Vertu meistari huga þíns

Hugleiðsla er tími með okkur sjálfum, til að endurnærast, finna kyrrðina hið innra og hlusta á sálina.

Tími til að hlusta, finna aftur taktinn innra með okkur og gefa heiminum fyrir utan frí á meðan.
Hugleiðsla er eins og að fara í bað, hún hreinsar undirvitundina, beinir athygli okkar inn á við, inn í andartakið og færir okkur frið.
Í hugleiðslu styrkjum við hlutlausa hugann.
Sterkur hlutlaus hugur gefur okkur vængi til að lyfta okkur upp yfir tilfinningasveiflur og erfiðar ákvarðanir – svo við getum betur tekist á við áreiti og erfiðleika.
Hugurinn er okkar mikilvægasti félagi. Við þurfum að vera í sambandi við hugann okkar til þess að  blómstra og lifa hamingjusömu lífi.
Hugleiðsla í Kundalini jóga er mjög aðgengileg og gefur okkur fljótt djúpa tengingu inn á við.

Eftir páskana verður áframhald á námskeiðinu Vertu meistari huga þíns hjá okkur í Andartaki. NÁMSKEIÐIÐ HEFST MIÐVIKUDAGINN 3.APRÍL. Kennt verður á miðvikudögum kl 17.30.  Þeir sem vilja geta valið að vera tvisvar í viku og vera þá líka á föstudögum kl hálfsex.og hentar bæði vönum og óvönum hugleiðendum. Hér má lesa meira um námskeiðið

Comments are closed.