Lífið eftir páskafrí

Eftir páskafrí er stundum dálítið átak að koma sér aftur inn í takt hversdagsins. Ég heyri suma tala um þreytu – að fríið hafi ekki verið nógu langt til að ná út þessari djúpu þreytu sem situr sem fastast eftir veturinn.  Það að slaka djúpt á kemur ekki af sjálfu sér ef streita er búin að setjast að í líkamanum og huganum. Stundum koma fríin á okkur óreglu svo við verðum enn þreyttari. Og súkkulaði – eins og það er dásamlega gott – gerir okkur dálítið þyngri í gang. Jóga er skemmtilegt tæki til að styðja okkur í að búa okkur til nýjar venjur. Það kennir okkur að nálgast visku líkamans og að hlusta á hvað nærir okkur og gefur raunverulega gleði. Kundalini jóga kennir okkur að styrkja taugakerfið og innkirtlakerfið – og ónæmiskerfið sem oft verður viðkvæmt fyrir á vorin.
Vordagskrá Andartaks er fjölbreytt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Námskeiðið “Vertu meistari huga þíns” verður á sínum stað eins og venjulega.  Bæði fyrir vana og óvana hugleiðendur. Lesa meira hér

Kundalini jóga og líkamarnir tíu – Líkamarnir tíu eru ein leið til að skilja hvernig orkan okkar flæðir og geta hjálpað okkur að skilja betur okkur sjálf, hvað er í ójafnvægi og hvað þarf til að stilla og bæta það sem hefur dottið úr takti innra með okkur. Lesa meira hér

Mindfulness – núvitund gegn streitu með Ásdísi Olsen. Hugarró og vellíðan í staðinn fyrir áhyggjur og streitu  8 vikna námskeið (MBSR – Mindfulness Based Stress Reduction Program).  Morguntímar þriðjudaga kl 9.30-11.30.

Helgarnámskeið um Ayurveda og jóga – Líkamsgerðin þín og jóga, mataræði og daglegur rytmi, helgina 12.-14. apríl. Ayurveda hefur verið þýtt vísindin um verundina. Það kennir okkur að lifa í takti við okkur sjálf og við árstíðirnar. Lesa meira hér

Og loksins ætlum við að bjóða upp á námskeiðið “Vorgleði”. Vorið er mjög hentugur tími til að hreinsa líkamann og hugann – og sleppa því sem við þurfum ekki á að halda lengur. Við ætlum að skoða mataræði og daglegan rytma. Kundalini jóga er góð leið til að vinna úr því gamla- að losa um stíflur og hleypa orkuflæðinu af stað eins og vatni í vorleysingum. Lesa meira hér

Kundalini jóga hefur notið vaxandi vinsælda á Íslandi undanfarin ár eins og víða í heiminum. Þetta er mjög fljótvirkt, eflandi og umbreytandi form af jóga og hentar vel til að vinna gegn streitu og álagi.

Kundalini jóga kemur jafnvægi á innkirtlakerfi, taugakerfi og ónæmiskerfi – auk þess að styrkja huga og líkama og kenna okkur að eiga nærandi samband við okkar innri mann og sálina okkar. Þetta er einstök tækni sem auðveldar okkur að nálgast lífið og tilveruna á okkar eigin forsendum.


Þú ert það sem þú hugsar

Þegar sólin skín eins og hún er búin að gera undanfarið hjá okkur hér í Reykjavík – verð ég alltaf aðeins bjartsýnni.  Ég fer að sjá ýmislegt bæði innra með mér og í kringum mig – sem áður fór fram hjá mér. Kannski er það lika vegna þess að gönguferðunum fer að fjölga og ég  fæ aðeins meiri tíma og næði með sjálfri mér. Það verður líka auðveldara að vakna og fara í jóga á morgnana.  Ég finn að það þarf ekki að vera langur tími – kannski bara nokkrar mínútur – það sem ég geri á hverjum morgni – ein lítil öndunaræfing eða stutt kyrrðarstund með sjálfri mér – þá verður dagurinn allur annar.  Ég verð einbeittari og ég finn meira til þakklætis fyrir það sem ég hef af því ég gef mér tíma til að finna fyrir því.

