Byrjendanámskeið og hugleiðslunámskeið

Byrjendanámskeið var að byrja og enn hægt að koma inn í það. Kennt er mánudaga og miðvikudaga kl. 18.45.

Hugleiðslunámskeiðið “Vertu meistari huga þíns” er einnig rétt að hefjast og enn hægt að bætast í hópinn. Kennt er miðvikudaga kl. 20.15.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Allir velkomnir!

Haustdagskráin er hafin í Andartaki

Hádegisjóga kl 12.00.  Opnir tímar þriðjudaga og fimmtudaga kl 12.00. Sjá nánar hér. Auk þess eru opnir tímar mánudaga, miðvikudaga – og nú bætast föstudagarnir við – kl 17.15. Nánar hér. Allir velkomnir í prufutíma. Byrjendanámskeið hefst í þessari viku. Sex vikna námskeið – kennt verður mánudaga og miðvikudaga kl 18.45. Lesa nánar um námskeiðið hér. Hugleiðslunámskeiðið “Vertu meistari huga þíns” byrjar í næstu viku. Nánar hér.

Djúpt Andartak…

… þetta sem við gleymum svo oft að taka, er lífið sjálft. Í gegnum það fáum við beint samband við hugann, eignumst aðgang að víddinni innra með okkur og eilífðinni í augnablikinu.

Andartak er jóga- og heilsustöð með áherslu á andrými og að njóta andartaksins

Haustdagskrá Andartaks er fjölbreytt og snýst öll um hvatningu til að grípa augnablikið og njóta þess. Við virkjum andrými okkur og gerum lífið í senn innihaldsríkara og skemmtilegra. Í leiðinni styrkjum líkamann og aukum vellíðan.

Opnir kvöldtímar verða þrisvar í viku – mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl 17.15. Nánar hér. Hádegistímar opnir tímar – verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl tólf. Sjá nánar hér

Byrjendanámskeið í Kundalini jóga hefst mánudaginn 9. september. Sex vikna námskeið – kennt verður mánudaga og miðvikudaga kl 18.45. Lesa nánar um námskeiðið hér.

Hugleiðslunámskeiðið “Vertu meistari huga þíns” hefst miðvikudaginn 11. september kl 20.15. Nánar um það hér.

Auk þess verða fleiri spennandi námskeið í boði á haustönn – Mindfulness, Orkustöðvajóga og Jóga og Ayurveda svo eitthvað sé nefnt – allir ættu því að finna eitthvað við sitt hæfi.

Í október er svo væntanleg gestakennarinn Panch Nishan Kaur frá Bandaríkjunum. Hún ætlar að bjóða upp á helgarnámskeiðið Shakti and Bhakti – Dance with the Polarities. 

 

 

Hádegisjóga kl 12.00.  Opnir tímar þriðjudaga og fimmtudaga kl 12.00. Sjá nánar hér. Auk þess eru opnir tímar mánudaga, miðvikudaga – og nú bætast föstudagarnir við – kl 17.15. Nánar hér. Allir velkomnir í prufutíma. Byrjendanámskeið hefst í næstu viku. Sex vikna námskeið – kennt verður mánudaga og miðvikudaga kl 18.45. Lesa nánar um námskeiðið hér. Hugleiðslunámskeiðið “Vertu meistari huga þíns” byrjar líka í næstu viku. Nánar hér.

Kennaranám kundalini jóga

Kennaranámið hefst í september 2013. Lesa meira hér

Grein um kennaranámið: Vinnur gegn streitu og styrkir einstaklinginn – lesa hér

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námsgjalda fyrir sína félagsmenn. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Námið er viðurkennt af Yoga alliance – alþjóðlegum samtökum jógakennara.

Kennaranám í Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan er ferðalag sem veitir þér nýja sýn á sjálfa-n þig og lífið. Hvort sem þú hefur áhuga á að dýpka þína eigin upplifun og skilning á Kundalini jóga eða vilt öðlast jógakennararéttindi þá er þetta tækifæri til að virkja kraftinn sem býr innra með þér.

