Kynning á kennaranámi í meðgöngujóga

Grávida Bicicleta (2)Kynningarfundur verður haldinn í Andartaki mánudaginn 1. september kl 18.45

Námið sem hefst 29. september 2014 hentar byrjendum sem lengra komnum jógaiðkendum og öllum þeim sem hafa áhuga á ferðalagi móðurinnar. Kennt verður í 4 lotum frá sept-jan.

Reyndir kennarar með farsælan og fjölbreyttan feril koma að náminu sem kennt er víðsvegar um heiminn.

Vertu innilega velkomin-n ef þú hefur áhuga á að vita meira.

Hér er tveggja mínútna myndband þar sem Carolyn Cowan, ein af kennurum námsins kynnir námið – Ferðalag móðurinnar / The mother´s journey”.

Meira um námið hér

Lífið í jafnvægi

UntitledNýtt námskeið að hefjast í Andartaki:

Lífið í jafnvægi – ferðalag um orkustöðvarnar. Spennandi námskeið sem hefst í byrjun september.

Ferðalagið er skemmtilegt og eflandi ferðalag þar sem að staldrað er við hverja orkustöð og unnið með æfingar og hugleiðslur sem stuðla að auknu jafnvægi, meiri styrk og bættum hæfileika til að slaka á og njóta.

Með orkustöðvarnar í jafnvægi öðlast þú m.a.:
~ Aukið jafnvægi og innri ró
~ Dýpri meðvitund um það hvernig þú bregst við tilfinningum og hugsunum
~ Sterkara ónæmis- og taugakerfi
~ Þróaðra innsæi
~ Meiri hæfni til að takast á við streitu
~ Betra samband við sjálfa/n þig og umheiminn

Kennari er Guðrún Darshan. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 3. september kl. 18.45 og kennt verður tvisvar í  viku í 8 vikur.

Lesa nánar um námskeiðið hér

Andartak opnar aftur eftir sumarfrí

Fyrsti tími haustannar er mánudaginn 18. ágúst kl 17.15. Allir velkomnir að koma í prufutíma!

Jóga er fyrir alla.
Það geta allir notið þess að stunda jóga – sama í hvernig líkamsformi þeir eru og engin þörf á að vera sérstaklega liðugur. Komdu og vertu með í vetur og settu sjálfa-n þig í fyrsta sæti.  Markmið jóga meðal annars er að koma á innra jafnvægi og vellíðan í líkamann svo við getum betur gefið okkur af heilu hjarta í allt sem við erum að gera. Rannsóknir sýna að þeir sem stunda jóga reglulega eiga auðveldara með að ná markmiðum sínum og að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða.

Andartak jóga og heilsustöð
Andartak er vinaleg jóga- og heilsustöð með áherslu á andrými og að njóta andartaksins

Opnir tímar verða í ágúst: mánudaga og miðvikudaga kl 17.15 og í september bætast við fleiri tímar: frá og með 1. sept verða opnir tímar mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl 17.15 hádegistímar verða þriðjudaga og fimmtudaga kl 12.  Auk þess bætast við kvöldtímar einu sinni í viku þriðjudaga kl 20.30. Sjá nánar hér

Byrjendanámskeið hefst í byrjun september. Auk þess verðum við með fullt af spennandi námskeiðum á haustönn. Haustdagskráin verður birt á næstu dögum.

Opnunartímar í sumar

Andartak verður með opið út júní:

Opnir tímar skv. stundaskrá mán, mið og fös kl. 17.15. Hádegistímar þri og fim kl 12.00
Lokað verður frá 1. júlí – 17. ágúst.
Opnum aftur skv. stundaskrá mánudaginn 18. ágúst. 

Við erum með frábært tilboð á korti út júní á 6000 kr. Kortið gildir í alla opna tíma í stundaskrá. Lesa meira um tímana hér

 

Að búa til rými fyrir vorgleðina

Nú er vorið loksins alveg búið að syngja burtu veturinn og sumarið framundan. Íslenska sumarið er okkur dýrmætt – það varir svo stutt og er fullt af birtu og endurnærandi orku. Vorið er góður tími til að hreinsa bæði líkamann og hugann, að létta á farangrinum sem við burðumst með. Það er svo miklu auðveldara að taka sumrinu opnum örmum með opinn huga.

