Vertu meistari huga þíns

SJORE_04092014_MG_7627_PPNýtt 3 vikna hugleiðslunámskeið- hefst 10. mars

Þriðjudaga og fimmtudaga kl 18.45

Á námskeiðinu skoðum við hvernig kundalini jóga og hugleiðsla geta hjálpað okkur að umbreyta gömlum mynstrum innra með okkur, að sleppa því sem þjónar okkur ekki og skapa okkur nýjar og uppbyggjandi venjur.

Námskeiðið er jafnt fyrir vana og óvana iðkendur.  Verð 13.500 innifalinn aðgangur í opna tíma.

Nánar: nánar um hugleiðslunámskeiðið

Innri næring – gleði í hjarta

Darshan-tré-klipptInnri næring gleði í hjarta:  Námskeiðið hófst miðvikudaginn 4. mars. Enn er hægt að koma inn í námskeiðið – örfá pláss laus.

Á þessu námskeiði ætlum við að skoða hvernig streita birtist í lífi okkar og leiðir til að endurnærast og hlaða batteríin. Nánar um námskeiðið.

Rannsóknir hafa endurtekið sýnt jákvæð áhrif jógaiðkunar og hugleiðslu í tengslum við streitu og álag. Þar má nefna aukna einbeitingu, eflingu ónæmiskerfisins, bættan svefn og bætta meltingu. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram að regluleg hugleiðsla og jógaiðkun dregur úr kvíða og þunglyndi og eykur sjálfstraustið.Regluleg hugleiðsla og jógaiðkun hafa áhrif á ákveðin svæði í heilanum sem tengjast hæfileikanum til að velja viðbrögð okkar undir álagi. Þeir sem hugleiða reglulega eiga til dæmis mun auðveldara með að stýra huganum, og velja venjur sínar. Auk þess geta þeir frekar brugðist við áreiti á meðvitaðan hátt. Þessi eiginleiki getur verið mjög gagnlegur í samskiptum og almennt í daglegu lífi.
Verð fyrir námskeiðið: 19.500 – innifalinn aðgangur í opna tíma.Umsagnir nemenda af fyrra námskeiði: meðmæli nemenda

Opin kynningarvika í Andartaki

Þessa viku eru allir velkomnir að koma frítt í opnu tímana hjá okkur.

Opnir tímar eru eftirfarandi:
Í kvöld þriðjudag kl 20.30
Á morgun miðvikudag kl 17.15 (einnig er hægt að koma beint í hugleiðsluna kl 18.15).
Fimmtudag kl 12.05
Föstudag kl 17.15 (einnig er hægt að koma beint í hugleiðsluna kl 18.15).

Velkomið að bjóða vinum og fjölskyldu að koma með  í tíma.

Fjörutíu daga hugleiðsla í Andartaki

Við  erum að byrja á nýrri fjörutíu daga hugleiðslu í Andartaki í þessari viku. Það er ekki of seint að byrja núna:-). Hægt er að tilkynna þátttöku með því að senda póst á andartak@wp.andartak.is eða með því að mæta á staðinn. Einnig geta þáttakendur fengið aðgang að hugleiðsluhópnum okkar á facebook.

Þátttakendur geta síðan valið um að halda áfram heima hjá sér að hugleiða daglega / taka þátt í hugleiðslunni þegar við gerum hana í Andartaki – eða bæði.

Hugleiðslan verður gerð í opnum tímum næstu fjörutíu dagana.  Nánar um opnu tímana hér.

Við minnum líka á nýju tímana með áherslu á hugleiðslu og slökun. Þeir eru mánudaga og miðvikudaga kl 16.15. Nánar um þá hér

Fjörutíu daga hugleiðsla í Andartaki

7363204_xxlAndartak tekur þátt í átakinu Friðsæld í febrúar á vegum tímaritsins “Í boði náttúrunnar.”  Við ætlum að byrja á nýrri fjörutíu daga hugleiðslu í Andartaki mánudaginn 9. febrúar. Hugleiðslan verður gerð í opna tímanum kl 17.15. Þeir sem vilja geta komið bara í hugleiðsluna – hún hefst kl 18.15. Allir velkomnir að koma frítt í tímann.

