Kennarar í Andartaki

Guðrún Darshan

DSC00531Guðrún Arnalds – Darshan, jógakennari, hómópati, markþjálfi og stofnandi jóga- og heilsustöðvarinnar Andartaks. Hún útskrifaðist sem kennari í Kundalini jóga frá Karam kriya skólanum í London árið 2005 og var fyrsti kundalini jógakennarinn hér á landi. Guðrún hefur einnig lokið annars stigs námi kennara í Kundalini jóga (Transformation) sem er í fimm hlutum: Mind and meditation (2006), Vitality and Stress (2007), Authentic Relationships (2010), Conscious Communication (2011) og Life cycles and life styles (2015). Hún lærði að kenna meðgöngujóga hjá Tarn Taran Kaur (Conscious pregnancy 2006) og barnajóga hjá Shakta Kaur (2004) og hjá Gurudass Kaur (2008). Hún stendur fyrir kennaranámi í Kundalini jóga og þjálfar kennaranema með aðstoð annarra kennara víða að úr heiminum. Guðrún Darshan hefur starfað sem hómópati og leiðbeinandi í líföndun í um 20 ár. Auk þess hefur hún lært Bowen meðferð (2012) og stundar nú nám í Markþjálfun. .Hún hefur skrifað fjölda greina um jóga, öndun og hómópatíu sem birst hafa í blöðum og tímaritum. Guðrún er einn af stofnendum Kyta.is (samtök kundalini jógakennara) og sat í stjórn félagsins í nokkur ár. Hún kennir jóga í Andartaki samhliða því að bjóða upp á markþjálfun, jógíska ráðgjöf, hómópatíu- og bowenmeðferð.

Áslaug Maack Pétursdóttir

Áslaug Maack Pétursdóttir lauk kundalini yoga kennaranámi árið 2011. Hún hefur frá þeim tíma kennt af og til hjá Andartaki, sem og á vinnustað

Hallveig Thorlacius

1464620_10202594644734341_681126433_nHallveig Thorlacius útskrifaðist sem jógakennari 2008. Hún starfar sem brúðuleikari, rekur brúðuleikhúsið Sögusvuntuna
og skrifar spennusögur fyrir unglinga.

 

 

Ragnhildur Ragnarsdóttir – Charanpal

Raggí-150x150
Ragnhildur Charanpal Ragnarsdóttir lauk námi í Kundalini jóga vorið 2011 og hefur auk þess lokið einum hluta af fimm í annars stigs námi kennara í Kundalini jóga, Lifestyles and Lifesycles (2012). Ragnhildur hefur sótt fjölda námskeiða sem lúta að andlegri og líkamlegri heilsu og hefur lokið öðru stigi í Reiki. Ragnhildur hefur starfað sem grafískur hönnuður frá árinu1992.