Við í Andartaki erum búin að eiga dásamlega vorhreinsun saman á námskeiðinu “Sterk ára, tær hugur, blómstrandi heilsa.” Þar sem við einbeittum okkur að því að fyrirgefa og sleppa, og lifa í núinu í stað þess að halda fast í söguna okkar. Við höfum tilhneigingu til að halda í gamlar sögur, oft erfiðu sögurnar okkar – að segja þær aftur og aftur – og þannig halda þær áfram að lifa. Á þennan hátt erum við jafnvel að endurskapa þær. Það er mikill léttir að sleppa gömlum höftum. Við eigum örugglega eftir að endurtaka þetta námskeið – það var svo skemmtilegt.

Systurvísindi jógafræðanna – Ayurveda – kenna okkur mikilvægi þess að lifa í takti við náttúruna, hlusta á hvað hún hefur að segja og fylgja ráðum hennar. Ayurveda – vísindi og viska lífsins- fjalla meðal annars um eiginleika innra með okkur – vata, pitta og kaffa – sem við geymum í mismunandi hlutföllum. Þessir eiginleikar lýsa frumöflunum – vata er loftið og rýmið innra með okkur, pitta er eldurinn sem drífur meltinguna og skýra kraftmikla hugsun, kaffa er ílátið sem geymir eldinn og vatnið, og gefur okkur festu og kyrrð. Fyrir þá sem ekki þekkja til Ayurveda er hér hægt að lesa meira.  Á vorin þurfum við að hugsa sérstaklega vel um kaffa. Þegar kaffa er í jafnvægi finnum við styrk okkar og stöðugleika. Ef kaffa fer úr jafnvægi erum við oft syfjuð eða með sljóan huga og jafnvel þunglynd. Það gæti líka fylgt því aukið slím í lungum eða kinnholum, ógleði og vatnssöfnun eða þungi í útlimum.  Það er sérstaklega mikilvægt að koma jafnvægi á kaffa á vorin því kaffa safnast upp á veturna og getur valdið veikindum þegar vorið kemur.  Vetrinum fylgir kuldi og raki og þá speglum við þessa eiginleika í okkur sjálfum og höfum tilhneigingu til að borða og sofa meira, sitja inni og búa okkur þannig til vetrarkápu til að einangra okkur gegn kuldanum. Á vorin þurfum við að varpa af okkur þessari kápu af kaffayfirflæði – annars eigum við það á hættu að fá vorkvef og alls kyns ofnæmi – eða við gætum fundið fyrir framtaksleysi og tilfinningaþyngslum.

Meðal vorsins samkvæmt þessum aldagömlu vísindum er að búa sér til takt og rútínu fyrir daginn sem hjálpar okkur að létta okkur líkamlega, huglægt og tilfinningalega án þess að trufla stöðugleika kaffa. Best er að nálgast þetta frá mörgum hliðum: Borða létt fæði, hreyfa sig – fara út í náttúruna. Jóga er mjög gagnlegt á þessum tíma og þá ekki síst öndunaræfingar og hugleiðsla. Í kundalini jóga er fullt af kríum sem hreyfa við orkunni og opna orkuflæðið.

Ósýnilegir töfrar lífsins

images-5Við erum öll með áru eða rafsegulsvið í kringum okkur, hvort sem við skynjum hana eða ekki. Áran gefur okkur næmni og vernd. Í gegnum það að skynja áruna okkar getum við líka lært að skynja fíngerðari víddir í okkur sjálfum. Sterk ára verndar okkur og gefur okkur geislandi nærveru.

Árið 2014 er samkvæmt jógískri talnaspeki ár árunnar. Áran tengist tölunni sjö- en hún fæst með því að leggja saman tölurnar í árinu – þversumman af 2014 er sjö.

Jógísk talnaspeki á rætur sínar í fornri speki jógafræðanna og var þróuð áfram til að hjálpa okkur að skilja betur lífsferðalag okkar, styrk okkar og veikleika og hvernig við getum nært sambandið við okkar innra og æðsta sjálf.

