Sýndu skilning í gegnum samkennd

nirvair-150x150“Sýndu skilning í gegnum samkennd – annars misskilur þú tímana sem þú lifir á”
“Understand through compassion or you will misunderstand the times”

Kvöldstund með Nirvair Singh kundalini jógakennara og , framkvæmdastjóra KRI (Kundalini research institute) í YOGA HÚSINU, trönuhrauni 8, Hafnarfirði – miðvikudaginn 10. feb.

Sútrurnar fimm fyrir Vatnsberaöld voru settar fram af Yogi Bhajan sem leiðarljós til þess að lifa eftir á þessum nýju tímum sem við lifum á. Sútra er þráður – hugmynd til að hugleiða á – sem sett er fram í einni stuttri setningu. Sútrur eru auðveldar að leggja á minnið og varðveita djúpan sannleika andlegrar visku á einfaldan hátt.

Nirvair ætlar að fjalla um fjórðu sútruna, “Understand through compassion or you will misunderstand the times.” Tíminn verður bæði spjall og stutt jóga.

NIRVAIR SINGH er frá Alaska. Hann kenndi í 31 ár við “Alaska Anchorage” háskólann, þar sem hann kenndi kundalini jóga. Á meðan hann kenndi þar voru tímarnir hans ár eftir ár vinsælustu tímar skólans meðal nemenda.

FIMM SÚTRUR FYRIR VATNSBERAÖLD:
1. Veittu því athygli að hin manneskjan ert þú.
2. Það er til leið í gegnum allar hindranir.
3. Þegar tíminn krefst þess, byrjaðu og þá léttir á þrýstingnum
4. Sýndu skilning í gegnum samkennd. Annars misskilur þú tímana.
5. Leyfðu alheiminum að tjá sig í þér. Þá greiðir hann þér leið.

 

Comments are closed.