Útijóga

SJORE_04092014_MG_7436_PPVið hittumst fyrir utan Kaffi Flóru í Grasagarðinum í Laugardal kl 17.15 í dag, og á sama tíma á mánudögum og miðvikudögum fram að mánaðamótum.

Við ætlum að byrja á gönguíhugun sem upphitun og finna okkur notalegan stað í garðinum þar sem við getum verið í næði. Við endum svo á hugleiðslu – annað hvort úti eða í garðskálanum 🙂  Ég mæli með að vera klædd eftir veðri og með eitthvað til að sitja á – annað hvort í bakpoka eða í formi peysu sem er bundin um mittið – til dæmis. Það er gott að vera í lagskiptum klæðnaði svo hægt sé að klæða sig í og úr eftir hentugleika. Þó það sé loksins komið alvöru vor getum við verið fljót að kólna niður við að sitja kyrr og því gott að vera með góða peysu eða jakka:-)

Comments are closed.