Kundalini jóga býður upp á virk tæki til þess að nýta talnaspekina á praktískan hátt.  Í gegnum það að þekkja tölurnar okkar getum við styrkt veika þætti í okkur sjálfum með jógaiðkun og hugleiðslu.

Lífið er svo ríkt af ósýnilegum töfrum. Ef við reynum að skilja allt og skilgreina þá verður allt svo grátt og litlaust. Áran og víddirnar innra með okkur tilheyra þessum djúpu óleystu ráðgátum sem við getum notið þess að upplifa og skynja og kannski getum við lært eitthvað nýtt um okkur sjálf og lífið í leiðinni.

Hér má lesa pistilinn í heild sinni. Hann birtist einnig á Smartlandi – en þar má einnig lesa aðra pistla Guðrúnar Darshan. Sjá hér.

Námskeiðið Sterk ára, tær hugur og blómstrandi heilsa, hefst á morgun miðvikudag. Á námskeiðinu verður fjallað um “líkamana ´tiu” eða tíu víddir manneskjunnar með sérstakri áherslu á áruna. Námskeiðið verður í sex vikur, tvisvar í viku. Kennt veðrur mánudaga og miðvikudaga. Nánar um námskeiðið hér.

Sterk ára, tær hugur, blómstrandi heilsa

DSC00531Nýtt námskeið hefst eftir páska. 23.apríl-2.júní. Kennt verður mánudaga og miðvikudaga kl 18.45.

Í kundalini jóga lærum við að nýta okkur talnaspeki til að skilja betur okkur sjálf – bæði styrkleika okkar og veikleika. Tölurnar geta leiðbeint okkur í jógaiðkun okkar og í lífinu almennt.

Á námskeiðinu förum við í gegnum “líkamana tíu” – tíu víddir eða dýptir innra með okkur. Við ætlum að leggja sérstaka áherslu á 7. líkamann – áruna – þar sem árið 2014 er ár árunnar. Lesa meira

Nýtt námskeið

KarlmannshendiNámskeið í Kundalini jóga hófst mánudaginn 31. mars og er í sex vikur – til 15. maí (með hléi yfir páskana). Kennt verður mánudaga og fimmtudaga kl 20.30.

Enn er hægt að koma inn í hópinn. Næsti tími er í kvöld – fimmtudagskvöld.

Farið verður í grunnatriði Kundalini jóga í upphafi fyrir þá sem koma nýir inn og til upprifjunar fyrir hina sem eru vanari. Meira um námskeiðið hér

Morgunhugleiðsla

Við ætlum við að bjóða upp á morgunhugleiðslu í Andartaki á næstu vikum. Næsta morgunhugleiðsla verður á þriðjudag í næstu viku og verður svo áfram þriðjudaga og föstudaga næstu tvær vikur. Þetta eru ekki eiginlegir tímar heldur leidd hugleiðsla.

Hugleiðslan sem við ætlum að gera heitir Kirtan kriya og kemur jafnvægi á huga og hjálpar okkur að breyta venjum okkar – svo eitthvað sé nefnt. Allir velkomnir að koma og hugleiða með okkur – það er alltaf auðveldara og öflugra að hugleiða í hópi. Aðgangur frír – frjáls framlög renna til Mottumars.

Jóga nidra – djúpslökun

6635039_xxlVið ætlum að bjóða upp á Jóga nidra djúpslökun alla föstudaga fram að páskum. Þorgerður Sveinsdóttir leiðir tímana.

Jóga Nidra merkir jógískur svefn. Þetta er heilandi djúpslökunariðkun þar sem við lærum að slaka meðvitað a líkama og huga án þess ad sofna, en markmiðið er að tengja við vitundina, fylgjast med ferlinu og ferðast handan huga og likama. Nidra iðkun stuðlar ad auknu jafnvægi, bættum svefni, dregur ur kvíða, streitu, eflir likamsmeðvitund og færir okkur nær innri kjarnanum.

Í upphafi hvers tima eru mildar jógastöður iðkaðar. Við tengjum inn med öndun og hugleiðslu, nidra djúpslökunin tekur um helminginn af timanum. Hentar fyrir alla sem leita ad dýpri og áhrifarikri nálgun inn ad sinu innra sjálfi. Lesa meira hér