Skapandi flæði. Helgarnámskeið
(english version below)
ATH! 15% afsláttur ef staðfest er fyrir föstudaginn 26. febrúar
Helgina 5. – 6. mars kl. 10-18
Kynningartími / masterclass föstudagskvöld – 4. mars kl. 19.45 – 21.45 (innifalinn fyrir þá sem fara á námskeiðið)
Shakti dans er form af dansjóga sem eykur jafnvægi á milli sálar og líkama í gegnum flæðandi jógastöður og dans.
Umsögn: “Þetta er eins og að dansa í gegnum jógatíma. Fullkomið flæði! Flæði sálar og líkama. Samspil sem leiðir inní djúpa hugleiðslu og jafnvel hálfgerðann trans. Hvert skipti sem ég hef tekið þátt í Shakti dansi, hef ég fundið fyrir djúpum breytingum á sjálfinu.” Hugrún Fjóla Hafsteinsdóttir
Shakti dans byggir á kundalini jógafræðum Yogi Bhajan og eykur skilning iðkenda á orkunni sem vaknar þegar líkami og sál ná að sleppa takinu og sameinast í núinu.
Shakti dans var þróaður af Avtar Kaur sem er þjálfaður dansari og hefur kennt kundalini jóga í yfir 20 ár.
Kennari er Aragyua Simran Pal Kaur frá Spáni. Ásamt því að kenna kundalini jóga og shakti dans starfar hún sem dansari og “líkamsmálari”
Shakti er er táknmynd kvenorkunnar í jógafræðunum. Shakti stendur fyrir sköpunarorkuna í heiminum – frumsköpunarkraft sálarinnar. Shakti þýðir orka, kraftur, hreyfing, breyting, náttúra. Shiva er hliðstæða hennar í formi karlorku. Shiva er hin tæra vitund sem ekki breytist. Óendanleg, ósveigjanleg, vitni alls sem við upplifum.
Dans er eitt af tjáningarformum verundar okkar. Sálin skín í gegn þegar við erum mest í náinni snertingu við okkur sjálf. Þegar flæði líkamans er opnað í gegnum hreyfingu og vakandi athygli, þá verður dansinn að jóga. Þegar við losum um líkamlega spennu þá víkkar hugurinn sig út handan líkamans. Sofandi líkamshlutar vakna í krafti meðvitundar og orka tónlistar og tilfinninga flæðir á skapandi hátt í gegnum okkur. Með því að dýpka samband okkar við orkustöðvarnar vaknar hjá okkur næmni og fínleiki á hærri tíðni en áður. Líkaminn verður þannig hljóðfæri sem Guðlega sjálfið okkar tjáir sig í gegnum.
Shakti dans er “dansjóga”, meðvitaður dans í samhljóm við visku jógafræðanna og hjálpar okkur að þróa vitund okkar og skilning á líkama, huga og tilfinningum.
Verð: 29.500 kr. 15% afsláttur ef staðfest er fyrir föstudaginn 26. febrúar
Verð fyrir Masterclass / kynningartíma: 3900
Kynningartími / masterclass opinn öllum. Innifalinn fyrir þá sem taka þátt í námskeiðinu.
Upplýsingar og skráning: shaktidans@wp.andartak.is.
Mjöll: 8647910
Darshan: 8962396
Shakti dance:
Weekend workshop
Date: March 5-6. Hours: 10-18 both days
Masterclass evening – Friday 4. mars 19.45-20.45
15% discount – early bird price untill february 26th.
Shakti dance is a form of yoga dance that balances body and soul through flowing yoga postures and dance.
Shakti dance builds on the wisdom of Kundalini yoga of Yogi Bhajan and increases within the practitioner an understanding of the energy that awakens when body and soul let go and connect in the present moment.
Shakti dance was evolved by Avtar Kaur who is an experienced dancer and who has tought kundalini yoga for over 20 years.
Teacher: Aragyua Simran Pal Kaur from Spain, kundalini yoga and shakti dance teacher, dancer and bodypainter.
Price: 29.500 kr. 15% discount before february 26th
Price for Masterclass /intro class: 3900
Masterclass open to everyone and included for those who participate in the workshop
Contact information and booking:
shaktidans@wp.andartak.is
Mjöll ph: 864 7910 / Darshan ph: 8962396
Place: Andartak – Hamraborg 10, 3rd floor. Kópavogur, Iceland
The theme of the workshop: Everything is vibration and vibration is made of cycles of waves. The heart of every movement and vibration is the 3 Gunas. Rajas, Tamas and Sattva.