Vorhreinsun

SJORE_04092014_MG_7729_PPVið erum í vorhreinsun þessa dagana með jógaiðkendum í Andartaki.  Allir velkomnir að taka þátt. Létt hreinsun fyrir huga og líkama svo við getum tekið á móti vorinu með bjartsýni og léttan huga. Leiðsögn og stuðningur í opnu tímunum okkar – kl 17.15 á mánudögum og miðvikudögum.

Pistillinn frá því fyrr í vor á ennþá vel við:

Vorleysingar á huga og líkama

Vorið er tími til að fæðast upp á nýtt og njóta þess að sjá lífið vakna í kringum okkur. Tími til að sá fræjum og skjóta rótum svo við getum nærst í gegnum sumarið og haldið stöðugleika okkar. Þetta er upplagður tími til að hreinsa líkamann og sleppa því sem við þurfum ekki á að halda lengur og koma okkur upp nýjum siðum sem þjóna okkur og næra.

Jákvæð hlið vorsins er kærleikur, samkennd og breytingar – sem geta leitt af sér djúpa umbreytingu. Við getum notað vorið til að sá nýjum fræjum og tekið meðvitaða ákvörðun um að rækta með okkur gleði, samkennd og þakklæti og opnað þannig fyrir birtunni í hjartanu.

Lesa allan pistilinn: Vorleysingar á huga og líkama

Renew yourself through sound

522954_374931539207902_374901762544213_1234382_337239325_n copyMasterclass – kvöldnámskeið með Dev Suroop Kaur, kundalini jógakennara og möntrusöngkonu.

Mánudaginn 25. apríl kl. 17.15 – 19.15

Á námskeiðinu kennir Dev Suroop Kaur okkur að nota möntrur til að heila okkur og styrkja, og efla kærleika okkar gagnvart okkur sjálfum og náunganum. Einnig verður farið í liðkandi og styrkandi jóga- og öndunaræfingar.

Einkatímar – viltu dýpka upplifun þína í söng á möntrum?

Dev Suroop býður einnig upp á einkatíma. Hún notfærir sér list hljóðsins til að ná fram heilun og umbreytingu.  Hennar sérsvið er að kenna öðrum að nálgast fegurðina og kraftinn sem býr í röddinni.og um meðvituð samskipti. Í öruggu umhverfi og undir leiðsögn lærir þú að kynnast betur þinni eigin röddu, slaka betur á og líða vel með henni. Þú færð aukið sjálfstraust til að leyfa rödd þinni að heyrast.

Nánar um námskeiðið og einkatímana: Renew yourself through sound

Vorgleði

SiggaTökum á móti vorinu bjartsýn og létt í hjarta.

Sex vikna námskeið hefst 4. apríl. Kennt verður mán og mið kl 18.45. Innifalinn aðgangur í opna tíma. Hentar bæði vönum og óvönum iðkendum. 
Námskeiðið byggir á kundalini jóga og hugleiðslu – bæði inni og úti (ef veður leyfir) ásamt fleiru skemmtilegu sem verður fléttað inn í tímana. Ekki er nauðsynlegt að vera með neinn grunn í jóga til að taka þátt.
Nánar hér: Vorgleði

Kynning á námi í talnaspeki

Flower-of-lifeÞriðjudaginn 15. mars kl 18-19.

Námið er síðan: 28. apríl – 4. maí.

Jógísk talnaspeki er þekkingarkerfi sem ýtir undir persónulegan þroska, leiðbeinir og heilar okkur.

Það byggir á fornu indversku kerfi, Akar Jantri og var kennt af Yogi Bhajan. Tæknin innifelur líka eiginleika úr klassísku jóga og tæknilegri nálgun vestrænnar hugsunar. Þessa tækni er hægt að nota fyrir fólk, pör, fjölskyldur, fyrirtæki, lönd, dýr og aðrar lifandi verur.

Talnaspekin leitast við að svara þessum spurningum:
Hver er ég?
Hvers vegna er ég hér?
Hvernig get ég breytt / haft áhrif á líf mitt?
Hvað er ég komin-n til þess að gera í þessu lífi?
Hvað þarf ég að læra?
Er þetta rétti tíminn til að gera einhvern ákveðinn hlut?
Og fleira.
Þessi tækni hjálpar þér að skilja og greina lífskortið þitt og annarra.

