Við erum öll með áru eða rafsegulsvið í kringum okkur, hvort sem við skynjum hana eða ekki. Áran gefur okkur næmni og vernd. Í gegnum það að skynja áruna okkar getum við líka lært að skynja fíngerðari víddir í okkur sjálfum. Sterk ára verndar okkur og gefur okkur geislandi nærveru.
Árið 2014 er samkvæmt jógískri talnaspeki ár árunnar. Áran tengist tölunni sjö- en hún fæst með því að leggja saman tölurnar í árinu – þversumman af 2014 er sjö.
Jógísk talnaspeki á rætur sínar í fornri speki jógafræðanna og var þróuð áfram til að hjálpa okkur að skilja betur lífsferðalag okkar, styrk okkar og veikleika og hvernig við getum nært sambandið við okkar innra og æðsta sjálf.
Kundalini jóga býður upp á virk tæki til þess að nýta talnaspekina á praktískan hátt. Í gegnum það að þekkja tölurnar okkar getum við styrkt veika þætti í okkur sjálfum með jógaiðkun og hugleiðslu.
Lífið er svo ríkt af ósýnilegum töfrum. Ef við reynum að skilja allt og skilgreina þá verður allt svo grátt og litlaust. Áran og víddirnar innra með okkur tilheyra þessum djúpu óleystu ráðgátum sem við getum notið þess að upplifa og skynja og kannski getum við lært eitthvað nýtt um okkur sjálf og lífið í leiðinni.
Hér má lesa pistilinn í heild sinni. Hann birtist einnig á Smartlandi – en þar má einnig lesa aðra pistla Guðrúnar Darshan. Sjá hér.
Námskeiðið Sterk ára, tær hugur og blómstrandi heilsa, hefst á morgun miðvikudag. Á námskeiðinu verður fjallað um “líkamana ´tiu” eða tíu víddir manneskjunnar með sérstakri áherslu á áruna. Námskeiðið verður í sex vikur, tvisvar í viku. Kennt veðrur mánudaga og miðvikudaga. Nánar um námskeiðið hér.