Hvað segja nemendur um námið. Sjá hér

Kennarar koma víða að úr heiminum og hver með sína sérþekkingu. Lesa um kennarana

“Ef þú ætlar að læra eitthvað skaltu lesa um það, ef þú vilt vita eitthvað, skaltu skrifa það niður. Ef þú ætlar að verða MEISTARI á einhverju sviði, skaltu kenna það.” – Yogi Bhajan

Styrkur þagnarinnar

...og mikilvægi hennar í samskiptum

Ertu að hlusta á vorið vakna? Á þig? Á þína nánustu?

Nýtt námskeið – hefst mánudaginn 27. maí. Lesa meira

Þögn er ekki það sama og þögn. Stundum er þögnin þrúgandi og stundum nærandi, stundum er hún full af innra skvaldri, og öðrum stundum fylgir henni einmanatilfinning.  En þögnin getur líka verið djúp og full af kyrrð.

Við getum styrkt kyrrðina innra með okkur eins og við styrkjum vöðva. Í kundalini jóga lærum við að rækta með okkur innri vellíðan og kyrrð í gegnum það að hreyfa okkur í takti við öndunina þangað til hugurinn hefur hægt á sér – svo við getum farið að njóta þess að vera með okkur sjálfum.

Samskipti okkar við aðra verða mun ánægjulegri þegar við ræktum kyrrðina innra með okkur.

Við þurfum ekki að vera liðug eða sérstaklega þolinmóð til þess að njóta  þess að fara í jóga. En árangurinn er sátt og vellíðan,  aukinn styrkur bæði hið ytra og innra.

Nýtt námskeið Styrkur þagnarinnar hefst mánudaginn 27. maí. Lesa meira

Fimm sútrur fyrir okkar tíma

Fimm sútrur fyrir öld vatnsberans:

Sútra er þráður – hugmynd til að hugleiða á – sem sett er fram í einni stuttri setningu. Sútrur eru auðveldar að leggja á minnið og varðveita djúpa visku andlegrar visku á einfaldan hátt.

1. Veittu því athygli að hin manneskjan ert þú.

Við getum í raun aðeins séð okkur sjálf speglast í öðrum. Ef við dáumst að eða dæmum aðra manneskju erum við í raun að horfa á okkur sjálf. Því meira sem við dveljum í egóinu – litla sjálfinu okkar því meira dæmum við – bæði okkur sjálf og aðra.

Til íhugunar: prófaðu í einn dag að sjá sjálfa-n þig í öðrum og taka til þín það sem þú dáist að eða dæmir í fari hins. Lesa meira


Gleði sem er óháð veðri og vindum

Nú þegar vetur konungur og vorhlákan skiptast á að hrista upp í okkur þá er mikilvægt að hlúa vel að líkamanum svo vorið fari nú vel í okkur og engin kvef sæki að okkur. Við getum gert það með því að borða létt og drekka vel. Líka með því að minnka sykurinn og gefa græna litnum fullt af plássi á diskinum okkar. Sem ætti ekki að vera svo erfitt ef við erum líka dugleg að fara út að ganga í vorloftinu og horfa á græna litinn sem er byrjaður að hressa upp á vetrarfölvann. Allt hjálpar þetta okkur að halda í innra jafnvægi bæði á líkama og huga.

Við eigum öll okkar góðu og slæmu daga. Sumir virðast eiga greiðari aðgang að bjartsýni en aðrir. En sönn gleði snýst ekki um að vera alltaf hamingjusamur eða alltaf í góðu skapi. Við getum hins vegar lært leiðir til að lifa með erfiðleikunum og álaginu – og líka með uppsveiflunum – án þess að láta þær velta okkur á alla kanta. Jóga og hugleiðsla kenna okkur að hlusta eftir þessum djúpa undirtóni sem býr í hjörtum okkar allra. Og bjóða lífið velkomið með öllum sínum upp- og niðursveiflum.

Námskeiðið “Vorgleði” byggir á kundalini jóga og hugleiðslu – bæði inni og úti (ef veður leyfir) ásamt fleiru skemmtilegu sem verður fléttað inn í tímana. Ekki er nauðsynlegt að vera með neinn grunn í jóga til að taka þátt.Það eru svo margir sem tala um þreytu eftir álag vetrarins og alls konar einkenni streitu og spennu.  Hér blöndum við saman nærandi jóga og hugleiðingum um það hvernig við getum fundið jafnvægi og gleði í lífinu – og komið okkur í form bæði andlega og líkamlega fyrir sumarið.

