Dagskráin okkar á vorönn er rík af tækifærum til að næra okkur sjálf og lifa af heilu hjarta.
Vökvaðu draumana þína 2019. Grasið er alltaf grænna þar sem þú vökvar það. Hvað vilt þú vökva á nýju ári? Hvað viltu næra? Hvernig geturðu elskað sjálfa-n þig meira á nýju ári? Ath. afsláttur fyrir þá sem staðfesta fyrir 24. desember. Sjá nánar hér: Vökvaðu draumana þína 2019
Djúpslökun og hugleiðsla. Námskeið með áherslu á að endurnærast og kynnast töfraheimum hugleiðslu og kyrrð hugans. 6 vikna námskeið – einu sinni í viku. Sjá nánar hér: Djúpslökun og hugleiðsla.
Lífsorka, hamingja og hugleiðsla. Kundalini jóga, slökun og hugleiðsla. Hver tími er klukkutími og korter og því nægt rými til að eiga góða og endurnærandi stund með sjálfum sér og uppsprettunni í hjartanu. Tvisvar í viku. Nánar: Lífsorka, hamingja og hugleiðsla
Einkatímar og ráðgjöf þar sem þú og þínar þarfir ráða ferðinni. Tækifæri til að vaxa, endurnærast, sleppa, heila og finna hvað þú þarft til að blómstra. Nánar hér: Einkatímar og ráðgjöf / markþjálfun, bowen meðferð, hómópatía, jógísk talnaspeki, jógísk ráðgjöf, jógaþerapía.
- Ertu að sýna þér þann kærleika sem þú átt skilið
- Ertu á krossgötum?
- Viltu fá stuðning til að finna jafnvægi og blómstra í lífinu?
- Ertu að glíma við heilsufarslegt ójafnvægi sem háir þér í lífinu?
- Hvert viltu stefna?
- Glímir þú við vanda varðandi tilfinningar eða samskipti?
- Áttu erfitt með að slaka á?
- Viltu fá stuðning við að koma þér upp lífsstíl sem þjónar þér og styður í lífinu?
Hér er hægt að hafa samband og fá nánari upplýsingar: gudrun@wp.andartak.is / Guðrún s: 896 2396