Þátttakendur geta síðan valið um að halda áfram heima hjá sér að hugleiða daglega eða taka þátt í Andartaki – eða bæði. Hægt er að skrá sig til þátttöku á andartak@wp.andartak.is. Við erum einnig með hóp á facebook til stuðnings þeim sem taka þátt.

Hér má lesa nánar um hugleiðsluna: Hugleiðsla gegn streitu og togstreitu.

Hugleiðslan kemur jafnvægi á frumkraftana innra með okkur. Þegar þeir eru í jafnvægi getum við betur staðist álag og streitu. Hún tekur burtu togstreitu milli heilahvelanna sem eru annars í baráttu um það hvaðan ákvörðunin á að koma. Nánar um hugleiðsluna hér.

Hugleiðslan verður gerð í opnum tímum næstu fjörutíu dagana. Opnir tímar eru á mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl 17.15, Hádegistímar kl 12.05 á þriðjudögum og fimmtudögum, kvöldtímar kl 20.30 á þriðjudögum. Nánar um opnu tímana

Við minnum líka á nýju tímana með áherslu á hugleiðslu og slökun. Þeir eru mánudaga og miðvikudaga kl 16.15. Jóga nidra / hugleiðsla / gong slökun

Hláturjóga

woman-laughingÁ föstudaginn kl 17.15 verður hláturjóga í Andartaki með gestakennaranum Siri Gopal.
Hláturjóga er skemmtileg upplifun til að auka gleði í lífinu. Hláturjóga losar um streitu, eykur endorfínin í líkamanum og er gott fyrir hjartað. Og góð leið til að stíga aðeins út fyrir þægindarammann:-)

Við hitum upp líkamann með kraftmiklum jógaæfingum og svo förum við í HLÁTURJÓGA:-)

Þátttakendur geta síðan tekið með sér tæki til að nota heima til að byggja upp hamingjusamari líkama:-)

Verð 2900.

Þeir sem eru vanir að koma í opna tímann á föstudögum eru velkomnir að koma og vera með endurgjaldslaust.

Siri Gopal verður einnig með Gong námskeið um næstu helgi. Hér er hægt að lesa meira um Gong námskeiðið og Siri Gopal

Gong námskeið um helgina

10616000_10152745558739396_3188133342420950927_nNámskeiðið verður helgina 31. janúar- 1. febrúar og hentar bæði fyrir jógakennara og heilara sem vilja læra að virkja heilunarmátt gongsins. Kennari er Siri Gopal frá Los Angeles í Bandaríkjunum.

Gong er stundum nefnt „hið heilaga Gong“. Það getur hjálpað fólki að öðlast heilun og innri frið.  Í hvert skipti sem Gong er spilað af vitund og virðingu öðlast nemandinn/ hlustandinn samband við nýja vídd innra með sér.  Hver gongtími veitir heilun og skapar skilning sem nær mun dýpra en hugurinn og mannleg heyrn geta náð. Siri Gopal kennir bæði byrjendum og fólki sem hefur sótt Gong heilun reglulega. Hver Gong tími gefur tækifæri að hlusta dýpra og vekja náðargjöf hljóðsins innra með okkur sjálfum og öðrum. Við erum öll hljómur eða tíðni. Alheimurinn er heimur hljóðsins og Gong endurspeglar hljóð alheimsins.

Nánar um Gong námskeiðið

Gong dagur

10616000_10152745558739396_3188133342420950927_nOkkur í Andartaki langar til að geta boðið upp á góða gong slökun og fallegan hljóm. og erum að safna okkur fyrir nýju gongi. Við ætlum að vera með viðburð laugardaginn 24. janúar og eru frjáls framlög vel þegin.

Dagskrá laugardaginn 24. janúar:

Við byrjum kl 11.00 og ljúkum stundinni kl 13.30
Hægt er að koma td bara í jóga eða bara í gong slökunina.

11.00 Kundalini jóga
11.45 Slökun við lifandi tónlist
12.00 Möntrusöngur við lifandi tónlist.
Við fáum til okkar tónlistarkonuna Þóru Björku sem ætlar að spila undir í slökuninni og á meðan við hugleiðum. Það er mjög notalegt að syngja möntrur undir lifandi tónlist.
12.15 Gong slökun
12.45 Te og spjall

Nánar og um það sem gong getur gert fyrir okkur:

Frí prufuvika og ný námskeið að hefjast

1335532_highAndartak býður öllum sem vilja að koma frítt í alla opna tíma vikuna 12. – 17. janúar.

