Dansaðu, lifðu, hlæðu, elskaðu – og slakaðu á

Hópurinn-í-tréNámskeið fyrir konur

Kennari: Guðrún – Darshan

Á þassu námskeiði fjöllum við um styrk konunnar sem mannveru og leiðir til að laða fram það besta í okkur sjálfum.

Á þessum árstíma er mikilvægt svo að hlúa vel að sjálfum sér. Þrátt fyrir myrkur og kulda erum við svo rík að eiga ljós og birtu innra með okkur sem er svo mikilvægt að næra.

Við gerum jóga, hugleiðslu og slökun í hverjum tíma.

Efni námskeiðsins:

•Lífsstíll og mataræði sem styðja okkur í að standa með okkur sjálfum
•Kjarninn minn og leiðir sem hjálpa mér að standa í eigin styrk
•Að skapa minn eigin veruleika í gegnum hugleiðslu og aukið innsæi
•Að upplifa kraftinn sem býr í möntrum til að umbreyta lífi okkar
•Talnaspeki jógafræðanna: Hvernig geta tölurnar mínar leiðbeint mér í lífinu?

•Við höfum miklu meiri möguleika en við getum ímyndað okkur í dag. Þorum að láta okkur dreyma

Við eigum alltaf val um að fara inn á við og vera meistarar yfir huga okkar eða setja ábyrgðina á aðra og eiga á hættu að vera fórnarlömb.

Fjórir þættir sem draga úr styrk hjá konum samkvæmt visku jógafræðanna:

  1. Streita og ójafnvægi
  2. Innri togstreita
  3. Tilfinningalegt óöryggi
  4. Að leggja ekki rækt við andlega tengingu

Uppspretta að styrk konunnar:

  1. Líkamlegt heilbrigði, lífsorka og jafnvægi
  2. Hugleiðsluhugur
  3. Tilfinningalegt öryggi
  4. Andleg rækt

“WHEN A WOMAN STANDS, HER WORLD AWAKENS. WHEN WOMEN STAND THE WORLD AWAKENS”  Shiv Charan Singh

As we are liberated from our own fear,
our presence automatically liberates others.
~ Marianne Williamson ~

Skráning og nánari upplýsingar: andartak@wp.andartak.is / Guðrún Darshan s: 8962396

Pistill til heiðurs konum eftir Guðrúnu Darshan: Gjöfin að vera kona, dóttir, móðir, amma, Gyðja.