Heilsukokkurinn frá Argentínu, Hernan Diego Heredia ætlar að slá til matarveislu fyrir vini Andartaks mánudaginn 15. apríl kl 19.00.
Boðið verður uppá 3ja rétta heilsumáltíð sem kostar aðeins 2500 kr á mann.
Einnig verða til sölu glæsileg jógaföt frá Indlandi.
Jógatími verður kl 17:30 – 18:45. Allir velkomir að koma og næra bæði sál og líkama. Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku.Tíminn er hluti af námskeiðinu Kundalini jóga og líkamarnir tíu – í þessum tíma ætlum við að ræða um sálina. Sjá nánar um námskeiðið hér
Matseðill:
Graskers-, engifer- og gulrótarsúpa
Risotto með perum, gráðosti og valhnetum
Brauð og hummus,
Linsubaunasalat með rauðlauk, kóríander fræjum og rúsínum
Óvæntur eftirréttur
Þátttaka tilkynnist fyrir kl tvö á laugardag. Athugið að það er takmarkað pláss svo það er vissara að láta vita sem fyrst. andartak@wp.andartak.is. Hægt er að fræðast um aðra starfsemi Andartaks hér
Hernan leggur mikið uppúr matargerð sinni og hefur það að leiðarljósi að búa til hollan mat úr hreinum hráefnum. Hollur matur eykur heilbrigði og gefur okkur orku og ánægju.
Alvöru matur gerður frá grunni án aukaefna, bragð- og litarefna. Komið og njótið með okkur og upplifið skemmtilega stund gleði, hlátrasköll, hugarró og frið.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku í matinn fyrir kl 14:00 laugardaginn 13.apríl – nægilegt er að tilkynna þátttöku í jógatímann á mánudaginn 15.apríl.
Netfangið er andartak@wp.andartak.is
Kokkurinn:
Hernan Diego Heredia Granda er ættaður frá Argentínu og er búsettur á Íslandi í vetur. Hann lærði matreiðslu við “Instituto Culinario Argentino” í Argentínu. Auk þess hefur hann verið að bæta við sig og sérhæfa sig í hinum ýmsu listgreinum matargerðar, víða í heiminum. Á Írlandi lærði hann alþjóðlega matargerð og Ítalska matargerð í Flórens. í Kanada lagði hann stund á nám í grænmetisfæði og í Frakklandi sótti hann nám í tilraunaeldamennsku. Hernan tók þátt í að opna veitingastaðinn Basil and Lime í Reykjavík, hannaði matseðilinn og var þar yfirkokkur. Hann starfaði um tíma að elda fyrir farandsirkusinn “Cirque du Soleil”. Auk þess hefur hann starfað á veitingahúsum víða um heim t.d Club Astronomico Toscano í Flórens, á Baskaveitingahúsinu Sgardi í Barcelona, Gabo- veitingahúsi í Madrid sem sérhæfir sig í hefðbundnum spænskum mat og á veitingahúsinu Raioela á suður Spáni. Hann starfar núna við eldhúsið í Norðlingaskóla í Reykjavík.
Sat Naam