Kennari er Dharma Kaur frá Equador. Nánar um námið hér: Nám í talnaspeki

Shakti dans

Shakti_dance_A5_270116_webSkapandi flæði. Helgarnámskeið 5. – 6. mars
Masterclass kvöld / Kynningartími 4. mars

ATH! 15% afsláttur ef staðfest er fyrir 26. febrúar

Shakti dans er form af dansjóga sem eykur jafnvægi á milli sálar og líkama í gegnum flæðandi jógastöður og dans.

Shakti dans byggir á kundalini jógafræðum Yogi Bahjan og eykur skilning iðkenda á orkunni sem vaknar þegar líkami og sál ná að sleppa takinu og sameinast í núinu.

Námskeiðið er bæði fyrir vana og óvana jógaiðkendur og skemmtileg viðbót fyrir þá sem dansa og eða stunda jóga reglulega 🙂

Nánar um námskeiðið: Shakti dans

Sýndu skilning í gegnum samkennd

nirvair-150x150“Sýndu skilning í gegnum samkennd – annars misskilur þú tímana sem þú lifir á”
“Understand through compassion or you will misunderstand the times”

Kvöldstund með Nirvair Singh kundalini jógakennara og , framkvæmdastjóra KRI (Kundalini research institute) í YOGA HÚSINU, trönuhrauni 8, Hafnarfirði – miðvikudaginn 10. feb.

Sútrurnar fimm fyrir Vatnsberaöld voru settar fram af Yogi Bhajan sem leiðarljós til þess að lifa eftir á þessum nýju tímum sem við lifum á. Sútra er þráður – hugmynd til að hugleiða á – sem sett er fram í einni stuttri setningu. Sútrur eru auðveldar að leggja á minnið og varðveita djúpan sannleika andlegrar visku á einfaldan hátt.

Nirvair ætlar að fjalla um fjórðu sútruna, “Understand through compassion or you will misunderstand the times.” Tíminn verður bæði spjall og stutt jóga.

NIRVAIR SINGH er frá Alaska. Hann kenndi í 31 ár við “Alaska Anchorage” háskólann, þar sem hann kenndi kundalini jóga. Á meðan hann kenndi þar voru tímarnir hans ár eftir ár vinsælustu tímar skólans meðal nemenda.

FIMM SÚTRUR FYRIR VATNSBERAÖLD:
1. Veittu því athygli að hin manneskjan ert þú.
2. Það er til leið í gegnum allar hindranir.
3. Þegar tíminn krefst þess, byrjaðu og þá léttir á þrýstingnum
4. Sýndu skilning í gegnum samkennd. Annars misskilur þú tímana.
5. Leyfðu alheiminum að tjá sig í þér. Þá greiðir hann þér leið.

 

Dansaðu, lifðu, hlæðu, elskaðu – og slakaðu á

Hópurinn-í-tréNýtt námskeið – hefst mánudaginn 8. febrúar. 

Við ætlum að fjalla um styrk konunnar sem mannveru og leiðir til að laða fram það besta í okkur sjálfum.

Á þessum árstíma er mikilvægt svo að hlúa vel að sjálfum sér. Þrátt fyrir myrkur og kulda erum við svo rík að eiga ljós og birtu innra með okkur sem er svo mikilvægt að næra. 

Efni námskeiðsins:

•Lífsstíll og mataræði sem styðja okkur í að standa með okkur sjálfum
•Kjarninn minn og leiðir sem hjálpa mér að standa í eigin styrk
•Að skapa minn eigin veruleika í gegnum hugleiðslu og aukið innsæi
•Að upplifa kraftinn sem býr í möntrum til að umbreyta lífi okkar
•Talnaspeki jógafræðanna: Hvernig geta tölurnar mínar leiðbeint mér í lífinu?

Nánar hér: Dansaðu, lifðu, hlæðu, elskaðu – og slakaðu á.

Pistill eftir Guðrúnu Arnalds – Darshan um konur og fyrir konur: Gjöfin að vera kona, dóttir, móðir, amma, Gyðja.

Heilandi viska ayurveda og jóga

Klippt-3Helgarnámskeið helgina 30.-31. janúar. Hentar bæði vönum og óvönum.

Líkamsgerðin þín og jóga – lærum að lifa í takti við náttúruna og við okkar eigin líkamsgerð. Kundalini jóga og ayurveda – systurvísindi jógafræðanna fléttuð saman í innri upplifun og fræðslu.

