Við erum öll með þessa innri rödd sem leiðbeinir okkur og nærir – ef við gefum okkur tíma til að hlusta. Flest okkar höfum tilhneigingu til að sækja innblástur og í heiminn í kringum okkur – mest af okkar samskiptum er við umhverfið. Ef við gefum okkur tíma til að hlusta á hjartað hefur það mjög fljótt djúp áhrif á daglegt líf okkar. Allt fer að hafa annan lit, meiri tilgang og lífsgleði.
Vorið er timi til að fæðast upp á nýtt og njóta þess að sjá lífið vakna í kringum okkur – upplagður tími til að hreinsa líkamann og sleppa því sem við þurfum ekki á að halda lengur og koma okkur upp nýjum siðum sem þjóna okkur og næra.
Til að styðja við þessa innri rödd getur verið gott að koma sér upp nýjum venjum sem gleðja og næra veröldina okkar hið innra.
Morgunganga eða örstutt jóga gefur okkur færi á að opna hugann fyrir nýjum degi og þeim tækifærum sem hann færir okkur. Stutt hugleiðsla á morgnana er dásamlega endurnærandi. 3 mínútna hugleiðsla hefur ótrúlega mikil áhrif ef hún er gerð daglega. Hugleiðsla hreinsar undirvitundina og hjálpar okkur að vinna úr áreiti og ókláruðum hugmyndum, hugsunum og tilfinningum. Og hjálpar okkur að sjá tækifærin sem eru allt í kringum okkur. Hugleiðsla styrkir hlutlausa hugann og nærir samabandið okkar við sálina. Sálin okkar er einmitt þessi hljóða rödd sem leiðbeinir okkur í gegnum lífið og gefur okkur tilgang og fyllingu í lífið ef hún fær að blómstra og njóta sín. Lesa meira
Hugleiðsla til að prófa heima: Hugleiðsla fyrir friðsælt hjarta. Sjá hérVorið er timi til að fæðast upp á nýtt og njóta þess að sjá lífið vakna í kringum okkur – upplagður tími til að hreinsa líkamann og sleppa því sem við þurfum ekki á að halda lengur og koma okkur upp nýjum siðum sem þjóna okkur og næra.
Hér má lesa meira um venjur sem þjóna okkur í daglegu lífi: Vorið og nýjar venjur