Andartak á nýju ári

Vertu stærri en streitan

Kundalini jóga fyrir endurnýjun, orku og innri frið

Aukin lífsorka og kyrr hugur stækka okkur og þá verða vandamálin viðráðanlegri. Umbreyttu streitu í gleði og gerðu hana að vini þínum. 

Níu vikna námskeið hefst 12. janúar. Fimmtudaga kl 17.15-18.45.
Val er um að mæta í Bústaðakirkju eða taka þátt heiman úr stofu í gegn um Zoom 

Á námskeiðinu skoðum við hvernig við getum aukið lífsorku og gleði, ræktað með okkur kyrrð, hugrekki og seiglu og þannig orðið stærri en streitan. 

Notalegt og hvetjandi andrúmsloft, eflandi jógaæfingar, djúp slökun og endurnærandi hugleiðsla í lokin. Sterkur líkami, hugrökk sál og friðsæll hugur.

Nánar hér: Vertu stærri en streitan

Vökvaðu draumana þína

Ásetningur fyrir nýtt ár og stuðningur við daglega hugleiðslu

Stund í upphafi árs til að kveðja það liðna og setja ásetning fyrir nýtt ár. Myndband sem þú getur fylgt í daglegri hugleiðslu. Hvatning í hugleiðslunni, dagbókarskrif og spurningar í hverri viku til að hugleiða á fyrir nýjar venjur og skýran ásetning.

Dagleg hugleiðsla er gott akkeri að hafa í annríki dagsins. Hún gefur okkur færi á að hlaða batteríin, að finna friðsæld og koma heim til okkar sjálfra aftur og aftur. 

Nánar hér: Vökvaðu draumana þína

Vertu stærri en streitan og Vökvaðu draumana þína

Kundalini jóga fyrir endurnýjun, orku og innri frið, ásetningur fyrir nýtt ár og stuðningur við daglega hugleiðslu

Sameinaðu báða kostina. Besti valkosturinn fyrir þá sem hafa tök á.

Nánar hér: Vertu stærri en streitan og Vökvaðu draumana þína

Tvö örnámskeið í ársbyrjun

Námskeiðin fara fram í gegn um netið á Zoom

Kveiktu á kraftinum

  • Hresstu þig við eftir allan jólamatinn og jólaboðin
  • Opnaðu fyrir nýja og ferska orku í kraftmiklum jógatíma
  • Lærðu leiðir til að hreinsa og endurnæra líkama og huga á stuttum tíma
  • Fimmtudaginn 5. janúar kl 17.15 – 18.30

LJós og lífsorka

  • Hugleiðsla og öndun sem upplyftir og endurnærir
  • Kyrrðarstund með þér. Friður hefst hjá hverju og einu okkar. 
  • Möntrusöngur til að kveikja ljósið í vetrarmyrkrinu
  • Mánudaginn 9. janúar kl 17.15 – 18.30

Tilvalið tækifæri til að upplifa og kynnast eflandi jógaiðkun. Hver veit nema þú finnir þína leið hér. Nánar hér: Örnámskeið í ársbyrjun

Comments are closed.