Útijóga

SJORE_04092014_MG_7436_PPVið hittumst fyrir utan Kaffi Flóru í Grasagarðinum í Laugardal kl 17.15 í dag, og á sama tíma á mánudögum og miðvikudögum fram að mánaðamótum.

Við ætlum að byrja á gönguíhugun sem upphitun og finna okkur notalegan stað í garðinum þar sem við getum verið í næði. Við endum svo á hugleiðslu – annað hvort úti eða í garðskálanum 🙂  Ég mæli með að vera klædd eftir veðri og með eitthvað til að sitja á – annað hvort í bakpoka eða í formi peysu sem er bundin um mittið – til dæmis. Það er gott að vera í lagskiptum klæðnaði svo hægt sé að klæða sig í og úr eftir hentugleika. Þó það sé loksins komið alvöru vor getum við verið fljót að kólna niður við að sitja kyrr og því gott að vera með góða peysu eða jakka:-)

Jóga í júní – tilboð

SJORE_04092014_MG_7791_PPÞað verður kennsla í Andartaki út júní. Eftir þann 20. verðum við í jóga úti í ferska loftinu.TILBOÐ Í JÚNÍ: JÓGA ALLAN JÚNÍMÁNUÐ Á 8500 kr. Sjá nánar hér um opna tíma.

Frá og með 1. júlí förum við í sumarfrí og opnum svo á nýjum stað næsta haust.

Kynning á kennaranámi í kundalini jóga

UntitledKynningin verður næstkomandi mánudag – 1. júní, kl 19.00 í Andartaki, Skipholti 29A, efstu hæð. Allir velkomnir. Einnig er velkomið að mæta í tímann á undan sem hefst kl 17.15.

Námið hefst í september 2015.
Kennaranám í Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan er ferðalag sem veitir þér nýja sýn á sjálfa-n þig og lífið. Hvort sem þú hefur áhuga á að dýpka þína eigin upplifun og skilning á Kundalini jóga eða vilt öðlast jógakennararéttindi þá er þetta tækifæri til að virkja kraftinn sem býr innra með þér.

Námið er viðurkennt af Yoga alliance – alþjóðlegum samtökum jógakennara.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námsgjalda fyrir sína félagsmenn. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

“Ef þú ætlar að læra eitthvað skaltu lesa um það, ef þú vilt vita eitthvað, skaltu skrifa það niður. Ef þú ætlar að verða MEISTARI á einhverju sviði, skaltu kenna það.” – Yogi Bhajan

Nánar um námið hér

Fyrirlestur um talnaspeki í kvöld

DKK smallTALNASPEKI MEÐ DHARMA KAUR FRÁ EQUADOR 

Fyrirlestur í kvöld miðvikudaginn 20. maí kl 18.45-20.15

Einkatímar 18.-24. maí.

Tímapantanir: andartak@wp.andartak.is / Guðrún s: 8962396

Jógísk talnaspeki er þekkingarkerfi sem ýtir undir persónulegan þroska, leiðbeinir og heilar okkur. Það byggir á fornu indversku kerfi, Akar Jantri og var kennt af Yogi Bhajan. Tæknin innifelur líka eiginleika úr klassísku jóga og tæknilegri nálgun vestrænnar hugsunar.

Nánar hér

Ayurveda og jóga – hreinsun og endurnýjun

rasayana Kvöldnámskeið með ayurvedalækninum Flore Nicolas. fimmtudaginn 21. maí kl 18.45-22.00

Viska fyrir huga, líkama og sál. Leiðir til að hreinsa huga og líkama reglulega og halda heilsunni í góðu jafnvægi. Nánari upplýsingar: hér. Einnig er hægt að senda póst á: andartak@wp.andartak.is.

