Styrkur og gleði í Andartakinu

1654087_10152208216243895_1655047304_n6 vikna námskeið hefst fimmtudaginn 27. febrúar.

Kennarar eru Ragnhildur Ragnarsdóttir og Berglind Ásgeirsdóttir.  Kennt verður þri og fim kl. 18.45.

FRÁBÆRT TÆKIFÆRI TIL AÐ EFLA ÞINN INNRI OG YTRI LJÓMA.

Á þessu námskeiði verður farið dýpra í TILGANGINN MEÐ ÞVÍ AÐ GERA JÓGA – með áherslu á GLEÐI og það að NJÓTA ÞESS SEM JÓGAIÐKUNIN GEFUR OKKUR.

Að finna FRELSI HUGANS í öllu áreitinu og komast nær kjarnanum okkar svo við getum séð hvert VITINN INNRA MEÐ OKKUR lýsit okkur.

Í fyrstu tímunum verður fjallað um “Skrefin sjö í átt að hamingju”

Í hverjum tíma er jóga, hugleiðsla og slökun.

Jógafræðin kenna okkur að fyrsta skrefið í átt að hamingju er skuldbinding. Skuldbinding við það besta í okkur sjálfum. Fest okkar höfum á einhvern hátt skuldbundið okkur á röngum forsendum. Sem börn mættu flest okkar einhvers konar mótlæti sem varð til þess að við sköpuðum okkur viðhorf sem þjóna okkur ekki endilega í dag. Þess vegna erum við ekki alltaf að lifa því lífi sem okkur dreymdi um. Til að leiðrétta þessa skekkju þurfum við að byrja upp á nýtt og fara að næra okkur sjálf. Það þurfa ekki endilega að vera stórar breytingar – því litlar breytingar hafa margföldunaráhrif út í lífið.

Hamingjan er innri vinna og þakklæti er forsenda hamingjunnar.