfa við orkuflæðinu

Hér að neðan er hægt að skoða yfirlit yfir námskeiðin okkar eftir páska. Jógatímar hefjast aftur að nýju fimmtudaginn 5. apríl og mánudaginn 9. apríl. Allir velkomnir að koma í prufutíma, bæði á fimmtudaginn og á mánudaginn.

Lífsorka, hamingja og hugleiðsla

Kundalini jóga fyrir innri styrk og jafnvægi í daglegu lífi. Fjölbreyttir tímar í kundalini jóga – jóga upplifunar.

Jóga, slökun og hugleiðsla. Við sækjum í viskubrunn Kundalini jóga og innra með okkur sjálfum. Við lærum leiðir til þess að kynda undir lífsorkuna og finna friðsældina innra með okkur mitt í amstri dagsins.

Mánudagar og fimmtudagar kl 17.15 í safnaðarheimili Bústaðakirkju (gengið inn neðan við kirkjuna). Val er um að koma einu sinni eða tvisvar í viku. Nánar um námskeiðið hér. Skráning hér

Djúpslökun og hugleiðsla

Námskeið með áherslu á að endurnærast og kynnast töfraheimum hugleiðslu og kyrrð hugans.

Á þessu námskeiði ætlum við að njóta þess að vera leidd inn í djúpa og endurnærandi slökun og gefum þannig líkamanum færi á að græða sig sjálfan og finna farveg fyrir orkuflæði þar sem stíflur hafa myndast.

6 vikna námskeið – einu sinni í viku hefst mánudaginn 9. apríl. Mánudaga kl 19-20
Skráning hér / Nánar um námskeiðið hér

Að eignast andardráttinn

????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????“Þegar þú eignast andardráttinn þinn þá getur enginn rænt friðsæld þinni.”

Andardrátturinn er eitthvað sem flestir hugsa sjaldnast um í daglegu lífi. Hann bara er þarna. En samt getum við ekki lifað án hans nema í örstutta stund.

Ég á minningu frá ferðalagi með fjölskyldunni. Við sátum í aftursætinu í bílnum og vorum búin að keyra langa leið þegar systir mín sagði allt í einu upp úr þurru: “Mamma. Ég gerði svona (og svo andaði hún djúpt inn og út) og núna get ég ekki hætt því.”

Lesa allan pistilinn

Fjörutíu daga hugleiðsla í Andartaki

?????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????Við í Andartaki bjóðum öllum sem vilja taka þátt að vera með í hugleiðsluáskorun næstu 40 dagana.

Við hefjum hugleiðsluna saman mánudaginn 5. mars 2018. Tíminn hefst kl 17.15. Jóga, hugleiðsla og slökun á eftir.

Eftir það hugleiðum við hver heima hjá sér og í tímum Andartaks þegar þið komist í tíma. Ekki er nauðsynlegt að koma í tíma til að taka þátt en við mælum með því að koma í tíma amk inn á milli til að fá enn meira út úr hugleiðslunni.
Hægt er að skrá sig til þátttöku hér

Dagleg hugleiðsla gefur okkur aukna einbeitingu, dregur úr streitu og kvíða, bætir ónæmiskerfið og eykur sjálfstraustið. Við förum að sjá betur hvert við stefnum og hvað við viljum í lífinu og öðlumst aukið þol fyrir breytingum og erfiðleikum.

Nánar hér

Nýtt námskeið í slökun og hugleiðslu

???????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????Námskeið með áherslu á að endurnærast og kynnast töfraheimum hugleiðslu og kyrrð hugans. 6 vikna námskeið – einu sinni í viku hefst mánudaginn 12. febrúar.

Á þessu námskeiði ætlum við að njóta þess að vera leidd inn í djúpa og endurnærandi slökun og gefum þannig líkamanum færi á að græða sig sjálfan og finna farveg fyrir orkuflæði þar sem stíflur hafa myndast.

Við byrjum tímann á mjúkum teygjum og förum síðan í langa slökun og hugleiðum á eftir. Námskeiðið er ætlað bæði fyrir vana og óvana.

Nánar um námskeiðið hér

 

Við erum öll friðsæl, glöð, vitur og kærleiksrík

?????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????Ég átti samtal við dóttur mína nýlega á netinu og hún gerði þá athugasemd að ég væri of stutt í spuna og notaði ekki nægilega mikið af brosköllum og myndum til að tjá mig. Mér fannst þetta pínu fyndið og ég varð að játa að ég hef ekki öðlast hennar leikni í netsamskiptum. Ég velti þvi fyrir mér hvernig þetta myndi birtast í daglegu lífi. Að segja bara það mikilvægasta og gleyma að láta bros fylgja með eða hlýja strauma. Undir álagi held ég að þetta séu mjög algeng samskipti hjá okkur flestum. Mjög oft án þess að við tökum eftir því þegar þetta gerist.

Streita er orðin svo fastur þáttur í daglegu lífi okkar flestra að við veitum henni ekki lengur eftirtekt. Streita getur verið hvetjandi þegar við þurfum að klára verkefni og gera okkar besta. En ef við náum ekki að höndla hana vel þá getur hún valdið alls konar vandamálum eins og ýmis konar verkjum, svefnleysi, samskiptaerfiðleikum, fíkn, mataróreglu og kvíða – að ótöldum öllum þeim sjúkdómum sem vitað er að eru bein afleiðing langvarandi streitu.

Flest okkar sem búum í nútímasamfélagi erum ekki í góðri þjálfun þegar kemur að því að einbeita okkur. Það er auðvelt að dreifa athygli okkar. Við reynum að gera of margt á of stuttum tíma til að komast í gegnum verkefnalistann. Þegar álagið er yfir meðallagi þá stökkvum frá einni hugsun til annarrar, frá einu verkefni til annars og á milli mismunandi tilfinninga eins og við værum þátttakendur í spennumynd. Það er erfitt að halda einbeitingu þegar lífið kemur að okkur úr öllum áttum. Þannig er athyglin okkar að verða meira og meira dreifð í allar áttir.