Opnir tímar eru á þessum tímum:

NÝTT: Jóga nidra djúpslökun / hugleiðslutímar / gongslökun – mánudaga og miðvikudaga kl 16.15.

Kundalini jóga: Mán, mið og föst kl 17.15, hádegistímar þrið og fim kl 12.05 og kvöldtímar á þriðjudögum kl 20.30.

Ný námskeið að hefjast: Námskeiðið “Jóga, mataræði og lífsstíll” hefst miðvikudaginn 14. janúar og byrjendanámskeið í kundalini jóga hefst fimmtudaginn 15. janúar.

Spennandi nýtt jógaár

Andartak_gjafakortAndartak hefur opnað aftur á nýju ári og verða opnir tímar eins og áður á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 17.15 þessa fyrstu viku –  allir velkomnir að koma í frían prufutíma!

Í næstu viku bætast við fleiri opnir tímar í stundaskrána og verða á þessum tímum: mán, mið og föst kl 17.15, hádegistímar þrið og fim kl 12.05-12.50

Helgarnámskeiðið Meðvitað foreldrahlutverk með gestakennaranum Satyu Kaur frá Portúgal  verður núna um helgina: 10.-11. janúar. Nánar hér

Námskeiðið “Jóga, matarræði og lifsstill” með Guðrúnu Darshan hefst miðvikudaginn 15. janúar. (nánar hér)
Og nýtt 6 vikna byrjendanámskeið hefst 15. janúar. Meira um það hér.

Nánar um námskeiðin hér

Við minnum líka á falleg gjafakort Andartaks – fyrir þá sem vilja gefa mjúka og nærandi jólagjöf. Hægt er að kaupa gjafabréf fyrir námskeið, opna tíma og líka fyrir einkaráðgjöf.

 

Vetrarsólstöður – Ljósið fæðist í myrkrinu

10417695_747119042008769_1919231316460861655_nÁ hverju ári þurfum við að mæta myrkrinu og á hverju ári fylgjumst við með því hvernig ljósið fæðist á ný um leið og sólin fer aftur að hækka á lofti. Vetrarsólstöður eru 21. desember og þá er lengsta nótt ársins.  Orðið sólstöður vísar til þess að sólin stendur í stað. Hún hættir að lækka á lofti, fer síðan að hækka aftur hægt og bítandi og ljósið sigrar myrkrið.

Vetrarsólstöður eru á kaldasta tíma ársins. Í gegnum söguna hefur veturinn verið tími til að leggjast inn í hýði, tími kyrrðar, depurðar, hungurs, svefns, myrkurs og kulda. Á vetrarsólstöðum fögnuðu mennirnir endurkomu sólarinnar sem lífgjafa  og vonargjafa mitt í öllum kuldanum og myrkrinu. Í dag fögnum við fæðingu frelsarans og ljóssins í hjartanu. Í heiðni var þessi hátíð líka kölluð jól. Freyr var guð kærleika og frjósemi, guð árs og friðar. Óðinn átti sér mörg nöfn, þeirra á meðal voru jólafaðir og jólnir. Óðinn stendur fyrir visku og innri styrk, en hann var líka meistari hinna dauðu- drauganna.

Á vetrarsólstöðum og jólum erum við að takast á við myrkrið og tendra ljósið innra með okkur. Til þess þurfum við að horfast í augu við skuggahliðarnar okkar og draugana í lífi okkar. Mér finnst þessi tími ytra myrkurs kalla mig inn á við. Ég hugleiði daglega flesta daga ársins en á þessum árstíma verður það enn auðveldara og mér finnst ég vera nær kyrrðinni. En líka einmitt vegna alls annríkisins í lífi mínu og í kringum mig á þessum tíma þá finnst mér það alveg nauðsynlegt að hugleiða til að halda einbeitingu í verkefnunum og til að halda sjálfri mér í jafnvægi.

Þetta er góður tími til að skoða árið sem er að líða, velta upp hvað við eigum eftir óklárað – verkefni, samskipti, áramótaheit síðustu áramóta og einnig til að undirbúa nýja árið. Þetta er líka tími til að njóta þess góða sem myrkrið færir okkur – kyrrð, frið og endurnýjun.

Lesa meira hér