Námskeiðið “Vertu meistari huga þíns” verður á sínum stað eins og venjulega. Bæði fyrir vana og óvana hugleiðendur. Lesa meira hér
Kundalini jóga og líkamarnir tíu – Líkamarnir tíu eru ein leið til að skilja hvernig orkan okkar flæðir og geta hjálpað okkur að skilja betur okkur sjálf, hvað er í ójafnvægi og hvað þarf til að stilla og bæta það sem hefur dottið úr takti innra með okkur. Lesa meira hér
Mindfulness – núvitund gegn streitu með Ásdísi Olsen. Hugarró og vellíðan í staðinn fyrir áhyggjur og streitu 8 vikna námskeið (MBSR – Mindfulness Based Stress Reduction Program). Morguntímar þriðjudaga kl 9.30-11.30.
Helgarnámskeið um Ayurveda og jóga – Líkamsgerðin þín og jóga, mataræði og daglegur rytmi, helgina 12.-14. apríl. Ayurveda hefur verið þýtt vísindin um verundina. Það kennir okkur að lifa í takti við okkur sjálf og við árstíðirnar. Lesa meira hér
Og loksins ætlum við að bjóða upp á námskeiðið “Vorgleði”. Vorið er mjög hentugur tími til að hreinsa líkamann og hugann – og sleppa því sem við þurfum ekki á að halda lengur. Við ætlum að skoða mataræði og daglegan rytma. Kundalini jóga er góð leið til að vinna úr því gamla- að losa um stíflur og hleypa orkuflæðinu af stað eins og vatni í vorleysingum. Lesa meira hér
Kundalini jóga hefur notið vaxandi vinsælda á Íslandi undanfarin ár eins og víða í heiminum. Þetta er mjög fljótvirkt, eflandi og umbreytandi form af jóga og hentar vel til að vinna gegn streitu og álagi.
Kundalini jóga kemur jafnvægi á innkirtlakerfi, taugakerfi og ónæmiskerfi – auk þess að styrkja huga og líkama og kenna okkur að eiga nærandi samband við okkar innri mann og sálina okkar. Þetta er einstök tækni sem auðveldar okkur að nálgast lífið og tilveruna á okkar eigin forsendum.