Gleðilegt nýtt ár!

2592671_l

Við hlökkum til að byrja nýtt ár – endurnærð og opin fyrir því sem nýja árið ber í skauti. Við erum byrjuð að taka á móti skráningum á ný námskeið og í opnu tímana á vorönn.

Janúardagskráin: Byrjendanámskeið hefst 9. janúar. Sjá nánar um það hér. Námskeiðið “jóga, mataræði og lífsstíll” hefst 13. janúar. Hér er hægt að lesa meira um það. Opnir tímar verða á sama tíma og áður. Nánari upplýsingar hér.  Kvöldnámskeið í Ayurveda með gestakennaranum Karta Purkh Singh, föstudaginn 10. janúar kl 17-20. Sjá nánar hér

Tíu heilræði úr viskubrunni jóganna:

Nú er komið nýtt ár og margir hafa þann sið að strengja áramótaheit. Áramót eru ágætur tími til að horfa yfir farinn veg og setja okkur ný markmið. Málið fer hins vegar að vandast ef við ætlum okkur meira en við getum staðið við. Þá bætist samviskubit ofan á álagið sem fyrir er. Og ekki þjónar það okkur.  Einhvers staðar rakst ég á lista yfir tíu algengustu áramótaheitin.. Þar voru mjög hátt á listanum áform um að koma sér í gott form, borða hollari mat og að grennast. Lesa meira hér

Ný 40 daga hugleiðsla 8. nóvember í Andartaki

Í opna tímanum föstudaginn 8. nóvember kl. 17.15 ætlum við að byrja nýja 40 daga hugleiðslu, 11 mínútna mjög öfluga hugleiðslu.
Við hvetjum ykkur til að koma og vera með. Það eru allir velkomnir!
Hugleiðsla er tími með okkur sjálfum, til að endurnærast, finna kyrrðina hið innra og hlusta á sálina. Hún kennir okkur að styrkja hlutlausa hugann svo við getum betur valið viðbrögð okkar og haldið í æðruleysið þegar á móti… blæs. Hugleiðsla er eins og að fara í bað, hún hreinsar undirvitundina, beinir athygli okkar inn á við, inn í andartakið og færir okkur frið.
Það tekur 40 daga að skapa nýjan vana. Við erum öll mismunandi upplögð frá degi til dags, suma daga er meira álag en aðra, suma daga erum við sátt við lífið og aðra ekki, en ef við höldum áfram í gegnum allar þessar innri og ytri sveiflur að setjast niður, kyrra hugann og eiga samtal við sálina, þá sköpum við smám saman nýjan vana sem þjónar okkur þegar á reynir og þannig kennum við huganum að þjóna okkur – í stað þess að vera þrælar hans.
“Sá sem sigrar hugann, sigrar heiminn.” Guru Nanak

Sól í hjarta – streitulosun

GleðioghaustlitirNýtt 8 vikna námskeið.

Námskeiðið hófst í síðustu viku – enn er hægt að koma inn í það – örfá pláss laus. Kennt verður mánudaga og miðvikudaga kl 18.45. Hentar bæði vönum og óvönum jógaiðkendum. Það er enn hægt að skrá sig og mæta í tímann á morgun.

Streita er orðið að stóru vandamáli á Vesturlöndum í dag. Við lærum mjög takmarkað í skóla í listinni að slaka á og endurnæra líkamann. Á tímum eins og þessum er blátt áfram nauðsynlegt að tileinka sér leiðir til að takast á við álag og erfiðleika. Kundalini jóga býður upp á virkar leiðir til að höndla streitu og hefja sig upp yfir annríki hversdagsins.

Lesa meira um námskeiðið hér

Spennandi heilsdagsnámskeið

20100601-8099Komdu jafnvægi á Shakti og Bhakti, kven- og karlorkuna í þér og í lífi þínu. Kyrrð og hreyfing, orka og auðmýkt, að gefa og taka – allt eru þetta andstæðir kraftar í okkur sjálfum og í umhverfi okkar.

Í gegnum hugleiðslu, Kundalini jóga og Bhangra dans er leitast við að koma jafnvægi á andstæðurnar innra með okkur í átt að hlutlausu rými hjartans þar sem samkennd ríkir.   Komdu með okkur í spennandi ferðalag, þar sem við byggjum upp orkuna innra með okkur svo við eigum auðveldara með að takast á við kröfur nútímans og náum að lifa ánægjuríkara lífi í takti við okkar sanna sjálf.

Lesa meira um námskeiðið hér

Opnir tímar

Alla virka daga:

Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 17.15.

Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 12.

Fjölbreyttir tímar með áherslu á að styrkja og endurnæra líkamann og lyfta andanum. Fókus á að styrkja og dýpka öndunina og auka styrk á naflasvæðinu svo við höfum aukinn innri styrk og jafnvægi til að takast á við daglegt líf. Hugleiðsla og slökun í lok hvers tíma.

“If you ever want to be right in your life, bring yourself into balance. The joy of life, the happiness of life, is in balance.” –Yogi Bhajan

Lífið í jafnvægi – nýtt námskeið

Yoga_orkustodvarnarFerðalagið um orkustöðvarnar er skemmtilegt en krefjandi ferðalag þar sem að staldrað er við hverja orkustöð og unnið með æfingar og hugleiðslur sem stuðla að auknu jafnvægi og meiri styrk.

Mannslíkaminn er eins og 72 strengja hljóðfæri og eftir hverjum streng streymir lífsorkan (eða alheimsorkan) niður eftir hryggsúlunni. Á  því ferðalagi safnast lífsorkan saman í polla sem nefnast orkustöðvar (chakras).
Námskeiðið er 8 vikur.  Verð 16.000 kr.   Lesa um námskeiðið hér

Sadhana – morguniðkun jóga á sunnudaginn

Á sunnudagsmorguninn (29. september) verður SADHANA – morguniðkun jóga í Andartaki.  Sadhana er þrátt fyrir að byrja á frekar “ókristilegum” tíma á okkar venjulega mælikvarða – eða kl hálfsex að morgni – alveg dásamlega endurnærandi upplifun.  Það er líka hægt að mæta í hluta af sadhana – td er hægt að koma kl 6 í jóga eða kl 7 í hugleiðsluna.  Og það er sömuleiðis hægt að leggjast niður og slaka á ef þið verðið þreytt.  Við hvetjum sem flesta til að nýta sér þessa samverustund í jóga og hugleiðslu.  Sjá meira um sadhana hér

Bloggið hennar Guðrúnar

Guðrún Darshan er nú farin að blogga á Smartlandi undir dálkinum næring og heilsa. Þar mun hún blogga um sín hjartans mál sem tengjast jóga og heilsu. Guðrún er hómópati og jógakennari og býr yfir gríðarlega miklum og áhugaverðum fróðleik. Það verður því gaman að fylgjast með skrifum hennar. Fyrsta bloggfærslan ber yfirskriftina kundalini jóga gegn streitu og álagi. Bloggið má sjá hér.