Hádegistímar og jólagleði

Jólasveinn-í-jógaKæru vinir,

Hádegistímar eru í jólafríi út desember
Opnir tímar verða áfram kl. 17.15 á mánu-, miðviku- og föstudögum og þríðjudögum kl. 20.30.
Jólafríið byrjar svo 18.12

Við þökkum ykkur fyrir og endum frábæra jógaönn með ykkur á jógajóalgleði þann 17.12 kl. 17.15:

Við ætlum að hugleiða saman, fara í djúpslökun (Jóga Nidra) og spjalla um hvernig hægt er að bæta meltinguna og njóta jólanna með góðri samvísku.
Te, mandarínur og hollustukökur verða í boði. 🙂

Þátttaka ókeypis – Allir velkomnir

Að verða meistari fíknihugans

CCowan4-e1357139396978-282x300MASTERING THE ADDICTIVE PERSONALITIY

20 nóvember kl 20:30 verður kynning á kennaranáminu ”Að verða meistari fíknihugans”. Carolyn Cowan er á landinu á þessum tíma svo hún mun kynna námið sjálf. Hún er mjög öflugur og áhrifamikill kennari svo vert er að mæta og fá innblástur.

Námið verður síðan haldið haustið 2015. Þetta er 60 klukkustunda nám sem kennt verður í 2 lotum sem standa yfir í 4 daga hvort. Námið skiptist í 4 hluta sem dreifast á 8 daga. Einnig er hægt að koma á einstaka hluta.

Þið getið lesið meira um Að verða meistari fíknihugans

Fyrir nánari upplýsingar er hægt að senda póst á netfangið: gudruntheodora@wp.andartak.is

Vonumst til að sjá sem flesta!

Ný fjörutíu daga hugleiðsla

10417695_747119042008769_1919231316460861655_nVið erum að byrja á nýrri fjörutíu daga hugleiðslu í Andartaki.
Hjarta fullt af þakklæti. 
Allir velkomnir að vera með:-) Að þessu sinni ætlum við að gera hugleiðslu sem tengir okkur við hjartað og þakklæti, tendrar strauma birtu og gleði innra með okkur og opnar fyrir flæði allsnægta. Þannig getum við undirbúið okkur fyrir hátíð ljóssins og umfaðmað dimmasta tíma ársins með hugrekki í hjarta. Við ætlum að byrja formlega miðvikudaginn 12. nóvember kl 16.45.Meira hér

Dansaðu, lifðu, hlæðu, elskaðu

GleðioghaustlitirJóganámskeið fyrir konur – 6 vikur. Hefst mánudaginn 10. nóvember.

Efni námskeiðsins:

•Lífsstíll og mataræði sem styðja okkur í að standa með okkur sjálfum
•Kjarninn minn og leiðir sem hjálpa mér að standa í eigin styrk
•Að skapa minn eigin veruleika í gegnum hugleiðslu og aukið innsæi
•Að upplifa kraftinn sem býr í möntrum til að umbreyta lífi okkar
•Hormónajafnvægi og mánasvæði konunnar
•Talnaspeki jógafræðanna: Hvernig geta tölurnar mínar leiðbeint mér í lífinu?

Meira um námskeiðið hér

Byrjendanámskeið í kundalini jóga

SJORE_04092014_MG_7627_PPNýtt byrjendanámskeið hefst 13. nóvember

Þriðjudaga og fimmtudaga kl 18.45.

Námskeiðið:

  • Fylltu lungun þín af lífi
  • Upp úr hjólfarinu – búum til nýjan vana
  • Streita, úthald og taugar sem standast álag
  • Friðsæll hugur- opið hjarta
  • Líf án flensu – styrkjum ónæmiskerfið
  • Betra innsæi og jafnvægi á innkirtlakerfið
  • Djúp slökun heilar líkamann

Meira um námskeiðið

Meðgöngujóga í Andartaki

SlökunÓléttSex vikna námskeið fyrir barnshafandi konur. Tímar verða tvisvar í viku – þriðjudaga og fimmtudaga kl 18.45

Meðgangan er tími mikilla breytinga, líkamlegra og andlegra.
Mýkjandi og styrkjandi æfingar sem auka blóðflæði, örva innkirtlakerfið og auka vellíðan á meðgöngu.
Öndunaræfingar sem styrkja lungu, hreinsa út eiturefni og auka orkuflæði líkamans.
Slökun og hugleiðsla sem minnkar streitu og kvíða og kemur jafnvægi á hugann, góður undirbúningur fyrir fæðinguna.
Lærðu að njóta, slaka á og treysta líkamanum. Lesa meira hér