Vorið er hentugur tími til að hreinsa líkamann og sleppa því sem við þurfum ekki á að halda lengur, losa um stíflur og hleypa orkuflæðinu af stað eins og vatni í vorleysingum.  Lesa meira hér

Vorið og nýjar venjur

Við erum öll með þessa innri rödd sem leiðbeinir okkur og nærir – ef við gefum okkur tíma til að hlusta. Flest okkar höfum tilhneigingu til að sækja innblástur og í heiminn í kringum okkur – mest af okkar samskiptum er við umhverfið. Ef við gefum okkur tíma til að hlusta á hjartað hefur það mjög fljótt djúp áhrif á daglegt líf okkar. Allt fer að hafa annan lit, meiri tilgang og lífsgleði.

Vorið er timi til að fæðast upp á nýtt og njóta þess að sjá lífið vakna í kringum okkur – upplagður tími til að hreinsa líkamann og sleppa því sem við þurfum ekki á að halda lengur og koma okkur upp nýjum siðum sem þjóna okkur og næra.

Til að styðja við þessa innri rödd getur verið gott að koma sér upp nýjum venjum sem gleðja og næra veröldina okkar hið innra.

Morgunganga eða örstutt jóga gefur okkur færi á að opna hugann fyrir nýjum degi og þeim tækifærum sem hann færir okkur. Stutt hugleiðsla á morgnana er dásamlega endurnærandi.  3 mínútna hugleiðsla hefur ótrúlega mikil áhrif ef hún er gerð daglega.  Hugleiðsla hreinsar undirvitundina og hjálpar okkur að vinna úr áreiti og ókláruðum hugmyndum, hugsunum og tilfinningum. Og hjálpar okkur að sjá tækifærin sem eru allt í kringum okkur. Hugleiðsla styrkir hlutlausa hugann og nærir samabandið okkar við sálina. Sálin okkar er einmitt þessi hljóða rödd sem leiðbeinir okkur í gegnum lífið og gefur okkur tilgang og fyllingu í lífið ef hún fær að blómstra og njóta sín. Lesa meira

Hugleiðsla til að prófa heima: Hugleiðsla fyrir friðsælt hjarta. Sjá hérVorið er timi til að fæðast upp á nýtt og njóta þess að sjá lífið vakna í kringum okkur – upplagður tími til að hreinsa líkamann og sleppa því sem við þurfum ekki á að halda lengur og koma okkur upp nýjum siðum sem þjóna okkur og næra.

Hér má lesa meira um venjur sem þjóna okkur í daglegu lífi: Vorið og nýjar venjur 

Matur sem meðal

Jógafræðin kenna okkur að maturinn geti verið meðal – bæði fyrir líkama og sál. Þeir sem stunda jóga þekkja það hvernig jógaiðkun fer smám saman að smitast út í daglegt líf svo við förum að sækja meira í það sem gefur okkur vellíðan.

Ayurveda, systurvísindi jógafræðanna eru mjög heillandi heimur sem kennir okkur að lifa í takti við okkar eigin innra eðli. Þau kenna okkur að fylgja árstíðunum og daglegum rytma – og að hlusta á líkamann. Við eigum það stundum til að borða með huganum og týna sambandinu við líkamann. Eftir því sem við öðlumst betra samband við hvað við þurfum þá fer hugurinn að fylgja með og við förum að sækja í það sem er gott fyrir okkur.

