Styrkur og gleði í Andartakinu

1654087_10152208216243895_1655047304_n Jógafræðin kenna okkur að fyrsta skrefið í átt að hamingju er skuldbinding. Skuldbinding við það besta í okkur sjálfum – flest okkar höfum á einhvern hátt skuldbundið okkur á röngum forsendum. Sem börn mættu flest okkar einhvers konar mótlæti sem varð til þess að við sköpuðum okkur viðhorf sem þjóna okkur ekki endilega í dag. Þess vegna erum við ekki alltaf að lifa því lífi sem okkur dreymdi um. Til að leiðrétta þessa skekkju þurfum við að byrja upp á nýtt og fara að næra okkur sjálf. Það þurfa ekki endilega að vera stórar breytingar – því litlar breytingar hafa margföldunaráhrif út í lífið. Hamingjan er innri vinna og þakklæti er forsenda hamingjunnar.

Á fimmtudaginn var hófst nýtt námskeið: Styrkur og gleði í Andartakinu. Enn er hægt að bætast í hópinn og vera með.

Á þessu námskeiði verður farið dýpra í TILGANGINN MEÐ ÞVÍ AÐ GERA JÓGA – með áherslu á GLEÐI og það að NJÓTA ÞESS SEM JÓGAIÐKUNIN GEFUR OKKUR.

Námskeiðið stendur yfir í sex vikur og kennt verður þriðjudaga og fimmtudaga kl 18.45. Sjá nánar um námskeiðið hér

Gjöfin að vera kona

Á mánudaginn kemur fer af stað námskeiðið “Gjöfin að vera kona”  Kennt verður mánudaga og miðvikudaga kl 18.45. Á námskeiðinu ætlum við að velta upp:

•Hver er styrkur konunnar út frá sjónarmiði jógafræðanna?
•Að finna kjarnann minn og finna minn eigin styrk
•Að skapa minn eigin veruleika í gegnum hugleiðslu og aukið innsæi
•Að upplifa kraftinn sem býr í möntrum til að umbreyta lífi okkar
•Hormónajafnvægi og mánasvæði konunnar

Hér á eftir fer stuttur pistill um GJÖFINA AÐ VERA KONA

Konur eru alltaf að takast á við breytingar í gegnum ævina. Í hverjum mánuði með mismunandi hormónaflæði og í gegnum ævina í þeim mismunandi hlutverkum sem konan gegnir. Dóttir, móðir, amma – konur samsama sig mjög sterkt með hlutverkum sínum – mun sterkar en karlar gera – og þess vegna hafa þessar breytingar mjög djúp áhrif á okkur.

Konur eru í eðli sínu mjög sterkar –  á annan hátt en karlar. Þær búa yfir ríku innsæi, sköpunarkrafti og tilfinningalegum styrk. Til þess að hann nýtist okkur þurfum við að vera meðvitaðar um þennan styrk og geta sótt hann innra með okkur. Þess vegna er öll andleg rækt mjög mikilvæg fyrir konur.

Konur þurfa að næra andann til að upplifa hamingju. Þær geta gert það í gegnum það að vera skapandi, með því að upplifa náttúruna og svo er hugleiðsla mjög holl og góð fyrir konur. Hugleiðsla kennir okkur að skynja dýptina innra með okkur og gefur okkur sjálfstraust.

Yogi Bhajan, meistari í Kundalini jóga hafði oft að orði að siðferðisstyrkur hverrar þjóðar birtist í andlitum kvennanna. Hann átti við að þegar karlmenn heimsins bera virðingu fyrir konum og börnum þá yrði friður á jörðinni. Og að þegar konur sýna hver annnarri vinsemd og kærleika þá þorna tárin. “Þú heldur kannski að konan sé fótaþurrka við útidyrnar”, sagði Yogi Bhajan, “en ég held að hún sé hliðið að himnaríki. Þú heldur kannski að konan sé “chick” (gella / skvísa) en ég trúi að hún sé eins og örn. Þokkafullar hreyfingar hennar halda jörðinni á sporbaug sínum.”

Lesa pistilinn í heild sinni hér

Dragðu djúpt inn andann

AAHHbrosAndartakið endurspeglar hugarástand okkar og innri líðan. Lífið býr í andardrættinum – við öndum að okkur súrefni og um leið lífsorku og nærum hugann með djúpum andartökum. Þegar andardráttur okkar verður grunnur þá verður hugurinn og tilfinningar okkar að sama skapi grunnar og yfirborðskenndar og við missum einbeitinguna. Við hættum að njóta lífsins og verðum fangar hugans.

Öndunin er lykill að því að því að ná valdi yfir huganum, stýra viðbrögðum okkar og að glíma við streitu og álag. Meðvituð öndun  opnar vitund okkar fyrir því sem bærist innra með okkur – og við förum að njóta andartaksins til fulls.

Streita er stærsta vandamálið í heiminum í dag. Einkenni streitu eru til dæmis kvíði, einbeitingarskortur, neikvæðar hugsanir, hækkaður blóðþrýstingur, lélegt ónæmiskerfi og hraðari öldrun.

