… þetta sem við gleymum svo oft að taka, er lífið sjálft. Í gegnum það fáum við beint samband við hugann, eignumst aðgang að víddinni innra með okkur og eilífðinni í augnablikinu.
Andartak er jóga- og heilsustöð með áherslu á andrými og að njóta andartaksins
Haustdagskrá Andartaks er fjölbreytt og snýst öll um hvatningu til að grípa augnablikið og njóta þess. Við virkjum andrými okkur og gerum lífið í senn innihaldsríkara og skemmtilegra. Í leiðinni styrkjum líkamann og aukum vellíðan.
Opnir kvöldtímar verða þrisvar í viku – mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl 17.15. Nánar hér. Hádegistímar opnir tímar – verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl tólf. Sjá nánar hér
Byrjendanámskeið í Kundalini jóga hefst mánudaginn 9. september. Sex vikna námskeið – kennt verður mánudaga og miðvikudaga kl 18.45. Lesa nánar um námskeiðið hér.
Hugleiðslunámskeiðið “Vertu meistari huga þíns” hefst miðvikudaginn 11. september kl 20.15. Nánar um það hér.
Auk þess verða fleiri spennandi námskeið í boði á haustönn – Mindfulness, Orkustöðvajóga og Jóga og Ayurveda svo eitthvað sé nefnt – allir ættu því að finna eitthvað við sitt hæfi.
Í október er svo væntanleg gestakennarinn Panch Nishan Kaur frá Bandaríkjunum. Hún ætlar að bjóða upp á helgarnámskeiðið Shakti and Bhakti – Dance with the Polarities.
Hádegisjóga kl 12.00. Opnir tímar þriðjudaga og fimmtudaga kl 12.00. Sjá nánar hér. Auk þess eru opnir tímar mánudaga, miðvikudaga – og nú bætast föstudagarnir við – kl 17.15. Nánar hér. Allir velkomnir í prufutíma. Byrjendanámskeið hefst í næstu viku. Sex vikna námskeið – kennt verður mánudaga og miðvikudaga kl 18.45. Lesa nánar um námskeiðið hér. Hugleiðslunámskeiðið “Vertu meistari huga þíns” byrjar líka í næstu viku. Nánar hér.