Bragðtegundirnar sex: Eitt af því sem ayurvedafræðin kenna okkur er að nota bragð sem meðal. Þegar bragð er notað í réttum hlutföllum hvert um sig og saman – þá hefur það jafnvægisgefandi áhrif á líkamann. Bragðtegundirnar eru sex: Sætt, súrt, salt, sterkt, beiskt og samanherpandi. Mismunandi hópar af bragðlaukum á tungunni skynja bragð og senda skilaboð til heilans.  Þaðan fara út skilaboð sem ekki bara hafa bein áhrif á meltinguna heldur hefur líka áhrif á allar “líkamsgerðirnar”* og allar frumur líkamans, vefi, líffæri og líffærakerfi. Lesa meira

Um helgina gefst tækifæri til að kynnast visku ayurveda, læra að elda næringarríkan mat og hlusta á visku líkamans.  Helgarnámskeið um Ayurveda og jóga – Líkamsgerðin þín og jóga, mataræði og daglegur rytmi, helgina 12.-14. apríl. Ayurveda hefur verið þýtt vísindin um verundina. Það kennir okkur að lifa í takti við okkur sjálf og við árstíðirnar. Lesa meira hér

Í næstu viku hefst námskeiðið “Vorgleði”. Vorið er mjög hentugur tími til að hreinsa líkamann og hugann – og sleppa því sem við þurfum ekki á að halda lengur. Við ætlum að skoða mataræði og daglegan rytma. Kundalini jóga er góð leið til að vinna úr því gamla- að losa um stíflur og hleypa orkuflæðinu af stað eins og vatni í vorleysingum. Lesa meira hér

Matarveisla í Andartaki. Heilsukokkurinn frá Argentínu, Hernan Diego Heredia ætlar að slá til matarveislu fyrir vini Andartaks mánudaginn 15. apríl kl 19.00. Boðið verður upp á 3ja rétta heilsumáltíð. Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku. Lesa meira. Hægt er að mæta í tímann á undan sem hefst kl hálfsex og fá þannig endurnæringu á líkama og sál.

Mindfulness – núvitund gegn streitu með Ásdísi Olsen. Hugarró og vellíðan í staðinn fyrir áhyggjur og streitu  8 vikna námskeið (MBSR – Mindfulness Based Stress Reduction Program).  Morguntímar þriðjudaga kl 9.30-11.30.

Kundalini jóga hefur notið vaxandi vinsælda á Íslandi undanfarin ár eins og víða í heiminum. Þetta er mjög fljótvirkt, eflandi og umbreytandi form af jóga og hentar vel til að vinna gegn streitu og álagi.

Dragðu djúpt inn andann


Andartak okkar endurspeglar hugarástand okkar og innri líðan. Lífið býr í andartakinu – við öndum að okkur lífsorku og nærum hugann með djúpum andardrætti. Þegar andardráttur okkar verður grunnur þá verður hugurinn og tilfinningar okkar að sama skapi grunnar og yfirborðskenndar. Við hættum að njóta lífsins og verðum fangar hugans. Öndunin er lykill að því að því að ná valdi yfir huganum, stýra viðbrögðum okkar og að glíma við streitu og álag.  Meðvituð öndun gefur okkur meðvitund um það sem bærist innra með okkur – og við förum að njóta andartaksins til fulls.

Streita er stærsta vandamálið í heiminum í dag. Hún á ekki eftir að minnka – hún á aðeins eftir að aukast. Ef við ætlum að lifa góðu lífi þá þurfum við að læra leiðir til að höndla hana. Yogi Bhajan, meistari í Kundalini jóga sagði einhvern tíma að ef við gætum lært að virkja þá orku sem streitan hreyfir við innra með okkur í gegnum öndun, þá væri hægt að útrýma öllum streitutengdum vandamálum og sjúkdómum í heiminum.

Algengasta dánarorsök a Vesturlöndum er streita. Einkenni streitu eru td kvíði, áhyggjur, geðvonska, einbeitingarskortur, fullkomnunarárátta, neikvæðar hugsanir, léleg sjálfsmynd, lystarleysi eða átfíkn – og ýmsar aðrar fiknir – sem aftur geta valdið ýmsum kvillum vegna rangs mataræðis eða slæmra venja, þreyta, svefntruflanir, lélegt ónæmiskerfi og svo ýmsir langvarandi kvillar eins og of hár blóðþrýstingur, ofnæmi og meltingarfærasjúkdómar.  Ef við lærum leiðir til að lifa með streitunni í lífi okkar förum við fljótt að finna lífsgleðina vaxa og heilsan  eflist að sama skapi. Lesa meira hér

Andartak býður upp á öflugar leiðir til að takast á við streitu