 Lesa allan pistilinn hér

 

Gleðilegt ár!

??????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????Við tökum á móti nýju ári með gleði í hjarta. Hér að neðan er hægt að skoða yfirlit yfir námskeiðin okkar í byrjun árs. Fyrsti jógatíminn er á mánudaginn kemur – 8. janúar kl 17.15 í Bústaðakirkju – gengið inn að neðan. Allir velkomnir að koma í prufutíma.

Lífsorka, hamingja og hugleiðsla

Kundalini jóga fyrir innri styrk og jafnvægi í daglegu lífi. Fjölbreyttir tímar í kundalini jóga – jóga upplifunar.

Jóga, slökun og hugleiðsla. Við sækjum í viskubrunn Kundalini jóga og innra með okkur sjálfum. Við lærum leiðir til þess að kynda undir lífsorkuna og finna friðsældina innra með okkur mitt í amstri dagsins. Mán og fim kl 17.15. Val um að koma einu sinni eða tvisvar í viku. Nánar hér: Lífsorka, hamingja og hugleiðsla. Skráning hér: Skráningarskjal

Djúpslökun og hugleiðsla

Námskeið með áherslu á að endurnærast og kynnast töfraheimum hugleiðslu og kyrrð hugans. 4 vikna námskeið – einu sinni í viku hefst mánudaginn 15. janúar.
Mánudaga kl 19-20. Nánar hér: Djúpslökun og hugleiðsla Skráning hér: Skráningarskjal

ÉG 2018

Stutt námskeið í byrjun árs þar sem við opnum glugga inn í nýtt ár og málum myndina sem við viljum birta á næsta ári.  Hvernig vilt þú hafa þitt 2018?  Þínar tölur fyrir árið 2018.   Sjá nánar hér: Ég 2018.

Jólagjafir sem næra sjálfið

????????????????????????????????????????????????????????????????Dagskráin okkar á vorönn er rík af tækifærum til að næra okkur sjálf og lifa af heilu hjarta

ÉG – 2018. Stutt námskeið í byrjun árs þar sem við opnum glugga inn í nýtt ár og málum myndina sem við viljum birta á næsta ári.  Hvernig vilt þú hafa þitt 2018?  Þínar tölur fyrir árið 2018.  Ath. afsláttur fyrir þá sem staðfesta fyrir 23. desember.  Sjá nánar hér: Ég 2018.

Djúpslökun og hugleiðsla. Námskeið með áherslu á að endurnærast og kynnast töfraheimum hugleiðslu og kyrrð hugans. 4 vikna námskeið – einu sinni í viku. Sjá nánar hér: Djúpslökun og hugleiðsla.

Lífsorka, hamingja og hugleiðsla. Sjálfstætt framhald af námskeiði haustannar. Kundalini jóga, slökun og hugleiðsla. Hver tími er einn og hálfur tími og því nægt rými til að eiga góða og endurnærandi stund með sjálfum sér og uppsprettunni í hjartanu. Tvisvar í viku. Nánar: Lífsorka, hamingja og hugleiðsla

images-6Einkatímar og ráðgjöf þar sem þú og þínar þarfir ráða ferðinni. Tækifæri til að vaxa, endurnærast, sleppa, heila og finna hvað þú þarft til að blómstra. Nánar hér: Einkatímar og ráðgjöf / markþjálfun, bowen meðferð, hómópatía, jógísk talnaspeki, jógísk ráðgjöf, jógaþerapía.

Jóga í Bústaðakirkju

SJORE_04092014_MG_7382_PPNý námskeið hófust í september. Enn er hægt að koma inn í námskeiðin.

Lífsorka, hamingja og hugleiðsla:

Kundalini jóga fyrir innri styrk og jafnvægi í daglegu lífi. Fjölbreyttir tímar í kundalini jóga – jóga upplifunar. Kennt verður tvisvar í viku mánudaga og fimmtudaga kl 17.15 í Bústaðakirkju. Val er um að koma einu sinni eða tvisvar í viku.

Við sækjum í viskubrunn Kundalini jóga og innra með okkur sjálfum. Við lærum leiðir til þess að kynda undir lífsorkuna og finna friðsældina innra með okkur mitt í amstri dagsins. Nánar hér

Djúpslökun og hugleiðsla:

Námskeið með áherslu á að endurnærast og kynnast töfraheimum hugleiðslu og kyrrð hugans. Kennt verður einu sinni í viku á mánudögum kl 19-20 í Bústaðakirkju.

Á þessu námskeiði njótum við þess að vera leidd inn í djúpa og endurnærandi slökun og endum svo tímann á hugleiðslu. Einnig verður boðið upp á gong slökun. Nánar hér

Sumarfrí í Andartaki

KN-myndVið hjá Andartaki erum komin í sumarfrí. Við hlökkum til að sjá ykkur hress og endurnærð í haust. Þá hefjast námskeið að nýju í Bústaðakirkju. Ef þú vilt fylgjast með þá er um að gera að skrá sig á póstlistann. Þú getur skráð þig hér á síðunni eða sent tölvupóst á andartak hjá andartak.is og beðið um skráningu á póstlistann.

Í byrjun september hefjast námskeið að nýju í kundalini jóga og í djúpslökun og hugleiðslu. Einnig tímar í einstaklingsmiðaðri ráðgjöf, meðferð og markþjálfun.

Einnig hefst í haust kennaranám í kundalini jóga

Gleðilegt sumar!