Ný námskeið að hefjast

abstract-silhouette-birds-flying-beautiful-sunset-sky-photograph-59908197Ný námskeið að hefjast í Andartaki á vorönn:

Lífsorka, hamingja og hugleiðsla hefst mánudaginn 16. janúar. Á námskeiðinu sækjum við í viskubrunn Kundalini jóga og innra með okkur sjálfum. Við lærum leiðir til þess að kynda undir lífsorkuna og finna friðsældina innra með okkur mitt í amstri dagsins. Hér er hægt að lesa meira: Lífsorka, hamingja og hugleiðsla. Og skráning er hér.

Slökun, hugleiðsla og næring andans verður einu sinni í viku og byrjar mánudaginn 16. janúar. Á þessu námskeiði ætlum við að njóta þess að vera leidd inn í djúpa og endurnærandi slökun og gefum þannig líkamanum færi á að græða sig sjálfan og finna farveg fyrir orkuflæði þar sem stíflur hafa myndast. Nánar um námskeiðið hér: Slökun, hugleiðsla og næring andans. Skráning hér

ÉG – 2017?  Þriggja tíma námskeið sem var sunnudaginn 8. janúar. Og verður endurtekið síðar í janúar. Tækifæri til að opna hugann fyrir ÞÍNUM draumum og þrám í byrjun árs og skoða hvernig þú getur látið óskir þínar rætast á komandi ári. Nánar hér.: ÉG – 2017.  Skráning fer fram hér.

Comments are closed.