Á námskeiðinu ætlum við að fjalla um:

  • Heilbrigt mataræði og það hvernig meltingareldurinn tendrar góða heilsu
  • Líkamsgerðirnar þrjár – Vata, pitta og kaffa
  • Hvernig við getum notað mat, krydd og jurtir fyrir meltinguna og heilbrigt líf
  • Hvernig jóga getur hjálpað þér að skapa nýjar venjur sem skapa þér heilbrigði og lífsgæði
  • Leiðir til að rækta með þér heilbrigt ónæmiskerfi, öflugt taugakerfi og innkirtlakerfi í gegnum iðkun Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan

Jóga getur stutt okkur í því að velja það sem nærir okkur í stað þess að leyfa huganum að ráða. Regluleg hugleiðsla er frábær leið til að hafa áhrif á venjur okkar.

Ayurveda þýðir “vísindin um verundina”. Þetta eru systurvísindi jógafræðanna sem kenna okkur leiðir til að lifa í takti við náttúruna og okkar eigin líkamsgerð. Við erum ekki öll eins að upplagi og það getur verið mjög gagnlegt að þekkja eigin líkamsgerð og læra hvað það er sem eflir okkar vellíðan og innri styrk.

Nánar um námskeiðið hér: Heilandi viska ayurveda og jóga

Gleðlegt nýtt ár!

Snjóbúinn

Vorönn í Andartaki hefst mánudaginn 11. janúar

Við í þökkum fyrir nærandi samverustundir. Megi nýtt ár færa þér gleði, birtu og frið í hjarta. Og megi allir draumar þínir rætast.Árið 2016 samkvæmt jógískri talnaspeki býður okkur að takast á við ferðalag innra með okkur sem færir okkur frá átökum, óróleika, ótta og áföllum til þess að finna frið í hjarta. Það kallar á okkur að heiðra það fínlega innra með okkur; fágun, næmni og kærleiksríkt umbyrðarlyndi.

Til þess þurfum við að finna kjarkinn innra með okkur til að standa með hinni ósýnilegu vídd innra með okkur og því fínlega í lífinu. Við erum hvött til þess að efla með okkur næmni fyrir því ósýnilega og fínlega í andartakinu sem er að líða. Og styrk til þess að takast á við aðstæður sem kalla á yfirnáttúrulegt umburðarlyndi.

Að setja áramótaheit er eins og að sá fræjum innra með okkur sem við síðan ræktum í gegnum árið. Megi fræ okkar bera ávöxt sem vex og dafnar í friði, kærleika og umburðarlyndi fyrir okkur sjálfum og öðrum sem við mætum í lífinu.

Hér koma brot úr dagskrá Andartaks á vorönn:
OPNIR TÍMAR verða eins og áður mánudaga og miðvikudaga kl 17.15, laugardaga kl 10.00 og hádegistímar þriðjudaga og fimmtudaga kl 12.05. Nánar hér: Opnir tímar

BYRJENDANÁMSKEIÐ í kundalini jóga hefst 11. janúar. Nánar hér: Byrjendanámskeið

Spennandi HELGARNÁMSKEIÐ: Jóga, mataræði og lífsstíll verður helgina 29.-31. janúar. Líkamsgerðin þín og jóga – lærum að lifa í takti við náttúruna og við okkar eigin líkamsgerð. Kundalini jóga og ayurveda – systurvísindi jógafræðanna fléttuð saman í innri upplifun og fræðslu. Nánar hér: Jóga, mataræði og lífsstíll

KVÖLDNÁMSKEIÐ: Jóga og rétt líkamsstaða – kvöldstund með Karta Purkh Singh, fimmtudaginn 14. janúar.

Jóla jóga

Við hvetjum ykkur til að fara í jóga á aðventunni. Það er dásamleg leið til að endurnærast svo við höfum meira að gefa – fjölskyldunni og öllum þeim sem á vegi okkar verða. Ekki veitir af meiri friðsæld í þessum annasama mánuði 🙂 Hádegistímarnir okkar verða út næstu viku og sömuleiðis eftirmiðdagstímarnir okkar og síðasti laugardagstíminn er næsta laugardag. Það er hægt að koma í frían prufutíma hvenær sem er. Hér eru nokkur myndbönd sem við gerðum til að veita innblástur í annríkinu sem stundum fylgir jólunum: Jóla – jóga

“Þekking verður aðeins raunveruleg viska þegar þú upplifir hana af öllu hjarta og allri verund þinni.”  – Yogi Bhajan