Jógarnir segja að hugsanir okkar hafi áhrif á alla okkar líðan – og þar af leiðandi á samskipti okkar og daglegt líf.  Hormónaflæðið okkar og rýmið innra með okkur – verður fyrir miklum áhrifum af hugsunum okkar og daglegri upplifun á okkur sjálfum.  Þess vegna er svo mikilvægt að við ræktum þetta innra rými eins og garðinn okkar. Leyfum ekki neikvæðni og innri spennu að safnast upp þarna inni fyrir. Þá hættum við að njóta samvista við okkur sjálf og förum að flýja í alls kyns afþreyingu. Við förum að leita flóttaleiða frá okkur sjálfum.  Þetta hefur hins vegar þær aukaverkanir að áreitið á okkur verður enn meira og streitan fer að segja til sín. Ef við hins vegar ræktum þennan græna og grösuga garð innra með okkur þá fara að vaxa í honum ótrúlegustu hlutir – sem gefa okkur skjól og gleði –  og getum farið að horfa á það sem er í kringum okkur af opnum huga og njóta þess að eiga samskipti við okkar nánustu og gera alla þessa daglegu hluti í friði og sátt.

 

Vertu meistari huga þíns

Hugleiðsla er tími með okkur sjálfum, til að endurnærast, finna kyrrðina hið innra og hlusta á sálina.

Tími til að hlusta, finna aftur taktinn innra með okkur og gefa heiminum fyrir utan frí á meðan.
Hugleiðsla er eins og að fara í bað, hún hreinsar undirvitundina, beinir athygli okkar inn á við, inn í andartakið og færir okkur frið.
Í hugleiðslu styrkjum við hlutlausa hugann.
Sterkur hlutlaus hugur gefur okkur vængi til að lyfta okkur upp yfir tilfinningasveiflur og erfiðar ákvarðanir – svo við getum betur tekist á við áreiti og erfiðleika.
Hugurinn er okkar mikilvægasti félagi. Við þurfum að vera í sambandi við hugann okkar til þess að  blómstra og lifa hamingjusömu lífi.
Hugleiðsla í Kundalini jóga er mjög aðgengileg og gefur okkur fljótt djúpa tengingu inn á við.

Eftir páskana verður áframhald á námskeiðinu Vertu meistari huga þíns hjá okkur í Andartaki. NÁMSKEIÐIÐ HEFST MIÐVIKUDAGINN 3.APRÍL. Kennt verður á miðvikudögum kl 17.30.  Þeir sem vilja geta valið að vera tvisvar í viku og vera þá líka á föstudögum kl hálfsex.og hentar bæði vönum og óvönum hugleiðendum. Hér má lesa meira um námskeiðið

Byrjendanámskeið í Kundalini jóga

Nýtt byrjendanámskeið hefst mánudaginn 17. febrúar.

Námskeiðið:  Fylltu lungun þín af lífi – Upp úr hjólfarinu – búum til nýjan vana – Streita, úthald og taugar sem standast álag – Friðsæll hugur- opið hjarta – Orkustöðvarnar og Kundalini orkan  – Líf án flensu – styrkjum ónæmiskerfið – Betra innsæi og jafnvægi á innkirtlakerfið  – Djúp slökun heilar líkamann. LESA MEIRA UM NÁMSKEIÐIРHÉR

Kennaranám í kundalini jóga – Kynning næsta mánudag

NÁMIÐ HEFST Í SEPTEMBER 2013

BOÐIÐ VERÐUR UPP Á KYNNINGU Á NÁMINU MÁNUDAGINN 11. FEBRÚAR KL 20.30. Lesa meira hér

Nánari upplýsingar: Hægt er að senda póst á andartak@wp.andartak.is

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námsgjalda fyrir sína félagsmenn. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Kennaranám í Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan er ferðalag sem veitir þér nýja sýn á sjálfa-n þig og lífið. Hvort sem þú hefur áhuga á að dýpka þína eigin upplifun og skilning á Kundalini jóga eða vilt öðlast jógakennararéttindi þá er þetta tækifæri til að virkja kraftinn sem býr innra með þér.