Þeir sem stunda jóga reglulega tala um miklar breytingar á andlegri og líkamlegri líðan. Til dæmis tala þeir um að þeir finni síður fyrir skammdegisþunglyndi.  Annað sem reglulegir jógaiðkendur tala um er aukin orka, meiri lífsgleði. aukinn hæfileiki til að slaka á.

Lesa allan pistilinn hér

Nýtt byrjendanámskeið hefst í kvöld 17. febrúar

Sigmar-2Nýtt byrjendanámskeið hefst hjá okkur í kvöld kl. 20.30. Kennt verður mánudaga og miðvikudaga.

Farið verður í undirstöðuatriði í Kundalini jóga. Við lærum um mikilvægi öndunar og mismunandi öndunaræfingar, um möntrur og hugleiðslu. Lærum jógaæfingar sem opna fyrir orkuflæði, styrkja bæði vöðva og taugar og einnig samband líkama og hugar. Auk þess fjöllum við aðeins um mataræði og heilbirgðan lífsstíl.
Kennari er Sigmar Jónsson.

Nánar um námskeiðið hér.

Frekari fyrirspurnir og skráning á andartak@wp.andartak.is.

Þrjú ný námskeið að hefjast í Andartaki

Byrjendanámskeið í kundalini jóga hefst mánudaginn 17. febrúar. Kennt verður mán og mið kl 20.30. Kennari er Sigmar Jónsson. Áhersla verður lögð á að auka líkamlegan styrk, andlegt jafnvægi og einbeitingu. Kennd verða grunnatriði hugleiðslu og mismunandi leiðir til að tengja við dýptina hið innra. Nánar hér

Framhaldsnámskeið: Kjörið tækifæri fyrir þá sem hafa einhverja reynslu af jógaiðkun að sökkva sér dýpra í jógafræðin og læra meira.  Kennarar: Ragnhildur Ragnarsdóttir og Berglind Ásgeirsdóttir. 6 vikna námskeið hefst fimmtudaginn 21. febrúar. Sjá nánar hér.

Gjöfin að vera kona og listin að VERA. Konur búa yfir miklu innsæi og næmni og eru yfirleitt mun hamingjusamari þegar þær gefa sér tíma til að rækta og næra vitru konuna innra með sér. 6 vikna námskeið sem hefst mánudaginn 24. febrúar. Sjá nánar hér.

Opnir tímar

Við erum með opna tíma alla virka daga.
Mán, mið og fös eru tímar seinnipartinn, kl. 17.15 – 18.30.
Þri og fim eru tímar í hádeginu kl. 12-13

Opnu tímarnir henta öllum, jafnt byrjendum sem og lengra komnum. Hver framkvæmir æfingarnar eftir eigin getu. Við bjóðum upp á frían prufutíma og hvetjum þá sem langar til að prófa að nýta sér það. Verið velkomin!

 

 

Nýárssól og nýtt upphaf

Janúar er upphaf á nýju ári. Hann markar nýtt upphaf sem fæðir af sér marga hluti eins og ný áform, nýja sýn á hlutina og tilfinningu fyrir endurnýjaðri skuldbindingu við líf okkar. Janúar er góður tími til að skapa sér nýja framtíð. Til þess að taka á móti nýjum venjum þurfum við að sleppa þeim gömlu sem oft getur verið átak. Ef við hugsum um það sem við viljum fá í staðinn fyrir það sem var þá er það oft auðveldara.

Janúarmánuður getur verið mjög notalegur með sína fallegu, dularfullu birtu.  Hann er tími til að horfa fram á eitthvað nýtt, að horfa til framtíðar. Við getum látið okkur dreyma um vorið, um blóm og ný græn lauf – um nýtt líf.  Og við getum einbeitt okkur að því að vekja ljósið innra með okkur – og horfast í augu við myrkrið.

Hér er hægt að lesa allan pistilinn. Hann birtist einnig á Smartlandi.

Jóga, mataræði og lífsstíll

Nýtt sex vikna námskeið hefst í dag mánudaginn: Líkamsgerðin þín og jóga – lærum að lifa í takti við náttúruna og við okkar eigin líkamsgerð. Kundalini jóga og ayurveda – systurvísindi jógafræðanna fléttuð saman í innri upplifun og fræðslu.  Hentar bæði vönum og óvönum. Lesa meira um námskeiðið hér

Ayurveda og jóga

Í dag verður námskeið í Ayurveda og jóga með gestakennaranum Karta Purkh Singh.  Ayurveda eru systurvísindi jógafræðanna og kennir okkur að lifa í takti við okkur sjálf og njóta góðrar heilsu. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á praktíska nálgun á þessi gömlu og um leið nútímalegu vísindi. Allir velkomnir:-) Nánar um námskeiðið hér

Nýtt byrjendanámskeið að hefjast

Nýtt byrjendanámskeið var að hefjast – það er enn hægt að koma inn í námskeiðið.
Námskeiðið er í 6 vikur og kennt er 2x í viku, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18.45.

Verð er 18.000 kr. og frjálst er að mæta í alla opna tíma í stundaskrá meðan á námskeiði stendur.