Andartak á nýjum stað. Nýtt námskeið að hefjast

Það er með mikilli tilhlökkun sem við hefjum jógaönnina á nýjum stað í Safnaðarheimili Bústaðakirkju.  Námskeiðið hefst í dag fimmtudaginn 29. sept. kl 17.15 – verið velkomin að koma og prófa í fyrsta tíma. Námskeiðið stendur fram að jólum og kennt verður einn og hálfan tíma í senn, á mánudögum og fimmtudögum. Ég hlakka til að sjá ykkur 🙂

Lífsorka, hamingja og hugleiðsla

hopur-tre-aKundalini jóga fyrir innri styrk og jafnvægi í daglegu lífi

Á námskeiðinu sækjum við í viskubrunn Kundalini jóga og innra með okkur sjálfum. Við lærum leiðir til þess að kynda undir lífsorkuna og finna friðsældina innra með okkur mitt í amstri dagsins.

Námskeiðið hefst fimmtudaginn 29. september kl 17.15.  Allir velkomnir í frían prufutíma.

Mánudaga og fimmtudaga kl 17.15 – 18.45

Nánar um námskeiðið hér: Lífsorka, hamingja og hugleiðsla

Comments are closed.