Efni námskeiðsins:
• Skilningur ayurveda á heilsu, hreinsun og endurnýjun
• Að vinna með innri eld meltingarinnar
• Mikilvægi endurnýjunar og næringar
• Sæluástand góðrar heilsu
• Að hreinsa hugann og skilningarvitin
• Að nota hjartað til að hreinsa tilifinningaleg eiturefni
• Leikur sem opnar hjarta

Nánar um námskeiðið hér

Kynning á kennaranámi í kundalini jóga

UntitledKynningin er í næstu viku, miðvikudaginn 22. apríl kl 18.45 í Andartaki, Skipholti 29A. Allir velkomnir!

Á næstu dögum verðum við með kynningu á náminu víðar um land:

16. apríl: Eskifjörður – kl 21.00 – Námskeið á undan kl 19.15 – Lífið í jafnvægi, slökun og styrkur. Nánar hér

18. apríl: Egilsstaðir – kl 14.00-15.00. Námskeið um morguninn – kl 9.30-13.30: Lífsorka, hamingja og hugleiðsla. Nánar hér

19. apríl: Akureyri – kl 18.00-19.00. Námskeið á undan kl 16.00-17.45. Lífsorka, hamingja og hugleiðsla. Nánar hér

Námið hefst í september 2015

Kennaranám í Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan er ferðalag sem veitir þér nýja sýn á sjálfa-n þig og lífið. Hvort sem þú hefur áhuga á að dýpka þína eigin upplifun og skilning á Kundalini jóga eða vilt öðlast jógakennararéttindi þá er þetta tækifæri til að virkja kraftinn sem býr innra með þér.

Kennaranámið gefur þér grunn að árangursríkri jógaiðkun fyrir lífstíð og eykur starfsmöguleika hvar sem er í heiminum.

“Ef þú ætlar að læra eitthvað skaltu lesa um það, ef þú vilt vita eitthvað, skaltu skrifa það niður. Ef þú ætlar að verða MEISTARI á einhverju sviði, skaltu kenna það.” – Yogi Bhajan.

Nánar um kennaranámið

Löng gongslökun í dag

Nú er páskafríið afstaðið – vonandi nutuð þið þessarra björtu daga í dymbilvikunni:-)  Ég fór upp í sumarbústað og átti dásamlegar gönguferðir í snjónum með fjölskyldunni og naut þess að láta sólina baða mig.  Ég hugleiddi daglega – það er ómissandi hluti af því að njóta lífsins í mínum huga:-)  Og spilaði “Ólsen – ólsen” við son minn.

Nú fer vorið að bræða ísinn og við að kasta af okkur vetrinum og drunganum. Vorið er góður tími til að hreinsa til í huga og líkama og styrkja þannig friðinn og birtuna innra með okkur svo við getum betur notið sumarsins.

Vorhreinsun: Það eru ýmsar leiðir til að hreinsa. Til dæmis bara með þvi að sleppa einhverju sem er ekki að byggja okkur upp – eins og til dæmis sykri eða kaffi, eða neikvæðni. Nú eða leggja áherslu á hreyfingu og ferskt loft í lungun. Það getur verið ágætt að setja sér einhver tímamörk – til dæmis að sleppa sykri í mánuð:-) Eða borða alltaf grænmetissúpu í kvöldmat í viku og létt í hádeginu og fara í daglega gönguferð. Það getur verið góður stuðningur við hreinsunina að hugleiða. Hugleiðsla er líka besta leiðin sem ég þekki til að hreinsa til í undirvitundinni. Og regluleg jógaiðkun hjálpar að sjálfsögðu mikið til við að halda okkur á sporinu og ná markmiðum okkar.

Í dag er opinn tími í jóga. Í tímanum í dag ætlum við að gera hressandi kríu og fara í langa gong slökun. Og svo endum við á hugleiðslu “Að tengja saman himin og jörð”. Það eru að sjálfsögðu allir velkomnir í frían prufutíma. Nánar um opna tíma.

Er þinn hugur ótaminn eða takmarkalaus?

SJORE_04092014_MG_7424_PPÞekkir þú þinn eigin huga? Kanntu að hafa hemil á honum?  Veistu að það eru mjög fáir með virkt meðvitað samband við eigin huga?  Og veistu að ef þú ert ekki með samband við hugann þá er það hugurinn sem stjórnar þér – ekki öfugt?

