Námskeiðið hófst í síðustu viku – enn er hægt að koma inn í það – örfá pláss laus. Kennt verður mánudaga og miðvikudaga kl 18.45. Hentar bæði vönum og óvönum jógaiðkendum. Það er enn hægt að skrá sig og mæta í tímann á morgun.
Streita er orðið að stóru vandamáli á Vesturlöndum í dag. Við lærum mjög takmarkað í skóla í listinni að slaka á og endurnæra líkamann. Á tímum eins og þessum er blátt áfram nauðsynlegt að tileinka sér leiðir til að takast á við álag og erfiðleika. Kundalini jóga býður upp á virkar leiðir til að höndla streitu og hefja sig upp yfir annríki hversdagsins.
Lesa meira um námskeiðið hér