Kennaranámið gefur þér grunn að árangursríkri jógaiðkun fyrir lífstíð og eykur starfsmöguleika hvar sem er í heiminum.

“Ef þú ætlar að læra eitthvað skaltu lesa um það, ef þú vilt vita eitthvað, skaltu skrifa það niður. Ef þú ætlar að verða MEISTARI á einhverju sviði, skaltu kenna það.” – Yogi Bhajan

Lesa meira hér

Vertu meistari huga þíns

Hugleiðsla er tími með okkur sjálfum, til að endurnærast, finna kyrrðina hið innra og hlusta á sálina.

Tími til að hlusta, finna aftur taktinn innra með okkur og gefa heiminum fyrir utan frí á meðan.
Hugleiðsla er eins og að fara í bað, hún hreinsar undirvitundina, beinir athygli okkar inn á við, inn í andartakið og færir okkur frið.
Í hugleiðslu styrkjum við hlutlausa hugann.
Sterkur hlutlaus hugur gefur okkur vængi til að lyfta okkur upp yfir tilfinningasveiflur og erfiðar ákvarðanir – svo við getum betur tekist á við áreiti og erfiðleika.
Hugurinn er okkar mikilvægasti félagi. Við þurfum að vera í sambandi við hugann okkar til þess að  blómstra og lifa hamingjusömu lífi.
Hugleiðsla í Kundalini jóga er mjög aðgengileg og gefur okkur fljótt djúpa tengingu inn á við.

Nú er að hefjast námskeiðið Vertu meistari huga þíns hjá okkur í Andartaki. Námskeiðið verður einu sinni í viku. Miðvikudaga kl 17.30 og hentar bæði vönum og óvönum hugleiðendum. Hér má lesa meira um námskeiðið

Áramótaheit

Nú er komið nýtt ár og margir hafa þann sið að strengja áramótaheit. Áramót eru ágætur tími til að horfa yfir farinn veg og setja okkur ný markmið. Málið fer hins vegar að vandast ef við ætlum okkur meira en við getum staðið við. Þá bætist samviskubit ofan á álagið sem fyrir er. Og ekki þjónar það okkur.

Jóga býður okkur að horfa á heildarmyndina og sinna öllum þáttunum í okkur sjálfum – og finna þannig styrkinn aukast innan frá – líka viljastyrkinn – og þá getum við betur staðið með okkur sjálfum.

Kundalini jóga er sérstaklega öflug leið til að byggja upp sterkt taugakerfi, innkirtlakerfi og ónæmiskerfi – og vöðva líka.

Lífsstíll jógans byggir á daglegri iðkun – sem ekki þarf alltaf að vera jógaiðkun í hefðbundnum skilningi. Hluti af þessari daglegu iðkun eru ýmsar venjur sem við lærum að tileinka okkur og sem þjóna bæði huga líkama og sál og gera okkur það auðveldara að velja það sem lyftir okkur upp í stað þess að halda í gamlar venjur sem draga okkur niður.

NOKKUR HEILRÆÐI TIL AÐ AUKA GLEÐI OG HAMINGJU Á NÝJU ÁRI:  Lesa meira

 

NÝ NÁMSKEIÐ AÐ HEFJAST

GLEÐILEGT NÝTT ÁR!  Samkvæmt talnaspeki jógafræðanna er árið 2013 sérstaklega vel til þess fallið að rækta andann, fara inn á við og eiga friðsælt og gjöfult ár.  Hægt er að lesa um talnaspeki ársins 2013 hér að neðan.

