4 vikna námskeið í kundalini yoga
Kennari: Áslaug Maack
Kundalini jóga býður upp á mjög virkar leiðir til að takast á við álag nútímans. Með æfingum sem byggja á hreyfingu, takti og kröftugri öndun styrkist líkaminn, hann verður sveigjanlegri og jafnvægi skapast í taugakerfi, innkirtlakerfi og ónæmiskerfi. Með sterkari líkama, slökun og hugleiðslu öðlumst við færni til að takast á við streitu og álag í daglegu lífi.
Námskeiðið hefst mánudaginn 23. nóvemer. Nánari upplýsingar koma á næstu dögum.
Ástæður streitu geta verið margvíslegar, s.s. breytingar í lífinu/andlegt áfall, óhóflegt vinnuálag, erfið samskipti, fjárhagsáhyggjur, óöryggi, neikvæðni, fullkomnunarárátta, lítið sjálfsálit, o.fl. Streita getur haft bæði líkamleg og andleg áhrif. Minnisstruflanir, skortur á einbeitingu, neikvæðni, áhyggjur, ótti, skapvonska, pirringur, óróleiki, svefnvandamál, reiði, þunglyndi, vöðvabólga, líkamlegir verkir, svimi, öndunarerfiðleikar, minnkandi kynhvöt, vökvasöfnun, hand- og fótkuldi, meltingarvandamál, húðvandamál o.fl. eru dæmi um birtingarmyndir streitu.
Kundalini jóga er öflug aðferð til að styrkja taugakerfið en sterkt taugakerfi gefur okkur kjark til að takast á við álag og streitu í daglegu lífi. Við hlaupum ekki endilega undan álaginu en getum betur tekist á við það. Hugleiðsla kyrrir hugann og styrkir samband okkar við hann svo við getum betur valið hugsanir okkar og viðbrögð í lífinu.
Á þessu fimm vikna námskeiði ætlum við að styrkja okkur líkamlega með mjúkum jógaæfingum, gera öndunaræfingar sem sefa og róa, gefa hvíldinni rými og hugleiða.
Kennari Áslaug Maack Pétursdóttir
Verð: 17.500
Kennt mánudaga og miðvikudaga kl. 18:45-20:15
Skráning; aslaug@wp.andartak.is / S: 8209597