Forysta og frelsi fyrir konur

Eflandi helgarnámskeið fyrir konur með Carolyn Cowan 22.-23.nov.14

maxresdefault

Hvar stöndum við sem konur á 21.öld? Hvernig getum við látið í okkur heyra, gert okkur sýnilegar og byggt upp kraft- og staðfestu innra með okkur – án þess að finna til reiði,án þess að skammast okkar og án þessa að reyna að vera eitthvað annað en við erum í raun og veru? Án þess að reyna að vera eins og karlmenn eða reyna að vera fullkomnar.
Þessa helgi ætlum við að kafa í hlutina, fara í gegnum hindranir og finna okkar eigin leið til að umbreytast og vaxa Við skoðum hvernig við upplifum okkur sjálfar, fortíð okkar og karmískar hindranir, bæði sem einstaklingar og í menningu okkar.
Við styðjumst við tækni og hugleiðslu úr Kundalini jóga til að sjá hvernig við getum frelsað okkur sjálfar, stigið út úr þægindarammanum og séð alla þá valkosti sem í boði eru.
Hver þátttakandi kemur út af námskeiðinu með sína persónlegu umbreytingaráætlun.

Carolyn Cowan hefur kennt kundalini jóga síðan árið 1998. Hún hefur einstakt lag á því að lyfta nemendum sínum á hærra stig og býr yfir miklum persónutöfrum.

Nánar um námskeiðið hér

Meistaramánuður – áskorun til þín

SJORE_04092014_MG_7796_PPHugmyndin um “Meistaramánuð” snýst um að hvetja okkur til að taka höndum saman um að víkka út þægindarammann okkar og setja okkur markmið. Við í Andartaki ákváðum að nota tækifærið og hvetja jógaiðkendur og aðra sem vilja vera með, að koma sér upp daglegri hugleiðsluiðkun í Meistaramánuði.  Í jóga tölum við um að það taki 40 daga að koma sér upp nýjum venjum.

Dagleg hugleiðsla gefur okkur aukna einbeitingu, dregur úr streitu og kvíða, bætir ónæmiskerfið og eykur sjálfstraustið. Við förum að sjá betur hvert við stefnum og hvað við viljum í lífinu og öðlumst aukið þol fyrir breytingum og erfiðleikum.

Þeir sem vilja taka þátt í áskoruninni geta sent okkur póst á andartak@wp.andartak.is.

Við gerum hugleiðsluna í opnum tímum sem eru amk einn á dag alla virka daga. Auk þess verður föst hugleiðslustund kl 16.45 alla miðvikudaga. Þess á milli hugleiðir hver heima hjá sér – með stuðning frá hópnum.

Opnir tímar eru á þessum tímum:
Mán, mið og föstud kl 17.15
þrið og fim kl 12
þrið kl 20.30

Nýtt hugleiðslunámskeið að hefjast

Vertu meistari huga þíns

6 vikna námskeið, hefst fimmtudaginn 25. september
Kennt verður 1x í viku, á fimmtudögum kl. 20.30-21.30. Enn er hægt að koma inn í námskeiðið.

SJORE_04092014_MG_7590_PP

Á námskeiðinu skoðum við hvernig kundalini jóga og hugleiðsla geta hjálpað okkur að umbreyta gömlum mynstrum innra með okkur, að sleppa því sem þjónar okkur ekki og skapa okkur nýjar og uppbyggjandi venjur. Námskeiðið er jafnt fyrir vana og óvana iðkendur.

Kennarar: Eyrún Huld Árnadóttir og Frederike Berger.

Nánar um námskeiðið hér

Byrjendanámskeið í kundalini jóga

SJORE_04092014_MG_7627_PPNýtt byrjendanámskeið hefst 11. september

Þriðjudaga og fimmtudaga kl 18.45.

Námskeiðið:

  • Fylltu lungun þín af lífi
  • Upp úr hjólfarinu – búum til nýjan vana
  • Streita, úthald og taugar sem standast álag
  • Friðsæll hugur- opið hjarta
  • Líf án flensu – styrkjum ónæmiskerfið
  • Betra innsæi og jafnvægi á innkirtlakerfið
  • Djúp slökun heilar líkamann

Meira um námskeiðið