NÝ NÁMSKEIÐ Á VORÖNN: BYRJENDANÁMSKEIР– með áherslu á heilbrigðan lífsstíl – hefst mánudaginn 14. janúar. FRAMHALDSNÁMSKEIР– Orka og andleg næring – hefst mánudaginn 14. janúar. VERTU MEISTARI HUGA ÞÍNS – hugleiðslunámskeið – með áherslu á orkustöðvarnar hefst miðvikudaginn 23. janúar. HRESSANDI HÁDEGISJÓGA – þriðjudaga og fimmtudaga kl 12.00.  Fleiri námskeið verða auglýst síðar.  Hægt er að skrá sig með því að senda póst á andartak@wp.andartak.is með nafni og símanúmeri.

Talnaspeki ársins 2013 – Að birta og upplifa frið í lífi sínu.

Árið 2013, út frá talnaspeki jógafræðanna, býður okkur að svara spurningunni “Hvað viltu raunverulega upplifa í lífi þínu?”  Þetta er ár sem er mjög vel fallið til þess að láta drauma okkar rætast.

Tala ársins 2013 er 6. Hún fæst með því að leggja saman tölurnar 2+0+1+3= 6.  Talan 6 stendur fyrir hæfileika okkar til að beina huganum. Að tengja saman huga, líkama og sál og fá þá til að vinna saman að ákveðnu markmiði eða lífssýn.  Talan 6 tengist líka sjötta skilningarvitinu okkar eða innsæinu.  Gott innsæi gefur okkur hæfileikann til að sjá skýrt, bæði okkur sjálf, aðra og það sem skiptir okkur í raun og veru máli.  Besta leiðin til að styrkja innsæið og sjötta skilningarvitið er í gegnum hugleiðslu.  Með reglulegri hugleiðslu lærum við smám saman að treysta þessari innri rödd sem leiðir okkur og verndar.  Hún býr innra með okkur öllum – við þurfum bara að vekja hana og rækta.  Og þegar við vekjum innsæið þá verðum við líka meðvituð um víddina innra með okkur – um það hvað við erum rík hið innra.

Árið 2013 býður okkur að tengja inn á við og hlusta á röddina í hjartanu, að  kveikja á ljósinu innra með okkur og leyfa því að lýsa okkur leiðina.  Að umbreyta óttanum sem stundum fær að taka yfir og að læra að treysta. Ótti getur átt sér margar birtingarmyndir – eins og áhyggjur og kvíða, reiði og óþolinmæði og hik við að láta drauma okkar rætast.  Hann getur líka birst sem einhvers konar doði eða áhugaleysi, skortur á lífsgleði eða þegar við sitjum föst í gömlu fari og sjáum ekki leið út úr því. Við getum í gegnum það að vekja þetta ljós innra með okkur – lært að láta óttann verða vindinn sem blæs í seglin okkar í stað þess að vera veggur sem hindrar okkur í að komast áfram.  En fyrst þurfum við að sleppa óttanum við styrkinn innra með okkur, að hætta að fela okkur fyrir okkar eigin innra ljósi og fegurð.

Kundalini jóga er mjög ríkt af tækjum sem eru bæði aðgengileg og skilvirk – bæði fyrir þá sem eru vanir jóga og eða andlegri rækt.  Þetta er mjög umbreytandi form af jóga og þeir sem stunda það finna fljótt áhrifin, bæði hið innra og í daglegu lífi.  Það hentar sérstaklega vel til að vinna gegn streitu. Kundalini jóga er oft nefnt jóga upplifunar – og rík áhersla lögð á að gefa öllum færi á að upplifa þann styrk sem býr innra með okkur öllum.

Guðrún Darshan Arnalds.  Byggt á greinum eftir Shiv Charan Singh og Nam Hari Kaur og eigin hugleiðingum.