Það þýðir að ef þér gengur illa að glíma við einhverja venju sem er farin að hafa neikvæð áhrif á líf þitt – þá er það hugurinn sem er búinn að taka völdin og þú ert ekki lengur við stjórnvölinn.  Og það veldur því að þú kannski reiðist óvænt – án þess að ætla það –eða þú fyllist af kvíða við ákveðnar aðstæður – eða kannski finnst þér lífið erfitt og alvörugefið. Þá er það reiðigusan, kvíðahnúturinn eða alvarleiki lífsins sem velja þig. Það ert ekki þú sem velur heldur hugurinn.

Hugleiðsla kennir okkur að byggja upp virkt samband við hugann. Og þá getum við farið að velja meira hvernig okkur líður, við hvað hugurinn dvelur og við getum farið að velja okkar eigin viðbrögð.

Hugurinn er eins og ótaminn hundur sem snuðrar um allt og er alltaf forvitinn. Ef við ákveðum að eignast hund þá þurfum við að þjálfa hann ef við eigum ekki að sitja uppi með hömlulausan hund sem geltir á allt og alla, Á sama hátt þurfum við að læra að temja hugann okkar ef hann á að geta starfað fyrir okkur á jákvæðan og uppbyggjandi hátt.

Hugurinn okkar er margbrotið og heillandi fyrirbæri. Hann er stærsti fjársjóðurinn sem þú átt og hann býr yfir óendanlegum möguleikum. Ef þú lærir að eiga sterkt samband við hugann þá áttu þar öflugra tæki en þú getur ímyndað þér – og sem getur skapað þér bæði hamingju og velsæld.

Undanfarna mánuði höfum við boðið fólki að hugleiða með okkur – heima og eða í Andartaki og styðja þannig þá sem vilja koma sér upp daglegri hugleiðslu.

Nú er að byrja ný fjörutíu daga hugleiðsla hjá okkur og allir velkomnir að taka þátt. Hvort sem þú ert iðkandi í Andartaki eða ekki ertu velkomin-n að koma og hefja hugleiðsluna með okkur og fá leiðbeiningar til að halda áfram. Hægt er að skrá sig til þátttöku á andartak@wp.andartak.is.

Nánari upplýsingar Fjörutíu daga hugleiðsla

Kynning á kennaranámi í kundalini jóga

UntitledKynningin er í kvöld, fimmtudaginn 12. mars kl 19.30 í Andartaki, Skipholti 29A. Allir velkomnir!

Námið hefst í september 2015

Kennaranám í Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan er ferðalag sem veitir þér nýja sýn á sjálfa-n þig og lífið. Hvort sem þú hefur áhuga á að dýpka þína eigin upplifun og skilning á Kundalini jóga eða vilt öðlast jógakennararéttindi þá er þetta tækifæri til að virkja kraftinn sem býr innra með þér.

Kennaranámið gefur þér grunn að árangursríkri jógaiðkun fyrir lífstíð og eykur starfsmöguleika hvar sem er í heiminum.

“Ef þú ætlar að læra eitthvað skaltu lesa um það, ef þú vilt vita eitthvað, skaltu skrifa það niður. Ef þú ætlar að verða MEISTARI á einhverju sviði, skaltu kenna það.” – Yogi Bhajan.

Nánar um kennaranámið

Tilboð á vormánuðum

images-6Við í Andartaki erum komin í vorskap þó ekki sé hægt að segja að vorið blasi við þegar litið er út um gluggann. En við erum full bjartsýni og ætlum að bjóða ykkur kort á vortilboði – þrír mánuðir á verði tveggja. Þetta kort gildir í alla opna tíma hjá okkur.

Opnir tímar eru fyrir alla bæði vana og óvana iðkendur – dásamlega endurnærandi stund fyrir huga, líkama og sál. Fjölbreyttir tímar með áherslu á að styrkja og endurnæra líkamann og lyfta andanum. Verið hjartanlega velkomin að koma í frían prufutíma.
Nánar um opnu tímana: Opnir tímar