Andartak flytur á nýjan stað í Hamraborg 10. Tímar hefjast samkvæmt stundaskrá mánudaginn 7. sept.
í dag miðvikudaginn 2. sept verður tími kl 17.15 – og te og spjall á eftir.
Nýja húsnæðið okkar er bjart og fallegt með útsýni til allra átta.
Við verðum með opna tíma eins og áður mánudaga og miðvikudaga kl 17.15.
Auk þess ætlum við að bjóða upp á tíma á laugardagsmorgnum kl 10.00. Fyrsti laugardagstíminn verður laugardaginn 12. september.
Hádegistímarnir verða á sínum stað. Þeir verða eins og áður þriðjudaga og fimmtudaga kl 12.05. Fyrir þá sem vilja verður hægt að fá sérstök hádegiskort á góðu verði. Nánar hér. Hádegistímarnir hefjast þriðjudaginn 8. september
Það gætu átt eftir að bætast við fleiri tímar þegar fram líða stundir. Og þið eruð velkomin að senda okkur tillögur ef þið eruð með sérstakar óskir.
Byrjendanámskeið hefst mánuudaginn 14. september. Sjá hér.
Auk þess verða fleiri námskeið í boði í vetur. Nánar verður tilkynnt um þau síðar.